Helgafell - 01.12.1942, Síða 157

Helgafell - 01.12.1942, Síða 157
BÓKMENNTIR 427 að á ýmis hindurvitni, er hann tilfærir, og biður stundum afsökunar á því, að hafa minnzt á slík- ar. hégóma. Flestir munu hafa ánægju af lestri þessa rits enn í dag, þótt það hafi nokkuð annað gildi fyrir oss en fyrir samtíðarmenn höfundar, og vér söknum þess, að hann skuli ekki hafa frætt oss um markverðari atburði. Þó er vel farið. að það kemur fyrir almennings sjónir. Mörg íslenzk rit frá liðnum öldum, sem hafa mikilsvert menn- ingarsögulegt gildi, hafa ýmist aldrei verið gef- in út eða gefin út þannig, að almenningur hefur þeirra ekki not. Þarna er mikilvægt verkefni fyr- ir fslenzka bókaútgefendur og menntamenn. Væri ekki ómaksins vert að gefa út í vandaðri þýðingu sum rit Arngríms lærða, svo að dæmi sé tekið? Eða ýmis rit Jóns lærða, einhvers hin3 merkasta sjálflærða fræðimanns, sem land vurt hefur alið? Um þýðinguna er ég ekki fær að dæma, :n málið á bókinni er vandað og viðkunnanlegt og hæfir vel efninu. Jónas Rafnar á þakkir skildar fyrir verk sitt og merkilegt fordæmi. Sjálfsagt stæði það öðrum menntamönnum nær en lækni að ráðast í slík verkefni. Simon Jóh. Ágústsson. Sæfarir og harðræði Jóhann J. E. Kúld: ÍSHAFSÆVIN- TÝRI, Akureyri 1939. — SVÍFÐU SEGLUM ÞÖNDUM, Akureyri 1940. - A HÆTTUSVÆÐINU, Akureyri 1942. Sú saga gengur, að eitt sinn hafi blaðamaður komið heim til skipstjóra nokkurs hér í bæ og beðið hann að segja sér nokkuð frá svaðilförum sínum. Skipstjórinn svaraði: ,,Af sjóferðum mín- um hef ég ekkert að segja". Blaðamaðurinn varð að fara við svo búið. Þessi saga, sem mun vera sönn, lýsir vel íslenzkum sjómönnum. Þeir eru hlédrægir, þeir eru yfirleitt fámálir um rcynslu sína og halda ævintýrum sínum lítt á lofti. En að þessu er eftirsjá. íslenzkir sjómcnn mættu gjarna sýna oss oftar inn í sinn heim og bregða upp fleiri myndum af starfi sínu og kjör- um cn þeir hafa gert hingað til. Fram úr þessari þögulu en mikilúðlegu fylk- ingu fslcnzkra sjómanna hefur Jóhann Kúld gengið og kvatt sér hljóðs. Frá barnæsku hefur hann ríka löngun til ab fást við ritstörf. „Mér er óhætt að fullyrða," segir hann, ,,að hefði ég métt búa mig undir ævistarf, eftir frjálsu vali, hcfði ég viljað verða rithöfundur. Atvikin hög- uðu því þó svo, að ég átti þessa ekki kost' . — Hann missir heilsuna og sér til dægradvalar sem- ur hann tvær fyrri bækur sínar. Sjúkdómurinn gaf honum tóm til að rita þær, annars hefðu endurminningar hans sennilega aldrei komizt i pappírinn. Jóhann hefur ótvírætt hæfileika til ritstarfa. Hann er athugull og frásögn hans er jafnan fjörleg. Hann bregður upp skýrum, lifandi mynd- um af mönnum og atburðum. Fyrsta bók hans, Ishafsœvintýri, er langbezt. Efni hennar er hugð- næmast og veigamest. Vér kynnumst þar töfr- um Norðurhafsins og dularblæ ísþokunnar. Vér bíðum með eftirvæntingu þess, sem gerast muni. Er. víða, þar sem efnið er ekki sögulegt, sést, að höfundur hefur ágæta frásagnargáfu, því að hann getur lýst hversdagslegri reynslu á skemmti- legan hátt. Málið á bókinni er mál sjómann- anna, blátt áfram og hispurslaust, en þó ekki hrjúft eða klúrt. En því miður hefur Jóhann tæplega vaxið sem rithöfundur við hinar seinni bækur sínar. Næsta bók hans, SvíJSu seglum þöndum, sem einnig fjallar um endurminning- ar hans frá „duggarabandsárunum", er miklu veigaminni að efni og málfar ekki eins vandað. í síðustu bók sinni, Á hœttusvœÖinu, nær hann sér ekki hejdur fyllilega á strik. Þó er bókin fyrir margra hluta sakir athyglisverð. Hún er lýsing á lífi íslenzkra sjómanna, er sigla nú um úthöfin, þar sem dauðinn getur leynzt undir hverjum bárufaldi. Sumir gera sér það ekki Ijóat, að sjómenn vorir stofna sér í jafnan háska og hermenn annarra þjóða. Frásögn Jóhanns getur vakið einhverja til skilnings á þessu. Jóhann getur þess í eftirmála að síðustu bók sinni, að sér hafi stundum dottið f hug að rita skáldsögu um atburði þá, sem hann hefur tekið þátt f og verið vitni að. Ég efa ekki, að hann hefði þarna efni í skáldsögu, en hins vegar er ég ekki viss um, hvort honum myndi takast jafn- vel, hvað þá betur að iita skáldsögur. Skáldlegir, rómantískir útúrdúrar koma fyrir í bókum Jó- hanns, en þcir eru yfirleitt ekki tilþrifamiklir. Honum lætur ótvírætt betur að lýsa atburðun- um og reynslu sinni blátt áfram. Skáldsaga kiefst annarrar byggingar en ferðasaga eða end- urminningar. Margir miklir rithöfundar, sem skrifa í listrænu formi, hafa aldrei samið skáld- sogu, og hins vegar eru sumar skáldsögur ekki á marga fiska frá Iistrænu sjónarmiði. Ég held, að Jóhanni fari bezt sá búningur, er hann hefur valið sér. Ef hann slakar ekki á kröfum til sjálfs sín, munu áreiðanlega margir lesa bækur þær, sem frá honum koma, sér til skemmtunar og hóðleiks. Simon Jóh. Ágústsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.