Hugur - 01.01.2007, Side 31

Hugur - 01.01.2007, Side 31
Um mœlikvarðann á smekk 29 allra tíma eru á einu máli um að lofa réttlæti, mannúð, drenglyndi, hyggindi, sannsögli, og að lasta andstæðu eiginleikana. Jafnvel eru til skáld og aðrir höf- undar, allt frá Hómer til Fenelons, en verkum þeirra er aðallega ætlað að gera ímyndunaraflinu til geðs, sem innræta sömu siðareglurnar og lofa og lasta sömu dygðir og lesti. Þetta mikla samróma áht er venjulega eignað áhrifum skynsem- innar einnar sem í öllum þessum dæmum heldur fram svipuðum tilfinningum hjá öflum mönnum og kemur í veg fyrir þær deilur sem hin sérteknu vísindi eru svo mjög berskjölduð fyrir. Að svo miklu leyti sem þetta samróma álit er raun- verulegt má viðurkenna að þessi greinargerð sé fullnægjandi. En við verðum einnig að kannast við að einhvern hluta þess samræmis í siðferði sem virðist vera megi skýra út frá sjálfu eðli tungumálsins. Orðið dygð, og samheiti þess á öllum tungum, felur í sér lof, eins og orðið löstur felur í sér ámæli. Og enginn gæti, án þess að gerast sekur um hina augljósustu og grófustu smekkleysu, fest ámæli við orð sem almennt er skilið í góðri merkingu, eða lokið lofsorði á þar sem orðtakið útheimtir vanþóknun. Hinar almennu siðareglur Hómers, þar sem hann lætur einhverjar slíkar frá sér fara, verða aldrei véfengdar; en það er augljóst að þegar hann dregur upp sérstakar myndir af mannasiðum og lýsir hetjuskap hjá Akkillesi og hyggindum hjá Ódysseifi þá blandar hann langtum meiri grimmd í hetju- skapinn og slægð og svikum í hyggindin en Fenelon myndi leyfa. Hinn sami Ódysseifur hjá gríska skáldinu virðist hafa yndi af lygUm og uppspuna og beitir þeim án þess að nokkra nauðsyn beri til eða hann hafi gagn af. En hinn ráðvandari sonur hans, hjá franska söguljóðahöfundinum, leggur sig í bráðustu hættu frekar en að víkja frá ströngustu kröfum um sannleika og sannsögli. Aðdáendur og áhangendur Kóransins halda fast fram hinum ágætu siðareglum sem eru á víð og dreif í þessu frumstæða og fjarstæða verki. En það verður að gera ráð fyrir að arabísku orðin, sem samsvara þeim ensku, sanngirni, réttlæti, hófsemi, mildi, mannkærleikur, hafi verið þess eðlis, vegna stöðugrar notkunar þeirrar tungu, að þau hljóti ætíð að vera skilin í góðri merkingu, og það hefði borið vott um hina mestu fávisku, ekki í siðferði heldur í tungumáli, að hafa kaflað þessar dygðir öðrum nöfnum en þeim sem tákna hrós og velþóknun. En mundum við vita hvort hinn meinti spámaður hefði í raun og veru öðlast réttláta siðferðis- kennd? Gefum gaum að frásögn hans og við munum brátt komast að raun um að hann dásamar sflk dæmi um svik, mannvonsku, grimmd, hefnd og ofstæki sem eru með öllu ósamrýmanleg siðmenntuðu samfélagi. Engri fastri reglu um rétt virðist þar fylgt, og sérhver verknaður er lastaður eða lofaður einungis að svo miklu leyti sem hann er hinum sanntrúuðu til gagns eða skaða. Gildi þess að setja fram nákvæmar almennar reglur í siðfræði er reyndar mjög lítið. Hver sá sem mælir með einhverjum siðrænum dygðum gerir í raun ekkert meira en orðin sjálf gefa í skyn. Sú þjóð sem fann upp orðið kærleikur, og notar það í góðri merkingu, innrætti með skýrari og langtum áhrifaríkari hætti siða- regluna verið kærleiksrík en nokkur yfirlýstur löggjafi eða spámaður sem setti slíka lífsreglu í ritverk sín. Af öllum orðtökum eru þau sem ásamt annarri merkingu sinni fela í sér annaðhvort talsvert last eða lof síst líkleg tfl að afbakast eða mis- skiljast.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.