Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 7

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 7
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Örn Bjarnason Fylgt úr hlaði SfÐASTLIÐINN ÁRATUG HEFIR JÓHANN HEIÐAR JÓ- hannsson læknir annast fastan íðorðapistil í Lækna- blaðinu. Hér er um nýmæli að ræða, þó íðorðasmíð í læknisfræði eigi sér langa hefð hér á landi. Til er íslenzkur texti með þýðingum úr Liber herbarum, latneskum texta handbókar danska læknisins Henriks Harpestræng, sem var samtíma- maður Hrafns Sveinbjarnarsonar á Eyri. íslenzka handritið, sem varðveitt er í Trinity College í Dublin, er hins vegar frá lokum fimmtándu aldar, rúmri hálfri öld eldra en þýðing Odds Gottskálks- sonar á Nýja testamentinu. Yngri handrit sýna, að áfram rituðu Islendingar á móðurmálinu um lækn- ingar og vísindi og á upplýsingaöldinni var mál- verndarstefnan skýrt mörkuð. Á átjándu öld seig hins vegar á ógæfuhliðina. Kjartan G. Ottósson segir frá því í sögulegu yfirliti um íslenzka málhreinsun, að Guðmundur Björns- son, kennari við Læknaskólann og síðar landlækn- ir, hafi leitast við að setja íslenzk heiti í stað þeirra erlendu, en reyndin þó orðið sú, að lengi vel hafi læknar verið mjög tregir til að nota íslenzku orðin, jafnvel á prenti. Guðmundur birti árið 1916 í Læknablaðinu harða ádrepu um málfarið á mál- gagni læknastéttarinnar og taldi það þjóðarhneisu. Vilmundur Jónsson landlæknir, eftirmaður Guðmundar, var einnig frjór nýyrðasmiður og átti við um báða að orðasmíð þeirra var ekki bundin við læknisfræðina. Frá Vilmundi og samstarfs- mönnum hans komu meðal annars þýðingar á al- þjóðlegu sjúkdómaskránum. Eitthvað virðist hafa bögglast fyrir læknum að fylgja góðu fordæmi, því að árið 1955 telur Vilmundur málfari Læknablaðs- ins afar ábótavant og telur að máli lækna hafi stór- hrakað síðan 1916. Guðmundur Hannesson prófessor ræddi á fjórða áratugnum um það, að alþjóðleg menning hafi brotizt inn í landið og flætt yfir alla bakka og erlendu heitin, sem hafi fylgt, hafi verið margvís- lega brengluð og afskræmd í daglegu tali. Hann taldi að íslenzkað skyldi allt sem íslenzkað yrði og hann lagði ásamt Vilmundi Jónssyni grunninn að íðorðastarfi í læknisfræði. Áfram er þó við sama vanda að stríða, því sífellt bætast við erlend hugtök og heiti. Það er í ljósi þessa, sem mat verður lagt á framlag Jóhanns Heiðars. Mikilvægi þess felst í því, að hann veitir okkur innsýn í umræðu um íðorðasmíð í læknis- fræði og við fræðumst um það, hvernig má mynda ný íðorð og hvaða aðferðum er hægt að beita. í þessu yfirlitsriti sýnist mér kominn efniviður í kennslubálk í íðorðasmíðum. Eg las pistlana mér til gagns og ánægju jafn óðum og þeir birtust. Það var ekki fyrri en ég las yfir handritið í heild, að ég gerði mér grein fyrir því, hvílíka feiknavinnu Jóhann Heiðar hefir þegar Iagt í verkið. Hafi hann þökk fyrir frábært starf. Á Porra árið 2001 Læknablaðið / fylgirit 41 2001/87 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.