Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 11
Andlegt lýðveldi án kreddu
9
Það er mjög athyglisvert að þú skulir spyrja svona því ég sat aldrei í einum einasta
tíma hjá þeim kennara sem var í uppáhaldi hjá mér! Þannig að þarna er eins kon-
ar mótsögn [hlær\. En sá kennari sem hefur haft mest áhrif á mig er James Con-
ant. Hann kom til starfa við háskólann í Pittsburgh þegar ég var að klára doktors-
námið en ég kynntist honum vegna þess að hann var í doktorsnefndinni minni.
Ahrifin sem hann hafði á mig má öll rekja til tveggja manna tals okkar sem hófst
veturinn 1992—1993 og hefur staðið með hléum til dagsins í dag. Conant kom að
vísu til Islands og hélt námskeið um Wittgenstein vorið 2000 og sat ég það
námskeið.
Conant hefur ríkan skilning á því að nemendur þurfa tíma til að skoða hlutina
og fá botn í þá á eigin forsendum. Kennarinn má ekki vera með svörin á reiðum
höndum. Að vísu held ég að margir heimspekingar séu sammála honum um að
gefa verði nemendum kost á að gera eigin uppgötvanir, en svo er undir hælinn
lagt hvort þeir haga í reynd kennslu sinni í takt við þennan skilning. Conant er
einn þeirra sem lifa í samræmi við þetta boðorð um að efla sjálfstæði nemandans:
hann fer hægt yfir, gerir kröfu um að þú hugsir sjálfstætt, finnir eigin rödd ...
Þannig aðpér hefurfundistpúfá tímafyrir hugsanirnar?
Já, tíma til að leyfa hugsununum að koma fram og þróast. Mér dettur í hug orða-
lag frá William James. Hann talar um „andlegt lýðveldi" þar sem við viðurkenn-
um sjálfstæði hvers annars. Segja má að andlegt lýðveldi feli í sér það sem kalla
mætti hands o^afstöðu. Maður leyfir öðru fólki að móta og þróa sínar hugmyndir
og er ekki alltaf með svörin á reiðum höndum.
En erpá kannski ástæðan fyrirpví aðpetta er uppáhaldskennarinn pinn sú að hann
kenndipér aldrei? Heldurðu aðpessi viðleitnigangi upp íkennslu?
Já, þessi mótsögn hefur leitað á mig. Ég kynnti hann fyrir áheyrendum á fyrirlestri
sem hann hélt á þingi í Bandaríkjunum, þennan kennara minn. Þá nefndi ég ein-
mitt þessa mótsögn, að ég virtist vera að segja að hann sé uppáhaldskennarinn
minn af því að hann hefði aldrei kennt mér neitt! \Hlær\ En ég held að þessi
mótsögn sé tiltölulega auðleyst. I leiðsögn við ritgerðasmíð felst heilmikil kennsla:
þá er verið að fara yfir efni og kenna fólki aðferðir. Hér skiptir öllu máli sú grunn-
afstaða, sem einkennist af þolinmæði, að nemendur fái tækifæri til að láta hlutina
malla og gerjast.
Nú er hluti af pínu starfi eins og heimspekinga almennt að kenna mikið. Hver erpin
hugsun varðandipað, gengurðu útfrá einhverri kennslufræði?
Ég hef nú ekki reynt að orða mína kennslufræði, en ef ég ætti að gera það ef svo
má segjaýw stáendefod þá væri það í fyrsta lagi að halda sig við smáatriðin, skýr-
ingarnar, og að stóru hlutirnir komi þá kannski svolítið af sjálfu sér, að vera ekki
bara að blaðra um ægilega stórar línur, heldur að vera með fólki í röksemdafærsl-
unni og skýringunum, smáatriðunum, myndlíkingunum. Annað atriði er svo að
reyna, þótt erfitt sé, að lifa í samræmi við boðorðið um sjálfstæði nemandans sem