Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 130

Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 130
128 Christiati Nilsson nú þegar. Hugmynd mín er sú að þessa breytingu á sjónarhorni megi skilja sem tilfærslu milli ólíkra hátta á því að vera í tíma. Stjórnmálin „í vændum" varða reynslu okkar af nútíðinni. Með skírskotun til áður ívitnaðrar áttundu greinar Benjamins um söguspeki, sem er Agamben jafn mikilvæg og raun ber vitni, get- um við spurt: hvaða „söguhugtak" gæti sprottið af þeirri uppgötvun að undan- tekningareðli undantekningarástandsins sé tilbúningur? Þegar í fyrstu bók sinni, Innihaldslausi maðurinn frá 1970, skrifar Agamben: „I augum mannsins er dómsdagur alltaf þegar runninn upp: dómsdagur er eðlilegt hlutskipti hans í sögunni, og sú tálsýn að hann sé enn í vændum hlýst af engu öðru en ótta hans við að horfast í augu við hann. [...] markmiðið er þegar til staðar og af þeim sökum er leiðin þangað ekki til.“30 Þannig skrifar Agamben á öðrum stað að „merking byltingarinnar" sé aldrei bundin við að breyta heiminum, heldur feli hún líka - og sér í lagi - í sér að breyta tímanum.31 I ritgerð sem Benjamin skrifaði árið 1915 má þegar sjá glögg merki um viðleitni hans til að móta sérstæða gagnrýni á þá söguspeki sem lítur á tímann sem línu og reynir að leggja mat á það hversu hratt eða hægt okkur gengur að þróast eftir henni. I andstöðu við slíka sýn á söguna reynir Benjamin að móta skilning á nú- tímanum sem „ástandi þar sem sagan virðist þjappast saman í einum brenni- punkti“. Benjamin skrifar: „Grunnþættir hins endanlega ástands birtast ekki sem formlausar framfaratilhneigingar, heldur standa þeir djúpum rótum í nútíðinni á hverjum tíma, í líki þeirra hugmynda og afurða hins skapandi huga sem eru í mestri hættu, verða fyrir ákafastri gagnrýni og vekja mestan aðhlátur. Hið sögu- lega verkefni felst í því að opinbera þetta íbyggna fullkomnunarástand og gera það algilt, sýnilegt og ráðandi í nútíðinni."32 Að mínu mati er þarna komin stefnuskrá sem Agamben hefur tekið í arf. Af þessum sökum reyna rit hans í senn að vekja upp og leggja stund á „messíaníska“ umbreytingu í skilningi Benjamins: „Hinn messíaníski heimur er heimur yfir- gripsmikils og heildstæðs samtímaveruleika [...].Tungumál hans er heildstætt lausamál. [...] Hugmyndin um lausamál stenst á við hina messíanísku hugmynd um almenna sögu.“33 * Til að slá botn í greinina hyggst ég leggja fram túlkun á messíanisma Benjamins og Agambens sem byggir á náinni skoðun á textabroti Benjamins um guðfræði og stjórnmál. Túlkun minni á þessum texta er ædað að varpa ljósi á það hvernig Agamben reynir að rjúfa hið almenna undantekningarástand á sérstakan hátt. Grunnstef í textabroti Benjamins er sú skoðun að ekki sé til nein söguleg og veraldleg virkni sem leiði til hins messíaníska ríkis. Sögulega og veraldlega atburði 30 G. Agamben, The Man without Content, þýð. G. Albert (Stanford: Stanford University Press, 1999), s. 113 o.áfr. 31 /C, s. 91. Sjá einnig G. Agamben, „The Time that is Left“, Epoché, vol 7, nr 1, 2002. Fyrirliggjandi á wvvw. pdcnet.org/pdf/agamben.pdf. 32 W. Benjamin, Ihe Life of Students, þýð. R. Livingstone, Selected Writings, 1. bindi (Cambridge, Mass.: Belknap Press, 2004), s. 37. 33 W. Benjamin, „Das dialektische Bild“, Gesammelte Schriften L3 (Frankfhrt am Main: Suhrkamp, 1991), s. 1238.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.