Hugur - 01.01.2007, Page 110

Hugur - 01.01.2007, Page 110
108 Jörg Volbers Það væri misráðið að skilja boðun sjálfsástar sem kröfu um eigingirni. Öðru fremur snýst málið um að sýna eigin gjörðum og hugsunum aukna athygli, líka með tilliti til annarra. Því nær sjálfsástin yfir mörg svið lífsins: þau samskipti sem maður á við aðra; næringuna sem maður lætur í sig; að velja réttan heimspeki- kennara; iðju eins og að halda dagbók eða fara yfir eigin gjörðir, sem Stóuspek- ingar mæltu með að gert væri á hverju kvöldi.29 Mestu skiptir að allar þessar æf- ingar og aðgerðir (sem hinar ýmsu heimspekistefnur hafa ljáð mismikið vægi) eiga að leiða til þess að sjálfsveran öðlist það skýra og greinilega innsæi sem tengdist í fornöld þekkingunni á sannleikanum. Þær starfa í þjónustu þeirrar eftirsóknar sjálfsverunnar eftir fuhkomnun sem snertir öU svið þess hvernig ein- staklingurinn hagar lífi sínu. Þannig leggur Sókrates sjálfsskilning að jöfnu við skynsemi (sophrosyne) í samræðunni Alkibíadesi I (1330), sem oft var notuð sem inngangur að heimspeki á miðöldum. Heimspekin er hér ekki einungis fræði- kenning heldur lífsstíll: skilningsgeta hennar er undirstaða sjálfstjórnar sjálfs- verunnar og afrakstur hennar er á endanum andlegur. Andspænis andlegu túlkuninni stendur sú kartesíska. Hún leggur áherslu á að- ferðina. Sjálfsveran er að hennar mati fær um sannleikann eins og hún er („tel qu’il est“).TU vitnis um þetta eru Hug/eiðingar Descartes sem finna kjölfestu hins vel ígrundaða heims- og sjálfsskilnings í cogito-inu. Sjálfsveran skynjar að hún var alltaf fær um sannleikann. Þar með gengisfellur sjálfsástin og minni nauðsyn verður til að umbylta sjálfsverunni: sjálfsveruleikinn er skilinn sem grundvöUur sem hin skynjandi sjálfsvera þarf einvörðungu að lesa úr.Æfingar og þjálfun sem gera sjálfsverunni kleift að þekkja og skynja sjálfa sig betur skipa annað sætið samkvæmt þessari afstöðu sem tekur raunvísindin sér tU íyrirmyndar. Sé litið svo á að andlega hugmyndin setji umbyltingu sjálfsverunnar sem skilyrði fyrir sldln- ingnum (sjálfsást ofar skilningi), snúa skilyrðisvenshn á hinn veginn hjá kartes- ísku túlkuninni. Réttur lífsmáti er, til dæmis hjá Kant, afleiðing af sannri þekk- ingu. Kartesíska afstaðan notast við skilgreiningu nýaldar á sannleikanum: sannleikurinn er lagður að jöfnu við réttapekkingu sem sjálfsverunni er unnt að öðlast í krafti þess að vera sjálfsvera, án þess að vinna í sjálfri sér; hann samsvarar einvörðungu staðreyndunum. Ekki má ofmeta hliðstæðurnar á milli þeirra hugmynda um sjálfsveruna sem Foucault þróar annars vegar og dulhyggjutúlkunarinnar og meðferðartúlkunar- innar hins vegar. Ávinningurinn af þessum samanburði er ekki í því fólginn að sjá meðferðartúlkunina fyrir sér sem afbrigði af andlegu sýninni á sjálfsveruleikann og smætta hana niður í þessa sýn. Hér liggur í augum uppi hvað er sameiginlegt og hvað skilur á milli. Beinum fyrst sjónum að því sem er sameiginlegt: bæði meðferðarkenningin og andlega kenningin hta á „sannleika“ sem annað og meira en „sannar eða ósannar yrðingar". Þær setja innsæið í heimspekilegt allsherjar- samhengi við sjálfsskilning, skilja heimspeki sem iðju sem snerti sjálfsveruna í heild - en ekki bara heimspekilega skarpskyggni hennar. James Conant telur þessa allsherjarhugmynd um heimspeki vera þau siðferðilegu skilaboð sem Tract- 29 Michel Foucault, Histoire de la sexualité, annað og þriðja bindi, París 1984.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.