Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 126
124
Christian Nilsson
er lögmætt að gera ráð fyrir að Schmitt hafi lesið ritsmíð Benjamins þegar hún
kom út. Agamben leggur því til að við lítum á verk Schmitts eftir 1921 (ekki síst
Politische Theologie {Pólitíska guðfræði) frá 1923) sem tilraun til að draga máttinn úr
þeim óþægilegu möguleikum sem Benjamin lýsti.
Schmitt skilgreinir fullveldið sem þann aðila „sem sker úr um undantekning-
una“. Undantekningin er að hans mati áhugaverðari en hið venjulega tilfelli.
Undantekningin tryggir ekki aðeins regluna í sessi, heldur á reglan virkni sína
undantekningunni að þakka.15 Agamben notast við þessa greiningu í lýsingu
sinni á því hvernig undantekningarástandið er bundið í sjálfan bókstaf laganna
og þannig er tryggt að sjálft afnám laganna heyrir undir réttarríkið - í líki undan-
tekningar. Á þennan hátt geta lögin haldið gildi sínu þó að virkni þeirra hafi verið
slegið á frest. Hér er komið það sem Agamben á við með formgerð innlimandi
útilokunar.
En sú staðreynd að undantekningarástandið er bundið í lagabókstafinn virðist
bera með sér að ekkert geti gengið út fyrir ramma laganna á róttækan hátt. Þar er
komin þverstæða fullveldisins sem Agamben reynir að „ráða“ á sama hátt og gátu.
Agamben skrifar: „Reglan á við undantekninguna með því að hún á ekki við
hana, með því að hörfa frá henni“.161 þessari „hörfun“ eða „eftirsetu" finnur
Agamben þann þátt þar sem lífinu er komið fyrir innan skipanar stjórnvaldsins.17
Verkefni stjórnmála í vændum verður þá að leggja drög að áhrifaríkri gagnaðgerð
sem beinist gegn slíkri hörfun.
Þverstæðueðli undantekningarinnar, flökt hennar milli hins innra og hins ytra,
og sá eiginleiki laganna að halda gildi sínu þó að þeim hafi verið slegið á frest, eru
stef sem Agamben vekur ítrekað máls á í skrifum sínum. En hvernig á að taka á
þessari þverstæðu í pólitískri starfsemi? Afstaða Agambens er róttæk hvað þetta
snertir. Skoðun hans er í grundvallaratriðum sú að örvænting okkar hafi ekki ver-
ið nægilega djúp. Með öðrum orðum leggur hann til að við göngum lengra í ör-
vilnun okkar. Agamben heldur því fram, og beitir þar bragði sem heita má dæmi-
gert fyrir hann, að leiðin til að sleppa undan flöktinu milli reglu og undantekningar
felist í því að gera sér grein fyrir að undantekningin sé í raun engin undantekning.
Ráði stjórnvaldið ávallt yfir þeim möguleika að koma á undantekningarástandi,
þá er aðskilnaðurinn milli „venjulegs ástands" og „undantekningar" ekkert annað
en „tilbúningur", tálsýn, sýndarveruleiki. Að vísu hefur tálsýn þessi afar áþreifan-
legar afleiðingar.
Ef til vill er það nú orðið ljósara hvers vegna Agamben heldur því fram, í áður-
greindri tilvitnun, að pólitískt vald eins og við þekkjum það byggist á aðskilnaði.
Við sjáum nú að umræddan aðskilnað ber að skilja sem áhrifaríkan tilbúning er
skilur á milli reglu og undantekningar. Skoðun Agambens er sem sagt sú að sá
tilbúningur að lögin geti mögulega misst mátt sinn leiki lykilhlutverk við viðhald
þeirra.18 Agamben heldur því fram að þarna sé á ferðinni ákveðin tvíhöfða skepna
15 C. Schmitt, Political Theology, þýð. G. Schwab (Cambridge: MIT, 1985).
16 HS, s. 18.
17 Agamben þiggur hugtakið um „eftirsetuw frá Jean-Luc Nancy, en lýsir nauðsyn þess að sjá eftirsetuna íyrir sér
„utan við hvers kyns hugmynd um lögin“, HS, s. 59.
18 SE, s. 87.