Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 127
Verkefni hugsunarinnar í undantekningarástandinu
125
sem sé knúin áfram af togstreitu sundurlyndra þátta er stangast á vissan hátt á:
réttarríkisins og undantekningarástandsins, nomos og anomia. A meðan þessir
þættir haldast aðskildir er ekkert lát á togstreitunni á milli þeirra.
Hreint ofbeldi og verkefnið að koma á
raunverulegu undantekningarástandi
I ritgerð sinni „Gagnrýni valdsins" tekur Benjamin til greiningar flöktið milli
laga og undantekningar sem ég hef reynt að lýsa hér að framan. Þegar ritgerð
Benjamins er lesin er ef til vill hjálplegt að vita að henni var ætlað að verða hluti
stærra verks um stjórnmál.191 bréfum sínum nefnir Benjamin þrjá aðra hluta
sama verks: einum hlutanum lauk hann raunar, og bar hann titilinn „Gewalt und
Leben“ („Vald og líf‘). Þessi texti hefur ekki enn komið í leitirnar. Annar hlutinn,
sem hugsanlega var aldrei skrifaður, átti að heita „Abbau der Gewalt" („Afbygging
valdsins"). Þriðja hlutann kallar Benjamin í bréfum sínum til Scholem „Teleologie
ohne Endzweck" („Markhyggja án endamarks"), en þann texta leggja sumir
fræðimenn að jöfnu við textann sem nú er jafnan nefndur „Theologisch-pohtisch-
es Fragment" („Textabrot um guðfræði og stjórnmáT). Hér á eftir mun ég fyrst
veita stutt yfirlit yfir túlkun Agambens á ritgerð Benjamins um „Gagnrýni valds-
ins“. Síðan mun ég leggja til túlkun á „Textabroti um guðfræði og stjórnmál" sem
ég vonast til að verði að liði við að svara ýmsum þeim spurningum sem ég hef
vakið máls á og varða skilning á hugmynd Agambens um stjórnmál.
I „Gagnrýni valdsins" ræðir Benjamin um undantekninguna og tengir hana við
ofbeldi „löggjafarinnar". Hann skrifar: „Hvers kyns ofbeldi sem beitt er sem með-
ali varðar annað hvort löggjöf eða viðhald laga [...]. Af því leiðir á hinn bóginn
að hvers kyns ofbeldi sem beitt er sem meðali er samofið hinu vandkvæðum
bundna eðli laganna sjálfra, jafnvel í bestu tilvikum.“20 Það sem Benjamin vísar
hér til með orðunum „hið vandkvæðum bundna eðli laganna" er einmitt formgerð
innlimandi útilokunar sem Agamben dregur fram í dagsljósið. Með öðrum orð-
um heldur Benjamin því fram að sé ofbeldi skilið sem leið til að ná ákveðnu
marki, þá sé það ætíð samofið þessari vandkvæðum bundnu formgerð. Andstætt
þessu kynnir Benjamin síðar í ritgerðinni til sögu hugtakið um „hreint" ofbeldi;
ofbeldi sem ekki er skilið sem leið til að ná tilteknu marki. I þessu „hreina ofbeldi“
býr það sem Benjamin telur geta rofið flöktið milli reglu og undantekningar.
Aður en við höldum lengra í þessa átt er við hæfi að benda á að ýmsir gagnrýnir
túlkendur, ekki síst Derrida,21 hafa haldið því fram að þetta „hreina“ ofbeldi verði
!9 Sbr. athugasemd ritstjóra í W. Benjamin, Gesammelte Schriften 11:3 (Frankfurt am Main: Suhrkamp, 1991), s.
943-946.
20 W. Bcnjamin, Critique of Violence, þýð. E. Jephcott, Selected Writings, 1. bindi (Cambridge, Mass.: Belknap
Press, 2004), s. 243, hér eftir táknað CV.
21 J. Derrida, „Force ofLaw:The Mystical Foundation of .Authority4", þýð. M. Quzmtaincc, Acts ofReligion (New
York: Routledge, 2002).