Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 110
108
Jörg Volbers
Það væri misráðið að skilja boðun sjálfsástar sem kröfu um eigingirni. Öðru
fremur snýst málið um að sýna eigin gjörðum og hugsunum aukna athygli, líka
með tilliti til annarra. Því nær sjálfsástin yfir mörg svið lífsins: þau samskipti sem
maður á við aðra; næringuna sem maður lætur í sig; að velja réttan heimspeki-
kennara; iðju eins og að halda dagbók eða fara yfir eigin gjörðir, sem Stóuspek-
ingar mæltu með að gert væri á hverju kvöldi.29 Mestu skiptir að allar þessar æf-
ingar og aðgerðir (sem hinar ýmsu heimspekistefnur hafa ljáð mismikið vægi)
eiga að leiða til þess að sjálfsveran öðlist það skýra og greinilega innsæi sem
tengdist í fornöld þekkingunni á sannleikanum. Þær starfa í þjónustu þeirrar
eftirsóknar sjálfsverunnar eftir fuhkomnun sem snertir öU svið þess hvernig ein-
staklingurinn hagar lífi sínu. Þannig leggur Sókrates sjálfsskilning að jöfnu við
skynsemi (sophrosyne) í samræðunni Alkibíadesi I (1330), sem oft var notuð sem
inngangur að heimspeki á miðöldum. Heimspekin er hér ekki einungis fræði-
kenning heldur lífsstíll: skilningsgeta hennar er undirstaða sjálfstjórnar sjálfs-
verunnar og afrakstur hennar er á endanum andlegur.
Andspænis andlegu túlkuninni stendur sú kartesíska. Hún leggur áherslu á að-
ferðina. Sjálfsveran er að hennar mati fær um sannleikann eins og hún er („tel
qu’il est“).TU vitnis um þetta eru Hug/eiðingar Descartes sem finna kjölfestu hins
vel ígrundaða heims- og sjálfsskilnings í cogito-inu. Sjálfsveran skynjar að hún var
alltaf fær um sannleikann. Þar með gengisfellur sjálfsástin og minni nauðsyn
verður til að umbylta sjálfsverunni: sjálfsveruleikinn er skilinn sem grundvöUur
sem hin skynjandi sjálfsvera þarf einvörðungu að lesa úr.Æfingar og þjálfun sem
gera sjálfsverunni kleift að þekkja og skynja sjálfa sig betur skipa annað sætið
samkvæmt þessari afstöðu sem tekur raunvísindin sér tU íyrirmyndar. Sé litið svo
á að andlega hugmyndin setji umbyltingu sjálfsverunnar sem skilyrði fyrir sldln-
ingnum (sjálfsást ofar skilningi), snúa skilyrðisvenshn á hinn veginn hjá kartes-
ísku túlkuninni. Réttur lífsmáti er, til dæmis hjá Kant, afleiðing af sannri þekk-
ingu. Kartesíska afstaðan notast við skilgreiningu nýaldar á sannleikanum:
sannleikurinn er lagður að jöfnu við réttapekkingu sem sjálfsverunni er unnt að
öðlast í krafti þess að vera sjálfsvera, án þess að vinna í sjálfri sér; hann samsvarar
einvörðungu staðreyndunum.
Ekki má ofmeta hliðstæðurnar á milli þeirra hugmynda um sjálfsveruna sem
Foucault þróar annars vegar og dulhyggjutúlkunarinnar og meðferðartúlkunar-
innar hins vegar. Ávinningurinn af þessum samanburði er ekki í því fólginn að sjá
meðferðartúlkunina fyrir sér sem afbrigði af andlegu sýninni á sjálfsveruleikann
og smætta hana niður í þessa sýn. Hér liggur í augum uppi hvað er sameiginlegt
og hvað skilur á milli. Beinum fyrst sjónum að því sem er sameiginlegt: bæði
meðferðarkenningin og andlega kenningin hta á „sannleika“ sem annað og meira
en „sannar eða ósannar yrðingar". Þær setja innsæið í heimspekilegt allsherjar-
samhengi við sjálfsskilning, skilja heimspeki sem iðju sem snerti sjálfsveruna í
heild - en ekki bara heimspekilega skarpskyggni hennar. James Conant telur
þessa allsherjarhugmynd um heimspeki vera þau siðferðilegu skilaboð sem Tract-
29 Michel Foucault, Histoire de la sexualité, annað og þriðja bindi, París 1984.