Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 197
Milli Guðs ogjjöldans
195
Öll stefna Únitara er í optimista-áttina. Þeir trúa því ekki, að jörðin sje
neinn eymdadalur. Þeir hafa sterkan ímugust á „löngum andlitum“ og
megna óbeit á þeim trúarbrögðum, sem sjeu táranna trúarbrögð. Þeir
segjast hafa þúsund náðarmeðul. Meðal þeirra sjeu t.d. sönglistin,
blómstrin, sólskinið. Þeir tala b'tið um sársaukann, ganga mest fram hjá
honum, hafa heldur enga huggun að bjóða bðandi manninum.
Friðrik tók upp þráðinn árið 1911 í öðru tímariti sem hann ritstýrði, Breiðablikum.
Hér víkur hann að vorhug únítara í stuttri umfjöllun um einn mesta hugsuð
þeirra vestanhafs:
Með ungri þjóð leita menn eigi heimspekinga. [...] frægir heimspeking-
ar hafa þar fáir verið, og naumast við að búast. [...] Skáldið og speking-
urinn Emerson, var þó Ameríkumaður. Hann var hugsjónamaður mikill
og útsýn yfir lífið og tilveruna fagurt og stórfenglegt. Lífsskoðan hans
eins mikið bjartsýni og nokkurum manni hefir tekist að láta renna upp í
huga sér. I lífinu finnur hann fegurð og ekki annað. Andi hans er laug-
aður ljósi fegurðarinnar, hvert sem hann horfir. Enda var hann og er ást-
mögur þjóðar sinnar. Hún les bækur hans og les sig drukna, fegurð og
bjartsýni.189
Hálfri öld fyrr skrifaði Emerson - sem missti föður sinn átta ára, síðar fyrri eigin-
konuna, tvo eldri bræður og eldri son sinn aðeins fimm ára gamlan - um eigin
vongleði:
mér virðast hýrusm loftkastalarnir sem hlaðnir hafa verið hafa margfalt
meira fróunar- og notagildi en loftdýflissur sem daglega eru grafnar og
útholaðar af nöldrandi, óánægðu fólki. Ég þekki þessa vansælu náunga,
og hef andstyggð á þeim, sem sjá ævinlega svartstirni sigla gegnum ljósið
og litrík skýin á himni ofan: ljósbylgjur fara yfir svartstirnið og dylja það
um stund, en svartstirnið er fast í sjónmáli. Mátturinn býr hins vegar í
kátínunni; vonin kemur okkur í framkvæmdaskap á meðan örvæntingin
er andlaus og kemur virku kröftunum úr jafnvægi.190
Bjartsýna lífsafstöðu Emersons finnum við hjá öðrum lærisveini Channings,
Matthíasi Jochumssyni sem missti fyrstu tvær eiginkonur sínar og hafði tæpast
meiri ástæðu til bjartsýni en Emerson. Vorhuga bfsafstöðu finnum við einnig í
skrifum Róberts Haraldssonar og annars lærisveins Emersons, Thoreaus. I grein
um þann síðastnefnda tekur Róbert upp „jákvæða verufræði" transendentalist-
anna og snýr gagnrýni þeirra á táranna trúarbrögð upp í gagnrýni á meinta böl-
sýni samtímans:
189 N.N., „Sálarfræðingurinn William James“, Breiðablik 1911, s. 147. Tímaritið var gefið út í Winnipeg á árunum
1906-1914.
190 Emerson, „Considerations by the Way“, s. 1089.