Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 108
106
Jörg Volbers
meðferð hneigjast til þess að þvinga þessari takmörkun upp á sanna þekkingu.
Þeir hafna þeirri hugmynd að til séu fost viðmið sem sjálfsveran getur notað í
heimspekilegri leit sinni að grundvelli þekkingarinnar. Þar með játa þeir strax í
byrjun að þeir hafi alltaf verið hlutdrægir. Leitin að óhlutdrægri, tærri þekkingu
stafar af þeirri tálsýn að til sé þekking óháð sjálfsveru; tálsýn sem gengur út frá
hinni ómögulegu stöðu utan tungumálsins. Hrein fræðikenning sem hjálpar okk-
ur að hrekja ranga notkun skynseminnar er ekki til. Hin eina sanna vísindalega
eða heimspekilega aðferð er ekki til. Nauðsynlegt er að ganga ætíð til heimspeki-
legra rannsókna sinna með gagnrýnum huga og hafa hugfast að í hinni gagnrýnu
afstöðu geti enn leynst tálsýnir um merkingu. Þar með verður prófun þekking-
arinnar að iðju sem er hvorki lokið né hægt að ljúka, gagnrýni verður umfram allt
að afstöðu til sjálfs sín.
Þar eð heimspekin tekur á sig mynd sjálfsrýni (allt frá tímum Kants) er engin
þörf á því að takmarka sig við æðstu og elstu viðfangsefni heimspekinnar - hið
sanna, hið góða og hið fagra. Þótt meðferðartúlkun Tractatus stígi ekki þetta skref
virðist í fullu samræmi við hana, úr því að hún krefst sjálfsrýni, að taka líka ápreif-
anlegar aðstæður sjálfsverunnar sem stundar heimspeki með í myndina. Þar sem
þekking á skynjun er aldrei til óháð sjálfsverunni getur sjálfsveran ekki heldur
skotið sér algjörlega undan sambandi sínu við skynjunina. Hún verður með öðr-
um orðum að takast á við eigin sjálfsveruleika. Hér liggur beint við að velta fyrir
sér samfélagslegri og sögulegri stöðu Wittgensteins - en það leiðir hugann að
Foucault sem gerði þá kröfu að líta á sjálfsveruleika manna í tengslum við sam-
félagsleg áhrif og stöðu í sögunni.25
Umbylting sjálfsverunnar. Meðferðartúlkunin spyr ekki að merkingu eða merk-
ingarleysi setninga almennt, heldur einbeitir hún sér að tengslum sjálfsverunnar
við setningarnar. Innsæið sem sá lesandi sem skilur Tractatus á að öðlast er því
hvorki nýr hæfileiki né ný þekking, heldur umbylting tengsla hennar við setn-
ingarnar. Við fyrstu sýn virðist þetta ekki standa í neinni mótsögn við þá hug-
mynd að heimspeki sé fræðikenning - á endanum þjónar fræðikenning líka þeim
tilgangi að veita þeim sem stunda hana nýja sýn á heiminn og sjálfa sig.
Meðferðartúlkunin hefur engin viðmið sem hægt er að nota til að draga fram
muninn á ástandi mála fyrir vel heppnaða meðferð og ástandinu eftir hana.
Vandamálin „hverfa“, eins og Wittgenstein segir sjálfur (6.521), og úr þeim leysist
með því að engar vísindalegar spurningar kalla lengur á svör (6.52). Sjálfsveran
getur ekki snúið sér til vísindanna, heldur þarf hún að umbylta tengslum sínum
við sjálfa sig og átta sig þá meðal annars á því að leit hennar stafi af þrá sem ekki
er hægt að uppfyUa.
Þá yfirlýsingu Wittgensteins að vandamálin muni hverfa ber þó einungis að
hta á sem hugsjón. Andspænis þeirri staðreynd að sjálfsveran getur ekki fundið
neina ytri vissu fyrir því að hún hafi sloppið undan tálsýnum sínum, stendur hún
ítrekað frammi fyrir þeirri sömu áskorun og upphaflega rak hana til að stunda
25 Þannig má skilja greiningu Foucaults (í „Quest-ce que la critique?") á þann veg að auk rannsóknar á þekk-
ingunni þurfi alltaf að hafa í huga þau öfl sem móta það hvernig hún verður til. Þetta er ekki söguvæðing
kantískrar gagnrýni, heldur afleiðing þess að henni er hafnað.