Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 66
64
Gunnar Harðarson
myndar af því. Og það er ekki nauðsynlegt að eiga neitt tryllitæki til þess; hver
verkamaður getur eignast bíl og notið landslagsfegurðar:
Nú geta ekki að eins efnaðir kaupstaðabúar ekið upp til sveita og notið
fagurra sýna, hvenær sem þá lystir, heldur hefir - a.m.k. í þessu landi -
hver óbreyttur verkamaður bifreið og benzín, og þegar hann kemur frá
vinnu á kvöldin sezt konan hans við stýrið og ekur hann ioo mílur upp
til sveita, (kanski) meðan aftanskinið leikur sér um fjöll og dali af slíkri
prýði, að yfirgengur öll málverk. (185)
Ef fagmennska á borð við kunnáttu listmálara fyrri tíðar ætti að geta haldið áfram
á einhverju sviði myndgerðar, þrátt fyrir þá staðreynd að handhægar ljósmynda-
vélar og ódýrar bifreiðar hafi gert listmálarana úrelta, þá er það svið auglýsing-
anna. Auglýsingarnar eru myndlist nútímans: Þær höfða til þarfa nútímamanna,
sem eru líkamlegar, á sama hátt og fyrri trúarleg myndlist höfðaði til andlegra
þarfa. Halldór tekur dæmi af Palmolive sápuauglýsingu máli sínu til stuðnings og
ber hana saman við helgimyndir miðalda. Svokölluð æðri myndlist er á hinn
bóginn sneydd öllu almennu gildi: Hún er löngu úrelt, enda vandlega falin á
söfnum.
I hnotskurn má segja að afstaða Halldórs til myndlistar sé þessi: Myndlist er
eftirlíking. Markmið listmálarans er að ná fram sem fullkomnastri eftirlíkingu
myndefnisins. I því skyni hefur hann beitt þeim tækjum og tólum sem hann
hefur yfir að ráða. Fram að þessu hafa það einkum verið blýantur og pensill en nú
hefur tækniþróunin gert fyrri aðferðir úreltar og þar með hann sjálfan. Ljós-
myndir og kvikmyndir taka við af málverkum og almenningur tekur við hlutverki
sérmenntaðra listmálara.
I formála annarrar útgáfu Alþýðubókarinnar, sem kom út 1945, segir Halldór um
þessa ritgerð: „Um aðra grein í þessu safni, greinina um myndlist, er það að segja,
að hafi mér nokkurntíma verið full alvara með henni, þá á ég bágt með, nú, að líta
á hana öðruvísi en málflutníngsplagg, tilorðið af margra ára fróðlegum kapp-
ræðum við listamenn vini mína í ýmsum löndum, þar sem einhver varð altaf að
taka að sér að vera advocatus diaboli“.4 Hann dregur sem sagt í land frá fyrri
skoðunum, kannski til þess að styggja ekki vini sína listmálarana, en á hitt ber
einnig að líta að í skrifum hans um Kjarval, um áratug eftir að Alþýðubókin kom
út, er viðhorf hans til myndlistar orðið alveg andstætt því sem hér hefur verið
rakið. En skoðanir Alþýðubókarinnar eru þrátt fyrir það allrar athygli verðar, ekki
síst í ljósi þess að ein víðfrægasta ritgerð í listfræði 20. aldar rær á mjög svipuð
mið. Hér á ég við ritgerð Walters Benjamin um listaverkið á tímum fjöl-
földunar.5
4 Halldór Kiljan Laxness, Alþýðubókiti, 3. útg., Reykjavík, 1949, bls. 7-8.
5 Walter Benjamin, „Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar", þýð. Árni Óskarsson og Örnólfur Thorsson,
í Walter Bcnjamin, Listaverkið á timum Jjöldaframleiðslu sinnar: Þrjár ritgerðir, ritstjóri Hjálmar Sveinsson,
Reykjavík, 2000, bls. 10-43.