Hugur - 01.01.2007, Side 192
190
Davt'ð Kristinsson
Þrátt fyrir að Emerson tali víða lofsamlega um einstaklinga úr lægstu stéttunum
kveður þó tíðum við annan tón:
A götum úti fyllist maður kaldhæðni. Mennirnir sem við mætum eru
ruddalegir og tornæmir. [...] Mannkynið skiptir sér í tvo flokka, vel-
gjörðarmenn og óbótamenn. Seinni flokkurinn er stór, sá fyrrnefndi telur
aðeins fáeina. [...] Fjöldinn er ruddalegur, lélegur, ófullgerður, skaðlegur
í kröfum sínum og áhrifum. Hann á ekki að skjalla heldur mennta. Ég
ætla ekki að jánka honum heldur temja hann og þjálfa, tvístra honum og
gera úr honum einstaklinga. Vankanturinn á góðgerðarstarfi er sá að
mannslífin sem þú ert beðinn um að varðveita eru ekki þess virði. Fjöld-
inn! Fjöldinn er ógæfan. Ég vil alls engan fjölda heldur einungis falslausa
menn, einungis yndislegar, elskulegar, fuflgerðar konur, og engan urmul
af spaðalúkum, baunaheilum, ginþambandi kvensokkavefurum eða slæp-
ingjum. Kynni ríkisstjórnin ráð til þess vfldi ég sjá hana yfirfara íbúana í
stað þess að fjölga þeim. Þegar hún nær tökum á hinum sönnu lögmál-
um sínum um aðgerðir verður sérhverju mannsbarni hampað sem ómiss-
andi. [...] Náttúran getur af sér fimmtíu lélegar melónur á móti einni
góðri, og hristir heilan haug af kvistóttum, maðkétnum, óþroskuðum,
smávöxnum súreplum úr tré áður en þú finnur tylft af eftirréttareplum.
[...] Hvað mannkynið snertir er náttúran ánægð ef hún afrekar að búa
til einn meistara á aldarfresti.170
Eða jafnvel árþúsundarfresti: „Á einni öld, á einu árþúsundi, einn eða tvo menn,
þ.e.a.s. eina eða tvær nálganir hins rétta ástands sérhvers manns.“171 Svipaðar fifll-
yrðingar finnum við hjáThoreau og Nietzsche sem skrifar: „Þjóð er ekkert annað
en lykkja sem náttúran leggur á leið sína til að ná sex eða sjö stórmennum."172
I ljósi þessa kann einhver að spyrja hvort þeir sem fullyrða að sama úrvals-
hyggjan einkenni Nietzsche og Emerson hafi ekki á réttu að standa. Er þetta ekki
sambærileg fyrirlitning á lágstéttunum og jafnvel daður við mannkynbætur? Þó
svo að ætlunin sé ekki hvítþvo Emerson virðist eftirfarandi ábending Róberts
Haraldssonar um fyrirlitninguna eiga, með ákveðnum fyrirvara, ágætlega við
Emerson þótt hún eigi síður vel við Nietzsche. Eins og fyrr segir álítur Róbert
skrif „ólíkra hugsuða um hjörðina [...] ekki [þurfa] að vera illkvittin [...] Grund-
völlur slíkrar gagnrýni er að einstakflngurinn getur sjálfur sagt skilið við hjörðina
með því að breyta hugsunarhætti sínum eða lífsmáta" (FA 21).173 Þetta á mætavel
170 Emerson, „Considerations by the Way“, Essays and Lectures, ritstj. Joel Porte, New York: Library of America,
1983, s. 1079-1096, hér s. 1080-1082.
171 Emerson, „The American Scholar", SWE 240.
172 Nietzsche, Handan góðs og ills, §126.
173 I tímariti íslenskra únítara (Heimir 1905, s. 150) kveður einni öld fyrr við svipaðan tón hjá Sigtryggi
Ágústssyni í greininni ^Mikli maðurinn undirstaða menningarinnar": „Þrátt fyrir það, að margir af mestu
mönnum heimsins hafa látið í ljós lítilsvirðingu fyrir fjöldanum, þá hafa þeir ekki þar með meint, að neita
mannréttindum almúgans. [...] SchiUer sagði, að hver einstaklingur hafi svona þolanlega skynsemi, en þegar
þessir einstaklingar komi saman í hóp, verði þeir undir eins að heimskingjum."