Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 65
Listin á tímum tækninnar
63
eins og þeir birtast, en reyndar ekki eins og þeir birtast einstaklingnum eða hinni
persónulegu sýn, heldur almennri eða óeinstaklingsbundinni sjón. Ljósmynda-
vélin sjálf er í þessum skilningi ópersónulegt auga sem sér veruleikann og býr til
eftirmynd af honum. Kodak-vélin er myndlistarmaður nútímans. Þetta hefur í
för með sér þær breytingar á skilyrðum listsköpunar að í stað þess að myndsköp-
unartæknin sé á færi fárra útvalinna, sem afla sér kunnáttu og tækni með strangri
og langri þjálfun, verður hún nú tækni sem hver sem er getur haft á valdi sínu.
Tæknin fer frá því að vera á fárra færi yfir til fjöldans. Hver sem er getur nú búið
til myndir; listamenn í hinum hefðbundna skilningi eru í rauninni úreltir:
En hver bylting hefir átt sér stað innan þjóðfélagsins með þessum fram-
förum, verður ljósast séð af því, að þar sem áður voru einkum gerðar
andlitsmyndir af páfum, konungum, hertogum og hyski þeirra og oft af
allmiklum vanefnum, þá getur nú hver daglaunapiltur eignast sæmilega
Kodak-vél og tekið mjög fullkomnar myndir af stúlkunni sinni, bæði
eins og hún lítur út í sunnudagakjólnum og öðruvísi. (176-177)
Halldór tekur fyrr í ritgerðinni dæmi um það sem lesandinn getur skoðað sem
átakanlegan misskilning listamanns á þessum nýju aðstæðum, þar sem lista-
maðurinn leigir sér fyrirsætu, tekur síðan af henni „fjölda ljósmynda frá ýmsum
hliðum, í einni stellingunni annari annkannalegri. Síðan ætlaði hann að velja þá
stellinguna til málunar, sem bezt ljósmyndaðist“ (163).
Eftirlíkingarkenningin gegnir ekki aðeins lykilhlutverki í greiningu Halldórs á
þætti tækninnar í þróun listsköpunar í samtímanum, heldur er hún líka megin-
forsendan fyrir samanburði Halldórs á stöðu ljósmyndarinnar í nútímanum við
stöðu málverksins á fyrri öldum. Hér er það hugmyndin um sanngildi mynda sem
er í fyrirrúmi. Eftirmyndin á að vera eins fullkomin og sönn eftirmynd fyrir-
myndarinnar og mögulegt er. Samband eftirmyndarinnar og fyrirmyndarinnar er
einhvers konar samsvörun: Eftirmyndin svarar í öllum atriðum til fyrirmyndar-
innar. Þessi samsvörunarkenning er næsti bær við samsvörunarkenninguna um
sannleikann. Þar sem eðli myndlistarinnar er eftirlíkingin og tilgangur hennar að
gefa sem fullkomnasta mynd af viðfangsefni sínu, þá miða ljósmyndir af fólki að
sama marki og andlitsmyndir Rembrandts á sínum tíma: Að gefa mynd af pers-
ónunni eins og hún er. Halldór orðar það svo að ljósmyndirnar hafi sama sann-
gildi og málverkin. I rauninni er markmið myndlistarinnar að kalla fram sömu
hughrif hjá áhorfandanum og áhorfandinn yrði fyrir við að sjá og upplifa hlutinn
sjálfan. Myndin er ekki bara eftirmynd veruleikans, hún er líka staðgengill hans.
Þessi afstaða kemur skýrt fram í ummælum Halldórs um landslagsmyndir. Þær
eru sem sé líka orðnar úreltar. En meginástæðan fyrir því að landslagsmyndir eru
orðnar úreltar er ekki sú sem við gætum búist við, sem sé að ljósmyndavélin hafi
leyst trönurnar, strigann og penslana af hólmi, þó að það sem gildir um portrett-
myndir hljóti vissulega einnig að gilda um landslagsmyndir. Meginástæðan er sú
að nú eigum við kost á því að upplifa hlutinn sjálfan í stað eftirmyndar hans. Með
betri bflum er unnt að keyra upp í sveit og njóta landslagsins sjálfs í staðinn fyrir