Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 135
Ótti á tímum öryggis
133
mannkynsins heldur hefur hann að öllum líkindum aukist. Tilgáta þessarar rit-
gerðar er sú að ótti og óöryggi hafi aukist og breyst í umskiptunum frá nútíma til
eftirnútíma í kjölfar þess að formgerð og framleiðsluhættir kapítalísks samfélags
tóku breytingum (í kringum 1970). Þetta hefur haft áhrif á einstaklingana, sjálfs-
verurnar, og samskipti þeirra lúta annarri rökvísi en áður. Fylgifiskur þessara
breytinga er að ótti og óöryggi gegna nú auknu hlutverki í skipan valdsins, valds-
ins yfir lífinu: lífvaldsins. Samhliða aukinni framleiðslu á ótta og óöryggi hefur
öryggisneysla farið vaxandi í kapítalískum samfélögum eftirnútímans.
I „Eftirmála um stýringarsamfélög"3 dró franski heimspekingurinn Gilles Del-
euze í stuttu máli útlínur nýrrar tegundar sjálfsveru sem er stýringarsamfélögum
eftirnútímans eiginleg: staklingurinn (dividual) sem sker sig í lykilatriðum frá
hinum „sjálfráða“ einstaklingi (individuat) ögunarsamfélaga nútímans. I eldri
grein, „Af nýju lífvaldi", fjallaði ég lítillega um þessa nýju gerð af sjálfsveru í
tengslum við breytingar sem áttu sér stað í líf- og genaiðnaði án þess þó að fjalla
nánar um staklinginn.4 Hér er ætlunin að fylla frekar upp í drög Deleuze út frá
sjónarhorni ótta og óöryggis sjálfsveranna. I þeim tilgangi gríp ég til hins áhrifa-
mikla verks þýska félagsfræðingsins.Ulrichs Beck (f. 1944) um Ahœttusamfélagid.
Þó svo að hugtakarammi Becks sé afar ólíkur þeim sem er að finna hjá hinum
hugsuðunum sem ég styðst við festir hann fingur á mörgum höfuðeinkennum
þeirrar róttæku einstaklingsvæðingar sem átt hefur sér stað í hinum vestræna
heimi undanfarna fjóra áratugi. Ætlun mín er ekki að taka kenningar Becks
ógagnrýnið upp heldur mun ég nota ákveðin stef úr þeim til að varpa frekara ljósi
á stakling Deleuze með hliðsjón af áhættum og áhættustjórnun og þar með ótta,
óöryggis- og öryggisframleiðslu. En við skulum byrja á því að setja staklinginn í
samhengi við lífvaldið sem hann stjórnast af.
Lífuald í nútíma og eftirnútíma
Fræðilegur grunnur og hugtakarammi þessarar ritgerðar er fenginn frá frönsku
heimspekingunum Michel Foucault og Gilles Deleuze, ítalska heimspekingnum
Antonio Negri og nemanda hans og samhöfundi, hinum bandaríska Michael
Hardt. Foucault setti fram og mótaði fyrstur hugmyndina um lífvald5 6 en þeir
síðarnefndu fylgdu henni eftir með greiningum á áframhaldandi þróun lífvalds-
ins: Deleuze með hugmyndinni um umskiptin frá ögunarsamfélögum til stýringar-
samfélagaý Negri og Hardt með samsvarandi greiningu á færslunni frá fram-
leiðsluháttum nútímans til framleiðsluhátta eftirnútímans.7 Þrátt fyrir að ég hafi
áður gert þessum kenningum skil8 er rétt að skýra hér stuttlega lífvaldshugtakið
og ofangreind umskipti áður en lengra er haldið.
3 Gilles Deleuze, „Eftirmáli um stýringarsamfélög", þýð. Garðar Baldvinsson, Ritið 1/2002, s. 155-162.
4 Sjá Hjörleifiir Finnsson, „Af nýju L'fvaldi", Hugur (2003).
5 Sjá t.a.m. La volontéde savoir, 1. bindi, V. kafla, París 1976.
6 Sjá Deleuze, „Eftirmáli um stýringarsamfélög", Ritið (1/2002).
7 Sjá Antonio Negri og Michael Hardt, Empire, London 2000.
® Sjá Hjörleifur Fmnsson, „Af nýju lífvaldi", Hugur (2003).