Hugur - 01.01.2007, Page 82

Hugur - 01.01.2007, Page 82
80 Kristján Kristjánsson Ég er að vísu ósammála skoðun Sókratesar og óheftri betrunarkenningunni um refsingar sem af henni leiðir; ég tel að það að vita og vilja sé sitt hvað,16 að ill- mennska skýrist einatt af því sem lögfræðingar kalla „einbeittan brotavilja" frem- ur en vanskilningi eða krankleika og að samsláttur siðferðis og andlegrar heil- brigði bjóði heim skaðlegri sjúkdómsvæðingu siðleysis, sem er eitt böl nútímans.17 En að svara Sókratesi á boðlegan hátt krefðist nýrrar og allt annarrar ritgerðar en þeirrar sem Jón teflir fram fyrir mína hönd sem andstæðu hins sókratíska sjónar- horns. Meðal annars þess vegna hæfir samanburður hans á þessum tveimur sjón- arhornum ekki nema að hluta til í mark. i-4 Jón amast ekki einungis við nytjahugsun, sem hann les út úr grein minni, af þeirri ástæðu að hún stangist á við heilnæmari lífsskilning Sókratesar heldur einnig vegna þess að hún brjóti í bága við hina kristnu hugmynd um ábyrgð sem mótað hefur lífsskoðun kristinna þjóða (á borð við okkar). Jón vísar hér til þess sem kall- að hefur verið hin „stranga ábyrgðarkenning“ nytjastefnunnar: um að maður beri ábyrgð á öllum fyrirsjáanlegum afleiðingum aðgerða sinna og aðgerðaleysis. En hver er hin kristna ábyrgðarhugmynd sem þessi kenning á að brjóta í bága við? Þess er fyrst að geta að lúterska kirkjan, sem langa tíð hefur fóstrað Islendinga, hefúr ekki offóðrað okkur á heimspeki. Ég kannast raunar ekki við neina skipu- lega sér-lúterska hugmynd um ábyrgð fólks á gjörðum sínum nema helst þá að enginn beri á endanum ábyrgð á því sem mestu máli skiptir í lífinu, það er eigin sáluhjálp, heldur skrifist hún á guðlega náð. Kaþólska kirkjan hefur hins vegar sett fram skýra kenningu um ábyrgð sem mótar afstöðu kaþólikka til ýmissa sið- ferðilegra álitamála, svo sem líknardráps. Það er kenningin um tvenns konar af- leiðingar verknaðar. Samkvæmt henni fer munur á afleiðingum ásetningsverka eftir því hvort þær eru sjálfar „ætlaðar“, það er hluti af ásetningi gerandans, eða einungis „fyrirsjáanlegar“. Við berum minni (eða jafnvel enga) ábyrgð á hinum síðarnefndu: getum þannig leyst hendur okkar af afleiðingum sem ekki voru „ætl- aðar“, svo fremi að hinar fyrirsjáanlegu afleiðingar sem beinlínis var stefnt að séu lofsverðar. Þetta er vægast sagt umdeild kenning. Einn vandinn við hana er sá að hún virðist geta leitt af sér niðurstöður sem síst eru huggulegri en þær sem tíðum eru bornar upp á nytjastefnuna. í afbrigði Philippu Foot (sem ég nefni ögn í „Af tvennu illu“) af eigin sögu um Þórð á stofú 6 má bjarga lífi fimmmenninganna á stofú 7 með því að efla þar einhvern seið; eftir það risu þeir allir upp stálslegnir, en fyrirsjáanleg afleiðing gjörningsins væri sú að skömmu síðar bærust eitraðar gufúr inn á stofú 6 og bönuðu Þórði, sem ekki hafði verið unnt að flytja til. Þetta virðist leyfilegt samkvæmt kenningunni um tvenns konar afleiðingar - enda er lát Þórð- ar aðeins fyrirsjáanleg afleiðing, ekki „ætluð“- og er einmitt ástæða þess að Foot 16 Sjá t.d. grein mína „Að vita og vilja" í Þroskakostum. 17 Sjá t.d. F. Furedi, Therapy Culture: Cultivating Vulnerability in an Uncertain Age (London: Routledge, 2004).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.