Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 106
104
Jörg Volbers
IV
Meðferðartúlkunin á Tractatus leiðir til niðurstaðna sem eru í hróplegri mótsögn
við sjálfsskilning engilsaxneskrar heimspeki, sem styðst í ríkum mæli við hug-
myndir náttúruvísindanna. Leitinni að hlutlægum grundvelli skynjunarinnar,
sem gefur fyrirheit um rökfræði sem „vísindagrein", er teflt fram gegn tilvistar-
legri sjálfsskoðun sjálfsverunnar, meðferð sem felst í því að „vinna í sjálfum sér“,
sem á fátt sameiginlegt með hugmyndinni um stöðuga staðfestingu og bætta
þekkingu okkar á heiminum. Þessi niðurstaða er, eins og sýnt hefur verið fram á,
einmitt afleiðing tilrauna til að standast kröfur um rökvísi og innra samræmi. Hér
á eftir er litið nánar á þessar andstæður í fjórum liðum, til að varpa skýrara ljósi á
meðferðarhugmyndina: hún leggur nýjan skilning í mikilvægi forms heimspeki-
texta, hliðrar til uppsprettu merkingarinnar og réttri heimspekilegri aðferð og gefur
að endingu til kynna hugmyndina um ósamfellt rof sem fylgir breytingu sjálfsver-
unnar.
Form. Sé heimspekin skilin sem fræðikenning skiptir engu máli á hvaða formi
hún er sett fram. Þar sem heimspekilegar fræðisetningar miðla innihaldi sem í
raun mætti alltaf tjá á annan hátt skiptir form þeirra aðeins máli hvað varðar
skiljanleika. Samþjöppuð og stílsnjöll framsetning eins og Wittgenstein notar
skírskotar til stílhugmynda og tjáningargetu einstaklingsins; þegar til kemur er
stíllinn ónauðsynlegur og jafnvel skaðlegur - skraut sem leiðir til misskilnings.
Fyrir þá sem skilja heimspeki sem meðferð skiptir formið hins vegar meira
máli. Það getur veitt sjálfsverunni innsýn í atriði sem í fyrstu stangast á við heim-
spekilegar grunnhvatir hennar: henni er ekki aðeins ætlað að sjá að hún sé sjálf
rót þeirrar blekkingar sem hún kenndi heimspekinni um, heldur á hún að viður-
kenna pað. Til þess nægir rökræðan ekki ein og sér; mótstöðu sjálfsverunnar
verður að brjóta niður, og leiðin til þess býr í forminu. I Tractatus er því - að mati
meðferðartúlkunarinnar - grunnhvötum heimspekinnar fylgt eftir stig af stigi og
frá einni ályktun til þeirrar næstu, uns innsýn fæst í það að þessum hvötum sé
ekki hægt að fullnægja.
Formið verður þannig nauðsynlegur þáttur heimspekilegrar framsetningar, því
að í upphafi ferðar verður að sannfæra lesandann svo sterklega um að heimspeki-
leg leit hans muni bera árangur að sú uppgötvun að hana sé ekki hægt að uppfylla
fái sjálfsveruna til að taka upp sjálfsrýni.23 Þetta er kjarni líkingarinnar um stig-
ann sem lesandi Tractatus klifrar upp og kastar svo frá sér. Þegar Wittgenstein
segir undir lok Tractatus að hver sá sem skilji sig muni sjá að setningarnar sem á
23 Það er tæpast tilviljun að þessi lýsing minnir á gagnúð (eða yfirfærslu; þý. Ubertragung) eins og henni er lýst
í sálgreiningu: Þar flytur einstaklingurinn líka kenndir sínar og hugmyndir yfir á greinandann, ruglar þeim
saman við raunveruleikann, en horfist loks í augu við það að gagnúð hafi átt sér stað. I sálgreiningunni er gagn-
úðin líka nauðsynleg fyrir lækningu einstaklingsins - sjálfsskilningur hlýst með sjálfsupplifún, í þessu tilfelli: að
forðast sé að lenda í átökum. Freud segir: „Ekki kemur til greina að vér látum undan þeim kröfúm sjúklingsins
sem stafa frá gagnúð. Fáránlegt væri af oss að hafna þeim á óvinsamlegan hátt og enn síður af hneykslun.
Vér sigrumst á gagnúðinni með því að benda sjúklingnum á að tilfinningar hans spretti ekki af núverandi að-
stæðum og eigi ekki við um persónu læknisins, heldur séu þær endurtekning á einhverju sem hafi komið fyrir
hann áður“ (Inngangsfyrirlestrar um sálkönnun, III. hluti, Siguijón Björnsson þýddi, Reykjavík 1996, 478 (27.
fýrirlestur)).