Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 82
80
Kristján Kristjánsson
Ég er að vísu ósammála skoðun Sókratesar og óheftri betrunarkenningunni um
refsingar sem af henni leiðir; ég tel að það að vita og vilja sé sitt hvað,16 að ill-
mennska skýrist einatt af því sem lögfræðingar kalla „einbeittan brotavilja" frem-
ur en vanskilningi eða krankleika og að samsláttur siðferðis og andlegrar heil-
brigði bjóði heim skaðlegri sjúkdómsvæðingu siðleysis, sem er eitt böl nútímans.17
En að svara Sókratesi á boðlegan hátt krefðist nýrrar og allt annarrar ritgerðar en
þeirrar sem Jón teflir fram fyrir mína hönd sem andstæðu hins sókratíska sjónar-
horns. Meðal annars þess vegna hæfir samanburður hans á þessum tveimur sjón-
arhornum ekki nema að hluta til í mark.
i-4
Jón amast ekki einungis við nytjahugsun, sem hann les út úr grein minni, af þeirri
ástæðu að hún stangist á við heilnæmari lífsskilning Sókratesar heldur einnig
vegna þess að hún brjóti í bága við hina kristnu hugmynd um ábyrgð sem mótað
hefur lífsskoðun kristinna þjóða (á borð við okkar). Jón vísar hér til þess sem kall-
að hefur verið hin „stranga ábyrgðarkenning“ nytjastefnunnar: um að maður beri
ábyrgð á öllum fyrirsjáanlegum afleiðingum aðgerða sinna og aðgerðaleysis. En
hver er hin kristna ábyrgðarhugmynd sem þessi kenning á að brjóta í bága við?
Þess er fyrst að geta að lúterska kirkjan, sem langa tíð hefur fóstrað Islendinga,
hefúr ekki offóðrað okkur á heimspeki. Ég kannast raunar ekki við neina skipu-
lega sér-lúterska hugmynd um ábyrgð fólks á gjörðum sínum nema helst þá að
enginn beri á endanum ábyrgð á því sem mestu máli skiptir í lífinu, það er eigin
sáluhjálp, heldur skrifist hún á guðlega náð. Kaþólska kirkjan hefur hins vegar
sett fram skýra kenningu um ábyrgð sem mótar afstöðu kaþólikka til ýmissa sið-
ferðilegra álitamála, svo sem líknardráps. Það er kenningin um tvenns konar af-
leiðingar verknaðar. Samkvæmt henni fer munur á afleiðingum ásetningsverka
eftir því hvort þær eru sjálfar „ætlaðar“, það er hluti af ásetningi gerandans, eða
einungis „fyrirsjáanlegar“. Við berum minni (eða jafnvel enga) ábyrgð á hinum
síðarnefndu: getum þannig leyst hendur okkar af afleiðingum sem ekki voru „ætl-
aðar“, svo fremi að hinar fyrirsjáanlegu afleiðingar sem beinlínis var stefnt að séu
lofsverðar. Þetta er vægast sagt umdeild kenning. Einn vandinn við hana er sá að
hún virðist geta leitt af sér niðurstöður sem síst eru huggulegri en þær sem tíðum
eru bornar upp á nytjastefnuna. í afbrigði Philippu Foot (sem ég nefni ögn í „Af
tvennu illu“) af eigin sögu um Þórð á stofú 6 má bjarga lífi fimmmenninganna á
stofú 7 með því að efla þar einhvern seið; eftir það risu þeir allir upp stálslegnir, en
fyrirsjáanleg afleiðing gjörningsins væri sú að skömmu síðar bærust eitraðar gufúr
inn á stofú 6 og bönuðu Þórði, sem ekki hafði verið unnt að flytja til. Þetta virðist
leyfilegt samkvæmt kenningunni um tvenns konar afleiðingar - enda er lát Þórð-
ar aðeins fyrirsjáanleg afleiðing, ekki „ætluð“- og er einmitt ástæða þess að Foot
16 Sjá t.d. grein mína „Að vita og vilja" í Þroskakostum.
17 Sjá t.d. F. Furedi, Therapy Culture: Cultivating Vulnerability in an Uncertain Age (London: Routledge, 2004).