Hugur - 01.01.2007, Side 40

Hugur - 01.01.2007, Side 40
38 David Hume honum tilfmningalega, kemur í ljós að í reynd er langtum erfiðara að ganga úr skugga um málið í fyrra tilfellinu en hinu síðara. Kenningar í fræðilegri heim- speki og djúphugsuð guðfræðikerfi hafa ráðið ríkjum á einu tímabili. A næsta tímaskeiði hefur þessum kenningum og kerfum almennt verið kollvarpað. Menn hafa áttað sig á fáránleika þeirra. Aðrar kenningar og kerfi hafa komið í þeirra stað, sem aftur viku fyrir þeim sem á eftir komu. Og engu hefur reynst hættara til umbyltinga tilviljunar og tísku en þessum yfirlýstu úrskurðum vísindanna. Hið sama á ekki við um gersemar mælskulistar og skáldskapar. Sannar tjáningar ástríðna og eðlis ná örugglega, eftir stuttan tíma, hylli almennings og njóta hennar um aldur og ævi. Aristóteles, Platon, Epikúros og Descartes kunna að láta undan síga hver fyrir öðrum, en Terentíus og Vergilíus halda óskoruðu, óumdeildu valdi yfir hugum manna. Hin fræðilega heimspeki Cícerós hefur sett ofan. Eldmóð- urinn í mælsku hans vekur enn aðdáun okkar. Þótt smekkvísir menn séu fátíðir er auðvelt að þekkja þá í samfélaginu á því hve skilningsgáfa þeirra er heilbrigð og á því hve hæfileikar þeirra bera af öllum öðrum. Áhrifastaðan sem þeir ná stuðlar að útbreiðslu þess líflega hróss sem þeir taka á móti snilldarverkum með og gerir það almennt ríkjandi. Margir menn, þegar þeir eru einir og út af fyrir sig, hafa ekki nema óljóst og vafasamt fegurðar- skyn en geta samt notið fagurs handbragðs sem þeim er bent á. Hver sá er snýst til aðdáunar á hinu raunverulega skáldi eða ræðumanni veldur því að einhverjir nýir taki sinnaskiptum. Og þótt fordómar kunni að ríkja um sinn sameinast þeir aldrei í því að lofsyngja einhvern keppinaut hins sanna snillings, en láta loks undan síga fyrir afli náttúrunnar og réttri tilfinningu. Þess vegna er það svo að enda þótt siðmenntaðri þjóð kunni hæglega að skjátlast í vali á sínum dáða heim- spekingi hefur hún aldrei haft lengi rangt fyrir sér í ást sinni á eftirlætishöfúndi söguljóðs eða harmleiks. En þrátt fyrir alla viðleitni okkar til að ákveða mælikvarða á smekk og sam- ræma hinn sundurleita skilning manna eru samt eftir tvær uppsprettur fráviks sem nægja reyndar ekki til að rugla öllum mörkum milli fegurðar og ljótleika en munu oft duga til að framkalla mun á lofi okkar og lasti. Önnur uppsprettan er ólíkt lunderni einstakra manna, hin er sérstakir siðir og skoðanir tímabils okkar og lands. Hinar almennu reglur smekks eru einsleitar í mannlegu eðli. Þar sem dómar manna eru mismunandi má venjulega merkja einhvern galla eða brenglun í hæfileikunum, sem stafar annaðhvort af fordómum, æfingarskorti eða skorti á næmi; og réttmæt ástæða er til að leggja blessun sína yfir einn smekk og fordæma annan. En þar sem fjölbreytninni í hinni innri gerð eða ytri aðstæðum er þannig háttað að hún er öldungis vammlaus á báðar hliðar og gefur ekkert svigrúm til að taka aðra fram yfir hina, þá er viss fjölbreytni í dómum óhjákvæmileg og við leit- um árangurslaust að mælikvarða sem við getum samræmt hin gagnstæðu viðhorf með. Ungur maður, með heitar ástríður, er væntanlega næmari fyrir ástleitnum og blíðlegum myndum en eldri maður sem hefur ánægju af viturlegum, heimspeki- legum hugleiðingum um breytni í lífinu og hófstillingu ástríðna. Um tvítugt kann uppáhaldshöfúndurinn að vera Óvídíus, um fertugt Hóras og um fimmtugt ef til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.