Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 116
114
Giorgio Agamben
Að tilheyra algleymi
Að standa fyrir utan en tilheyra samt: þannig er staðfræðilegt íyrirkomulag und-
antekningarástandsins og vegna þess að handhafi fullveldisins, sem kveður á um
undantekninguna, er röklega skilgreindur með skírskotun til þessa sama fyrir-
komulags má einnig lýsa honum með því mótsagnakennda orðalagi „að tilheyra
algleymi“.
Árið 1990 hélt Jacques Derrida fyrirlestur í New York sem hét „Force de loi: Le
,fondement mystique de rautorité‘“.2 Erindið, sem var í raun lestur á ritgerð
Walters Benjamin „Framlag til gagnrýni valdsins" („Zur Kritik der Gewalt“),
varð kveikjan að miklum umræðum á meðal heimspekinga og lögspekinga. Sú
staðreynd að enginn hafi lagt fram greiningu á þeirri dularfullu forskrift sem
fyrirlesturinn var nefndur eftir er ekki aðeins til merkis um það mikla djúp sem
staðfest er á milli menningarheima heimspeki og laga, heldur vitnar hún einnig
um hnignun þess síðarnefnda. Orðasambandið „force de loi“ vísar til langrar
hefðar í lögum Rómaveldis og miðalda þar sem það merkir, almennt séð, „áhrifa-
mátt, getuna til að skylda mann“. En það er ekki fyrr en í nútímanum, á tímum
frönsku byltingarinnar, sem þetta orðasamband fer að eiga við um skýlaust gildi
þeirra samþykkta sem gerðar eru á löggjafarsamkomu fulltrúa þjóðarinnar. I
sjöttu grein stjórnarskrárinnar frá 1791 táknar „force de loi“ hið varanlega eðli
laganna sem handhafi fullveldisins getur hvorki fellt úr gildi né breytt.
Tæknilega séð er mikilvægt að átta sig á því að í bæði fornum og nýjum kenn-
ingum vísar „force de loi“ ekki til laganna sjálfra, heldur tilskipana sem hafa, eins
og felst í orðasambandinu, „lagalegt gildi“ - tilskipanir sem framkvæmdavaldið
hefur í vissum tilfellum heimild til að senda frá sér, og kemur það skýrast fram í
undantekningarástandinu. Hugtakið „force de loi“ sem tiltekið tæknilegt, laga-
legt hugtak skilgreinir mörkin á milli skilvirkni laganna og formlegs kjarna þeirra
sem tilskipanir og aðgerðir, sem hafa ekki formlega stöðu laga, þiggja þó mátt
sinn frá.
Rými lögleysunnar
Þessi ruglandi á milli aðgerða framkvæmdavalds og löggjafarvalds er óumflýjan-
legt einkenni undantekningarástands. (Öfgafyllsta dæmið er einræðisstjórn nas-
ista þar sem „orð Foringjans höfðu lagalegt gildi“, eins og Eichmann var óþreyt-
andi að benda á.) I nútíma lýðræðisríkjum er venjan orðin sú að lög eru sett með
tilskipun stjórnarinnar og síðan staðfest af þinginu. I dag er lýðveldið ekki þing-
ræðislegt. Það er stjórnræðislegt. En frá tæknilegu sjónarhorni er sérkenni und-
antekningarástandsins ekki endilega ruglandin milli þátta valdsins heldur það
hvernig máttur laganna er einangraður frá lögunum sjálfum. Undantekningar-
ástandið dregur markalínur svæðis innan laganna þar sem viðmiðið er í fullu gildi
en verður þó ekki beitt (þar sem það hefur engan mátt), og þar sem aðgerðir sem
2 [Eins og skýrist í framhaldinu er þessi titill margræður, en íslensk þýðing hans gæti verið „Máttur/gildi lag-
anna: Hinn .dularfulli grunnur valdsins".]