Hugur - 01.01.2007, Page 213

Hugur - 01.01.2007, Page 213
Milli Guðs ogjjöldans 211 iðkir hugleiðingar á sviði vísinda og bókmennta. Dag nokkurn verður þér ljóst að sveitasetrið þitt ásamt gervöllu innbúinu sé staðsett í helvíti, og að réttmæti friðsældarinnar reynist hafa klaufir og hala — tapa þessir hlutir þá ekki skyndilega gildi sínu í þínum augum? [...] Eg geng niður að einhverri tjörninni okkar; en hvaða gildi hefur náttúrufegurðin þegar mennirnir eru auvirðilegir? Hver getur verið heiðríkur í landi þar sem stjórnendur og hinir stjórnuðu lifa í lögleysu? Minningin um þjóð mína spillir göngunni.2S2 Líkt og Emerson hellir Thoreau sér út í pólitíska baráttu til þess meðal annars að endurheimta ánægju sína af fegurð náttúrunnar. Aðra áherslu finnum við hins vegar í samanburði Róberts á Thoreau og George Orwell: „Báðir höfundar eru pólitískt ábyrgir og berjast gegn ofbeldi og misrétti en báðir gera sér grein fyrir hvernig pólitísk barátta og sú hugmyndafræði, sá lygavefur, sem gjarnan fylgir stjórnmálum, getur eyðilagt alla saklausa gleði okkar af lífinu og náttúrunni." (FA 47-48) Mér virðist Thoreau aftur á móti fara út í pólitíska baráttu gegn þrælahaldi og stríðsbrölti til þess að geta einmitt notið lífsins og náttúrunnar á ný. Eins og í tilviki Emersons er lífið í huga Thoreaus ekki gleði án fyrirvara líkt og túlkun Róberts lætur í veðri vaka: „Thoreau ræðir um að lífið sjálft sé gleði og það án fyrirvara! Að náttúran sé endalaus uppspretta gleði og unaðar, án fyrirvara! Hvernig er hægt að tala um frelsi, göfuglyndi og einfaldleika í svo andstyggileg- um heimi?“ (FA 42) Þegar Thoreau verður ljóst að hann lifir í andstyggilegum heimi er heiðríkja hans ekki fyrirvaralaus heldur sér hann sig, eins og Emerson, knúinn til að hefja pólitíska baráttu. ÞóttThoreau sé ekki gagnrýninn á sköp- unarverkið er hann, eins og komið hefur fram, gagnrýninn á mannfélagið að því leyti sem það brýtur í bága við lögmál skaparans. En þrátt fyrir að glæpir gegn mannkyninu aftri Thoreau þess að njóta menningar og náttúru finnur hinn vor- huga náttúruspekingur tákn vonarinnar í ilmi fyrstu hvítu vatnaliljunnar sem hann þefar uppi eftir langa bið. Blómið táknar hreinleika og yndisþokka sem sprottið getur upp úr aur jarðar: „Ilmur liljunnar minnir okkur á hvaða lögmál hafa ráðið ríkjum lengst og víðast, og gera það enn, og að sá tími mun koma þegar dáðir mannanna munu anga jafn yndislega.“253 Það að náttúran skuli ár hvert geta framkallað þennan ilm vekur þá von „að þrátt fyrir allt búi innra með manninum dygð sem er sniðin til að skynja ilminn og elska.“ Ospillt náttúran forðast mála- miðlarnir að hætti flóttaþrælalaganna. Hegðaðu þér því þannig að angan athafna þinna auki við alheimssæt- leika andrúmsloftsins, þannig að þegar við sjáum eða þefum uppi blóm, kafii það ekki fram minningar um það hve ósamkvæmar athafnir okkar eru þessum ilmi. Því sérhver ilmur er ekkert annað en nokkurs konar skilaboð um siðferðileg gæði, og ef réttlátar athafnir hefðu ekki verið viðhafðar, hefði liljan ekki sætan ilm. Slímdrullan táknar dugleysi og 252 253 Sama rit, s. 29-30. Thoreau, „Slavery in Massachusetts", s. 30.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.