Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 126

Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 126
124 Christian Nilsson er lögmætt að gera ráð fyrir að Schmitt hafi lesið ritsmíð Benjamins þegar hún kom út. Agamben leggur því til að við lítum á verk Schmitts eftir 1921 (ekki síst Politische Theologie {Pólitíska guðfræði) frá 1923) sem tilraun til að draga máttinn úr þeim óþægilegu möguleikum sem Benjamin lýsti. Schmitt skilgreinir fullveldið sem þann aðila „sem sker úr um undantekning- una“. Undantekningin er að hans mati áhugaverðari en hið venjulega tilfelli. Undantekningin tryggir ekki aðeins regluna í sessi, heldur á reglan virkni sína undantekningunni að þakka.15 Agamben notast við þessa greiningu í lýsingu sinni á því hvernig undantekningarástandið er bundið í sjálfan bókstaf laganna og þannig er tryggt að sjálft afnám laganna heyrir undir réttarríkið - í líki undan- tekningar. Á þennan hátt geta lögin haldið gildi sínu þó að virkni þeirra hafi verið slegið á frest. Hér er komið það sem Agamben á við með formgerð innlimandi útilokunar. En sú staðreynd að undantekningarástandið er bundið í lagabókstafinn virðist bera með sér að ekkert geti gengið út fyrir ramma laganna á róttækan hátt. Þar er komin þverstæða fullveldisins sem Agamben reynir að „ráða“ á sama hátt og gátu. Agamben skrifar: „Reglan á við undantekninguna með því að hún á ekki við hana, með því að hörfa frá henni“.161 þessari „hörfun“ eða „eftirsetu" finnur Agamben þann þátt þar sem lífinu er komið fyrir innan skipanar stjórnvaldsins.17 Verkefni stjórnmála í vændum verður þá að leggja drög að áhrifaríkri gagnaðgerð sem beinist gegn slíkri hörfun. Þverstæðueðli undantekningarinnar, flökt hennar milli hins innra og hins ytra, og sá eiginleiki laganna að halda gildi sínu þó að þeim hafi verið slegið á frest, eru stef sem Agamben vekur ítrekað máls á í skrifum sínum. En hvernig á að taka á þessari þverstæðu í pólitískri starfsemi? Afstaða Agambens er róttæk hvað þetta snertir. Skoðun hans er í grundvallaratriðum sú að örvænting okkar hafi ekki ver- ið nægilega djúp. Með öðrum orðum leggur hann til að við göngum lengra í ör- vilnun okkar. Agamben heldur því fram, og beitir þar bragði sem heita má dæmi- gert fyrir hann, að leiðin til að sleppa undan flöktinu milli reglu og undantekningar felist í því að gera sér grein fyrir að undantekningin sé í raun engin undantekning. Ráði stjórnvaldið ávallt yfir þeim möguleika að koma á undantekningarástandi, þá er aðskilnaðurinn milli „venjulegs ástands" og „undantekningar" ekkert annað en „tilbúningur", tálsýn, sýndarveruleiki. Að vísu hefur tálsýn þessi afar áþreifan- legar afleiðingar. Ef til vill er það nú orðið ljósara hvers vegna Agamben heldur því fram, í áður- greindri tilvitnun, að pólitískt vald eins og við þekkjum það byggist á aðskilnaði. Við sjáum nú að umræddan aðskilnað ber að skilja sem áhrifaríkan tilbúning er skilur á milli reglu og undantekningar. Skoðun Agambens er sem sagt sú að sá tilbúningur að lögin geti mögulega misst mátt sinn leiki lykilhlutverk við viðhald þeirra.18 Agamben heldur því fram að þarna sé á ferðinni ákveðin tvíhöfða skepna 15 C. Schmitt, Political Theology, þýð. G. Schwab (Cambridge: MIT, 1985). 16 HS, s. 18. 17 Agamben þiggur hugtakið um „eftirsetuw frá Jean-Luc Nancy, en lýsir nauðsyn þess að sjá eftirsetuna íyrir sér „utan við hvers kyns hugmynd um lögin“, HS, s. 59. 18 SE, s. 87.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.