Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 40
38
David Hume
honum tilfmningalega, kemur í ljós að í reynd er langtum erfiðara að ganga úr
skugga um málið í fyrra tilfellinu en hinu síðara. Kenningar í fræðilegri heim-
speki og djúphugsuð guðfræðikerfi hafa ráðið ríkjum á einu tímabili. A næsta
tímaskeiði hefur þessum kenningum og kerfum almennt verið kollvarpað. Menn
hafa áttað sig á fáránleika þeirra. Aðrar kenningar og kerfi hafa komið í þeirra
stað, sem aftur viku fyrir þeim sem á eftir komu. Og engu hefur reynst hættara til
umbyltinga tilviljunar og tísku en þessum yfirlýstu úrskurðum vísindanna. Hið
sama á ekki við um gersemar mælskulistar og skáldskapar. Sannar tjáningar
ástríðna og eðlis ná örugglega, eftir stuttan tíma, hylli almennings og njóta hennar
um aldur og ævi. Aristóteles, Platon, Epikúros og Descartes kunna að láta undan
síga hver fyrir öðrum, en Terentíus og Vergilíus halda óskoruðu, óumdeildu valdi
yfir hugum manna. Hin fræðilega heimspeki Cícerós hefur sett ofan. Eldmóð-
urinn í mælsku hans vekur enn aðdáun okkar.
Þótt smekkvísir menn séu fátíðir er auðvelt að þekkja þá í samfélaginu á því
hve skilningsgáfa þeirra er heilbrigð og á því hve hæfileikar þeirra bera af öllum
öðrum. Áhrifastaðan sem þeir ná stuðlar að útbreiðslu þess líflega hróss sem þeir
taka á móti snilldarverkum með og gerir það almennt ríkjandi. Margir menn,
þegar þeir eru einir og út af fyrir sig, hafa ekki nema óljóst og vafasamt fegurðar-
skyn en geta samt notið fagurs handbragðs sem þeim er bent á. Hver sá er snýst
til aðdáunar á hinu raunverulega skáldi eða ræðumanni veldur því að einhverjir
nýir taki sinnaskiptum. Og þótt fordómar kunni að ríkja um sinn sameinast þeir
aldrei í því að lofsyngja einhvern keppinaut hins sanna snillings, en láta loks
undan síga fyrir afli náttúrunnar og réttri tilfinningu. Þess vegna er það svo að
enda þótt siðmenntaðri þjóð kunni hæglega að skjátlast í vali á sínum dáða heim-
spekingi hefur hún aldrei haft lengi rangt fyrir sér í ást sinni á eftirlætishöfúndi
söguljóðs eða harmleiks.
En þrátt fyrir alla viðleitni okkar til að ákveða mælikvarða á smekk og sam-
ræma hinn sundurleita skilning manna eru samt eftir tvær uppsprettur fráviks
sem nægja reyndar ekki til að rugla öllum mörkum milli fegurðar og ljótleika en
munu oft duga til að framkalla mun á lofi okkar og lasti. Önnur uppsprettan er
ólíkt lunderni einstakra manna, hin er sérstakir siðir og skoðanir tímabils okkar
og lands. Hinar almennu reglur smekks eru einsleitar í mannlegu eðli. Þar sem
dómar manna eru mismunandi má venjulega merkja einhvern galla eða brenglun
í hæfileikunum, sem stafar annaðhvort af fordómum, æfingarskorti eða skorti á
næmi; og réttmæt ástæða er til að leggja blessun sína yfir einn smekk og fordæma
annan. En þar sem fjölbreytninni í hinni innri gerð eða ytri aðstæðum er þannig
háttað að hún er öldungis vammlaus á báðar hliðar og gefur ekkert svigrúm til að
taka aðra fram yfir hina, þá er viss fjölbreytni í dómum óhjákvæmileg og við leit-
um árangurslaust að mælikvarða sem við getum samræmt hin gagnstæðu viðhorf
með.
Ungur maður, með heitar ástríður, er væntanlega næmari fyrir ástleitnum og
blíðlegum myndum en eldri maður sem hefur ánægju af viturlegum, heimspeki-
legum hugleiðingum um breytni í lífinu og hófstillingu ástríðna. Um tvítugt kann
uppáhaldshöfúndurinn að vera Óvídíus, um fertugt Hóras og um fimmtugt ef til