Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 215
Milli Guðs ogj/öldans
213
lög eður ei.“259 Thoreau líkir Brown við Krist og segir „menn ávallt óttast hetju á
meðal hugleysingja. Hann er einmitt slíkur maður. [...] Hann hefur guðdóm-
legan neista innra með sér.“260 Thoreau spyr:
Er ekki hugsanlegt að einstaklingurinn geti haft á réttu að standa og að
yfirvöldum skjátlist? A að framfylgja lögum sökum þess eins að þau voru
búin til eða því lýst yfir af einhverjum fjölda manna að þau séu af hinu
góða, ef þau eru það ekki í raun? [...] Getur það nokkurn tíma verið æd-
un löggjafa að hengja góða menn?261
Líkt og Nietzsche áh'tur Thoreau að móðir náttúra sendi ekki mannfélaginu slík
stórmenni nema á margra kynslóða fresti að jafnaði. Hins vegar er mikilmenni
Thoreaus, ólíkt kenningum þýska úrvalshyggjusinnans, ekki óréttlátt, siðlaust og
eigingjarnt stórmenni sem kúgar og arðrænir til að hefja sjálft sig upp á æðra
tilverustig. Þvert á móti er það æðri siðferðisvera, sendiboði Guðs sem fórnar
sjálfum sér fyrir aðra þannig að réttlætið eða hin siðferðilegu lögmál himnafoður-
ins nái fram að ganga: „Hver sá sem lagði líf sitt í sölurnar fyrir hina fátæku og
undirokuðu var útvalinn maður, valinn úr mörgum þúsundum ef ekki milljón-
um“, enda „tekur aldir að framreiða slíkan mann“.262 Þetta kristilega mikilmenni
samræmist illa úrvalshyggju Nietzsches. Hins vegar er það engin tilviljun að
Thoreau og Emerson studdu skæruhernað stórmennisins Browns í þágu hinna
undirokuðu.
Emerson var brugðið þegar hann frétti af árás Browns á vopnabúrið í Harpers
Ferry en áleit Brown þó vera „dýrling" og „sanna hetju“ sem hefði einfaldlega
misst vitið. Emerson skrifaði fylkisstjóra Virginíu náðunarbeiðni sem aldrei var
póstlögð. I ræðu sem hann hélt þann 18. nóvember á söfnunarsamkomu fyrir fjöl-
skyldu Browns, nefndi Emerson hann „hetjuna frá Harpers Ferry [...]. Hann er
maður sem eignast vini hvarvetna í heiminum þar sem hugrekki og heilindi eru í
hávegum höfð, sannur hugsjónamaður, með öllu laus við eiginhagsmuni" og taldi
Emerson hann eiga „eftir að verða uppáhald mannkynssögunnar"263 „Ég sagði
John Brown vera hugsjónamann. Hann trúði svo ákaft á hugmyndir sínar að
hann hrinti þeim öllum í framkvæmd. Hann trúði ekki á siðferðilegar fortölur
heldur það að leiða hlutina til lykta.“264
Þrátt fyrir gagnrýni nágranna sinna hélt Thoreau í viðurvist Emersons minn-
ingarathöfn um Brown daginn sem hann var líflátinn (2. des. 1859). Emerson
skipulagði fjársöfnun fyrir fjölskyldu Browns og dætur hans bjuggu á tímabili á
heimili Emersons. í ársbyrjun 1860, skömmu áður en borgarastyrjöldin brast á,
tóku Thoreau og Emerson þátt í opinberum minningarathöfnum um líf og að-
gerðir Browns. Og Emerson talaði enn á uppákomum afnámssinna skömmu áður
259 Sama rit, s. 47.
260 Sama rit, s. 46.
261 Sama rit, s. 47.
262 Sama rit, s. 44,47.
263 Emerson, „Speech at Meeting to Aid John Browns Family", Emersorís Antislavery Writings, s. 117,118.
264 Sama rit, s. 119.