Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 170
168
Davíð Kristinsson
marks um trúna á úrvals-mannkyn og æðri þjóðfélagshóp. Lýðræðið er
til marks um vantrú á stórmennum og samfélagi úrvalsins: „Allir eru
eins.“ „I raun erum við öllsömul sérplæginn búpeningur og skríll.“46
A öðrum stað tekur Nietzsche afstöðu með þeim sem hafa „aðra trú, við sem lít-
um ekki aðeins á lýðræðishreyfinguna sem hnignunareinkenni á skipan stjórn-
mála, heldur að hún verði einnig til þess að manninum sjálfum hnigni, hann
smækki og verði meðalmennsku og siðferðilegri gengisfellingu að bráð“.47 Ein
birtingarmynd þessarar lýðræðislegu hnignunar var að mati Nietzsches krafa
kvenna um jafnrétti og kosningarétt.48
Víða í skrifum Emersons má finna gagnrýnan tón í garð þáverandi lýðræðis.
Honum fannst til dæmis flokkalýðræðið sjaldnast ýta undir það að hæfustu
stjórnmálamennirnir kæmust til valda og gagnrýndi þá sem tóku iðulega ákvarð-
anir sem tryggðu þeim flest atkvæði í stað þess að fylgja eigin sannfæringu. Auk
þess átti Harvard-stúdentinn Emerson erfitt með ófágaða framkomu margra
talsmanna demókrataflokksins, flokks hinna fátæku. En þrátt fyrir að hann gripi
oft til skammaryrða hafði hann að endingu meiri samkennd með hugsjónum
demólcrata en hinna fágaðri fulltrúa repúblikanaflokksins. Þótt þannig megi víðs-
vegar hjá Emerson sjá gagnrýni á ríkjandi lýðræði var hann ólíkt Nietzsche fylgj-
andi lýðræðishugsjóninni og jafnréttishugsjóninni sem henni fylgir.49 Olíkt
Nietzsche var Emerson þeirrar skoðunar að ef konur sæktust eftir kosningarétti
ætti að ganga að kröfum þeirra. Þótt Emerson og Thoreau hafi álitið þáverandi
lýðræði (og menn þess tíma) vera smælki sjálfs sín,50 óralangt frá fyrirheiti sjálf-
stæðisyfirlýsingarinnar („Þið verðið að gerast [...] ykkar eigin sjálfstæðisyfirlýs-
ingar“51), eru þeir fjarri þeirri afstöðu Nietzsches að lýðræði sé hnignunarfyrirbæri
sem valdi því að hinn sanni einstaklingur víki óhjákvæmilega fyrir hjarðverunni.
Auk þess litu þeir elcki á lýðræði sem hnignunareinkenni á skipan stjórnmála.
Réttnefnt lýðræði var í huga þeirra beggja til marks um framfarir fremur en
hnignun, enda samræmdist það einstaklingshyggju þeirra. Síðla árs 1834 hripar
Emerson hjá sér: „Undirrót og frjókorn lýðræðisins er kennisetningin: Leggðu
sjálfur mat á hlutina. Berðu virðingu fyrir sjálfum þér. Það eru óhjákvæmileg áhrif
þeirrar kennisetningar, þar sem hún hefur einhver áhrif yfirhöfuð (sem er óal-
gengt), að hún einangri flokksmanninn og geri sérhvern mann að ríki.“52 Enda
þótt lærlingur hans, Thoreau, væri einnig gagnrýninn í garð ríkjandi lýðræðis leit
46 Nictzsche, Werke in drei Bánden, 3. bindi, s. 438-439. Hér eins og víðar notar Nietzsche dýralíkingu í niðrandi
skilningi um hugmyndir lýðræðissinna, en ekki til þess að minna á að maðurinn sem sh'kur sé dýr.
47 Nietzsche, Handan góðs og ills, §203.
48 Sjá sama rit, §239.
49 Svipaða túlkun á afstöðu Emersons til lýðræðis finnum við víða í skrifum Stanleys Cavell; cinnig hjá Martin
Mohrdiek, Demokratie bei Emerson, Bcrlín: Junker und Diinnhaupt, 1943, s. 29. Þótt rit Mohrdieks sé áhugavert
bcr það þó á köflum merki þess að vera skrifað í Þýskalandi þjóðernissósíalismans. Þrátt fyrir titilinn finnum
við lítið um afstöðu Emersons til lýðræðis í grcin Johns Dewey, „Emerson. Philosopher of Democracy“, The
Middle Works III, London/Amsterdam, 1977, s. 184-192.
50 „Man is the dwarf of himself." Emerson, „Nature", Selected Writings of Ralph Waldo Emerson (hér eftir SWE),
ritstj. William H. Gilman, New York, 2003, s. 181-224, hér s. 221.
51 Emerson, „The Fugitive Slave Law“ (7. mars 1854), Emersons Antislavery Writings, ritstj. Len Gougeon og Joel
Myerson, London: Yale University Press, 1995, s. 83.
52 Journals of Ralph Waldo Emerson 1820-1872,3. bindi, s. 369-370 (23. nóv. 1834).