Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 155
Otti á timum öryggis
153
fíkniefnum, stofnum leyniþjónustu og berjumst gegn hryðjuverkum.641 samfélagi
þar sem slík orðræða ræður ríkjum eru lífið og félagstengslin skilgreind með
neikvæðum formerkjum. Öfugt við polis Aristótelesar þar sem ríkið og félags-
tengslin eru jákvæðar forsendur farsældar og lífsfyllingar, felur stórsaga öryggisins
í sér að æðstu gæði lífs, félagstengsla og samfélags séu fólgin í því að ógnum og
hættum hafi verið útrýmt.65 Slík stórsaga nærist á óöryggi líkt og paradísarloforð
trúarbragðanna nærast á eymd þessa lífs: framleiðsla óöryggis er ómissandi hluti
framleiðslu og neyslu öryggis. Slíkar stórsagnir boða hugsjónir sem aldrei verða
að veruleika (stríðið gegn hryðjuverkum mun ekki útrýma meininu frekar en
stríðið gegn fíkniefnum) og miðla því vöntun þeirra: Öryggi sem loforð er alltaf
þegar ekki til staðar.
Líf staklingsins, líkamleg birtingarmynd hins nýja valds sem skilgreinir sig sem
öryggi í formi áhættustjórnunar, er líf sem er orðið að áhættuþætti þar sem ótti og
óöryggi knýja vél neyslu og framleiðslu.66
Abstract
l ear in secure times
Security consumption and risk management in postmodernity
In his late text “Post scriptum to societies of control”, Gilles Delueze sketches an
outhne of a new subject particular to societies of control; the dividual. In the shift
from modernity to postmodernity (Negri, Hardt), the dividual increasingly takes
the place of the individual rooted in the enlightenment.
Since Deleuze’s idea of the dividual remains sketchy, this article focuses on the
production of subjects within western capitalist societies in postmodernity and
its different qualities compared to modernity. Central in that context is the neo-
liberal discourse that transports the economic logic of risk management into the
64 Stórsaga öryggisins þjónar því ekki aðeins þeim tilgangi að tryggja virkni staklingsins heldur einnig að réttlæta
ríkisvald, valdbeitingu þess og ofbeldi. I nafni öryggis er undantekningarástand réttlætt og réttarríkinu skotið á
frest. Þannig hefur stríðið gegn hryðjuverkum (burtséð frá hagsmunum oh'ufýrirtækja, hergagnaframleiðanda
og hernaðarverktaka - fjörutíu prósent allrar starfsemi bandaríska hersins er boðin út) það hlutverk að réttlæta
skerðingu mannréttinda og „tímabundið" afnám laga. Gott dæmi um hugmyndafræðilega birtingarmynd
þessarar orðræðu eru bandarísku sjónvarpsþættirnir 24 Hours þar sem aðalsöguhetjan Jack Bauer hreyfir sig í
stöðugri nauðsyn undantekningarinnar, brýtur lög og reglur, pyntar o.s.frv. til að tryggja öryggi Bandaríkjanna
og kvennanna sem hann elskar - sem venjulega verða gíslar hryðjuverkamannanna - og réttlætir þannig sið-
ferðilega afnám siðferðisins. Sjá Slavoj Zizek, „Thc depraved heroes of 24 are the Himmlers of Hollywood",
Tbe Guardian, 10. janúar 2006. Um undantekningarástandið sem reglu, sjá grein Giorgios Agamben í þessu
riti.
^5 I mynd sinni Minority report fylgir Steven Spielberg hugmyndinni um fúllkomið öryggi út í ystu æsar. Hann
brcgður upp samfélagi þar sem mögulegt er að sjá afbrot fyrir. Því eru lögreglumenn með Tom Cruise í farar-
broddi sendir á vettvang áður en afbrotið á sér stað og handtaka viðkomandi geranda, sem á að vísu eftir að
fremja afbrotið. Líkt og í tilfelli nýja sjúkdómshugtaksins þar sem menn eru sjúkir án einkenna, lýsir Spiclberg
samfélagi þar sem menn eru sekir án glæps, sem vissulega væri eina samfélagið sem væri öruggt gagnvart
»glæpum“ þar sem hugmyndin um forvarnir og fúllkomið öryggi hefúr snúið grunnhugmynd réttarríkisins á
haus.
Kærar þakkir fyrir yfirlestur, ábendingar og hjálp við heimildaleit fær Davíð Kristinsson. Þakkir fyrir ábcnd-
ingar og yfirlestur fá Kolbeinn Óttarsson Proppé, Björn Þorsteinsson og óþekktur ritrýnandi.