Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 31
Um mœlikvarðann á smekk
29
allra tíma eru á einu máli um að lofa réttlæti, mannúð, drenglyndi, hyggindi,
sannsögli, og að lasta andstæðu eiginleikana. Jafnvel eru til skáld og aðrir höf-
undar, allt frá Hómer til Fenelons, en verkum þeirra er aðallega ætlað að gera
ímyndunaraflinu til geðs, sem innræta sömu siðareglurnar og lofa og lasta sömu
dygðir og lesti. Þetta mikla samróma áht er venjulega eignað áhrifum skynsem-
innar einnar sem í öllum þessum dæmum heldur fram svipuðum tilfinningum
hjá öflum mönnum og kemur í veg fyrir þær deilur sem hin sérteknu vísindi eru
svo mjög berskjölduð fyrir. Að svo miklu leyti sem þetta samróma álit er raun-
verulegt má viðurkenna að þessi greinargerð sé fullnægjandi. En við verðum
einnig að kannast við að einhvern hluta þess samræmis í siðferði sem virðist vera
megi skýra út frá sjálfu eðli tungumálsins. Orðið dygð, og samheiti þess á öllum
tungum, felur í sér lof, eins og orðið löstur felur í sér ámæli. Og enginn gæti, án
þess að gerast sekur um hina augljósustu og grófustu smekkleysu, fest ámæli við
orð sem almennt er skilið í góðri merkingu, eða lokið lofsorði á þar sem orðtakið
útheimtir vanþóknun. Hinar almennu siðareglur Hómers, þar sem hann lætur
einhverjar slíkar frá sér fara, verða aldrei véfengdar; en það er augljóst að þegar
hann dregur upp sérstakar myndir af mannasiðum og lýsir hetjuskap hjá Akkillesi
og hyggindum hjá Ódysseifi þá blandar hann langtum meiri grimmd í hetju-
skapinn og slægð og svikum í hyggindin en Fenelon myndi leyfa. Hinn sami
Ódysseifur hjá gríska skáldinu virðist hafa yndi af lygUm og uppspuna og beitir
þeim án þess að nokkra nauðsyn beri til eða hann hafi gagn af. En hinn ráðvandari
sonur hans, hjá franska söguljóðahöfundinum, leggur sig í bráðustu hættu frekar
en að víkja frá ströngustu kröfum um sannleika og sannsögli.
Aðdáendur og áhangendur Kóransins halda fast fram hinum ágætu siðareglum
sem eru á víð og dreif í þessu frumstæða og fjarstæða verki. En það verður að gera
ráð fyrir að arabísku orðin, sem samsvara þeim ensku, sanngirni, réttlæti, hófsemi,
mildi, mannkærleikur, hafi verið þess eðlis, vegna stöðugrar notkunar þeirrar
tungu, að þau hljóti ætíð að vera skilin í góðri merkingu, og það hefði borið vott
um hina mestu fávisku, ekki í siðferði heldur í tungumáli, að hafa kaflað þessar
dygðir öðrum nöfnum en þeim sem tákna hrós og velþóknun. En mundum við
vita hvort hinn meinti spámaður hefði í raun og veru öðlast réttláta siðferðis-
kennd? Gefum gaum að frásögn hans og við munum brátt komast að raun um að
hann dásamar sflk dæmi um svik, mannvonsku, grimmd, hefnd og ofstæki sem
eru með öllu ósamrýmanleg siðmenntuðu samfélagi. Engri fastri reglu um rétt
virðist þar fylgt, og sérhver verknaður er lastaður eða lofaður einungis að svo
miklu leyti sem hann er hinum sanntrúuðu til gagns eða skaða.
Gildi þess að setja fram nákvæmar almennar reglur í siðfræði er reyndar mjög
lítið. Hver sá sem mælir með einhverjum siðrænum dygðum gerir í raun ekkert
meira en orðin sjálf gefa í skyn. Sú þjóð sem fann upp orðið kærleikur, og notar
það í góðri merkingu, innrætti með skýrari og langtum áhrifaríkari hætti siða-
regluna verið kærleiksrík en nokkur yfirlýstur löggjafi eða spámaður sem setti slíka
lífsreglu í ritverk sín. Af öllum orðtökum eru þau sem ásamt annarri merkingu
sinni fela í sér annaðhvort talsvert last eða lof síst líkleg tfl að afbakast eða mis-
skiljast.