Hugur - 01.01.2007, Qupperneq 187
Milli Guðs ogjjöldans
185
frjór og opnað nýtt sjónarhorn á hugmyndir hvers hugsuðar íyrir sig. Hins vegar
virðist mér sumar samlíkingar Róberts á þessum hugsuðum síður grundvallast á
því hversu líkir þeir séu í raun en því að Róbert sjálfur leitar gjarnan að sömu
grunnsteijunum hjá þessum á margan hátt ólíku hugsuðum.
Tökum Emerson og Nietzsche sem dæmi. I túlkun Róberts hverfa flest sér-
kenni þeirra í fyrrnefndri formúlu. Ef við losum þá úr þessari samlíkingu Róberts
og spyrjum úr hvaða jarðvegi hugmyndir þeirra spruttu og gegn hverjum þeir
tefldu þeim, m.ö.o. hverjir voru „lifandi, mikilvægir og óhjákvæmilegir" and-
stæðingar þeirra, þá er svarið ekki það sama í tilfelli bandaríska únítarans og
þýska menntaaristókratans. Nietzsche blés lífi í áratugagamlar hugmyndir Emer-
sons og þróaði þær á annan veg. Nietzsche var ekki að vinna með „hreinræktaðar"
Emerson-hugmyndir heldur með Emerson-búta sem hann óf saman við aðra
búta svo úr varð litskrúðugur bútasaumur.1501 vefnaði Nietzsches glittir víða í
Emerson-búta en samhengið sem þeir urðu til í var annað og bútarnir því ekki
lengur sömu bútarnir og þeir voru í upphaflegu umhverfi sínu. I nýju umhverfi er
„sami“ búturinn í raun ekki lengur sá sami, „sömu“ hugtökin ekki lengur þau
sömu, „sama“ gagnrýnin ekki lengur sú sama.151 Emerson viðaði að sér bútum og
saumaði þá saman í því umhverfi sem ég hef reynt að varpa ljósi á með umijöllun
minni um Channing og transendentalistana. Meðal trúarlegra andstæðinga
þeirra voru kalvínskir rétttrúnaðarmenn og hugmyndir þeirra um spillt eðli
mannsins og fyrirfram ákvarðað úrval. Gegn þessu tefldu únítarar fram jákvæðri
afstöðu til mannsins og þroskamöguleika hans. Þeir börðust fyrir trúfrelsi ein-
staklingsins andspænis trúarjátningu kirkjustofnana. Yngri kynslóð únítara vildi
síðan ganga skrefi lengra í trúarlegri upplýsingu, en þetta sama skref álitu íhalds-
samir únítarar jafngilda brotthvarfi úr híbýlum kristinnar trúar. A sviði sam-
félagsmála börðust transendentalistarnir meðal annars fyrir kvenréttindum og
afnámi þrælahalds.
En hverjir voru „lifandi, mikilvægir og óhjákvæmilegir" andstæðingar Nietz-
sches? Talsmenn nútímahugmynda, lýðræðis- og jafnréttissinnar, anarkistar, sósí-
alistar, femínistar, þeir sem vildu frjálst samfélag án húsbænda og þræla. Getum
við í ljósi þessa gengið út frá því að Emerson-bútarnir hafi haldist óbreyttir eftir
að þeir voru komnir í bútasafn Nietzsches í for-lýðræðislegu Þýskalandi? Eru
Emerson og Nietzsche til dæmis báðir að reyna að endurvekja mikillæti í anda
Aristótelesar á 19. öld eins og Róbert ýjar að? Mér virðist að svo sé ekki. Vinna
Emersons með stórmennið er samtvinnuð hugleiðingum únítara um stöðu mesta
mikilmennis kristninnar sem fyrirmyndar. Þótt áhrif Emersons á Nietzsche séu
óumdeild eru hugleiðingar þess síðarnefnda um stórmenni og ofurmenni að ein-
hverju leyti samtvinnaðar öðrum markmiðum en þeim sem únítarinn Emerson
vann að. Hugmyndir Nietzsches spretta ekki úr baráttunni fyrir trúfrelsi hins
J5° Bútasaumslíkingin er fengin að láni frá Slcúla Sigurðssyni, „Sagnfræðingurinn fljúgandi og óravíddir tækn-
innar", 2. tslenska söguþingið jo. maf—i.júní2002. Ráðstefhurit /, ritstj. Erla Hulda Halldórsdóttir, Reykjavílc
Háskólaútgáfan, 2002, s. 268-285.
í kaflanum „Emerson und Nietzsche“ er Julius Simon meðvitaður um að samhljómur hugsuðanna sé eðli
málsins samkvæmt ekld jafn mikill og orðanna hljóðan. Sjá rit hans Ralph Waldo Emerson in Deutschland
(1851-19J2), Berlín: Junker und Dunnhaupt, 1937,s* 137-146, hér s- J4°-