Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 19
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Hay fever og óþýdd orð l Þessi íðorðapistill hefst með afsök- unarbeiðni. Tilefnið er skipting nokkurra fræðiorða milli lína í lok síðasta pistils (FL 1990;86:16-7) og prentvillur í fyrri pistlum. Flestar villurnar eru augljósar og svo smávægilegar að ekki hefur verið talin ástæða til að birta leiðréttingar, en það er í raun og veru ekki fullnægjandi að svona stuttir pistlar séu ekki alveg réttir. Undirritaður og ritstjóri Fréttabréfsins taka sameiginlega á sig sök og lofa bót og betrun í vinnubrögðum við prófarka- lestur. Lyfjaauglýsing I sama hefti af Fréttabréfi lækna er pistill sem nefnist „Athugasemd við auglýsingu" og fjallar um íslenskun á enska heitinu hay fever (FL 1990;86:6). Það er ástæða til að þakka fyrir hugvekjuna og um leið að benda þeim, sem setja saman eða þýða lyfjaauglýs- ingar og annað læknisfræðilegt efni, á að nota íðorðasafn lækna. í þessu tilviki hefði það þó ekki endilega dugað. Höfundur athugasemdarinnar bendir á að þýð- ingin í íðorðasafninu „er ekki alls kostar rétt“. Hay fever er þar þýtt sem frjónœmi, en heppilegra er að nota það orð um það ofnæmisástand sem er fyrirboði sjúkdómsins, en ekki um sjúkdóminn sjálfan. í skýringu með þessari þýðingu kemur reyndar fram að um ofnœmiskvef er að ræða. Síðan er vísað í samheitið pollcnosis, en það er þá þýtt sem heymœði og aftur vísað í hay fever! Þýð- endum fræðiorða er því vorkunn þegar jafnvel Orðanefndin fer svona að ráði sínu. Frjókvef Undirritaður vill taka undir tillögu Davíðs Gísla- sonar um að nota orðið frjókvef sem íslenskt heiti á hay fever. Hay fever er annars mjög óheppilegt heiti, eins og bent er á í athugasemd Davíðs, því að hvorki er við hey að sakast né um hita að ræða. Betra væri að nota önnur fræðiheiti til að forðast misskilning, svo sem pollen rhinitis eða pollen coryza. Sýklaheiti Rétt og skylt er að geta þess að í flestum lyfjaauglýs- ingum í umræddu hefti fréttabréfsins virðast höfund- ar íslenska textans gera sér far um að nota íslensk fræðiorð. Ekki er þó alls staðar fullt samræmi. Þó ekki sé ástæða til að íslenska sýklaheiti sem dregin eru af nöfnum útlendra manna, svo sem Moraxella og Neisseria, er auðvelt að íslenska heitin staphylo- coccus, sem er klasahnettla eða klasakokkur og streptococcus sem er keðjuhnettla eða keðjukokkur. Séu þessi heiti af einhverjum ástæðum hins vegar ekki íslenskuð, finnst undirrituðum ekki fara vel á því að láta þau taka íslenskum beygingarendingum nema einnig komi til hljóðrétt íslensk stafsetning. Þannig má minnast á virkni lyfja gegn stafýlókokkum eða streftókokkum. Gaman væri að heyra skoðanir annarra á þessu atriði. Að íslenska allt! ítreka verður að íslenska ætti allt sem hægt er með góðu móti að íslenska. Þannig er óþarfi að nota orð- in: clearance, sepsis og meningitis, íslenskar þýðingar þeirra eru vel þekktar. Lyfjaauglýsinganöldri lýkur með beiðni um að íslenskir stafir verði undanbragða- laust notaðir í íslenskum orðum, jafnvel þó að auglýs- ingar séu prentaðar hjá erlendum fyrirtækjum. Óþýdd orð I fyrri íðorðapistlum hafa stundum verið talin upp orð sem Orðanefndin hefur af einhverjum ástæðum ekki treyst sér til að þýða á íslensku. Þessi orð eru merkt með spurningarmerki í íðorðasafninu (ekki „spurningamerki" eins og misritaðist í síðasta pistli). Viðbrögð við beiðni undirritaðs um íslenskun hafa ekki verið alveg nægileg og læknar eru nú enn einu sinni hvattir til þess að spreyta sig á þessum fræði- orðum og hika ekki við að láta tillögur sínar flakka. Víst er að ýmsir kennarar læknadeildar nota oft íslensk fræðiorð í fyrirlestrum sínum og undirrituð- um finnst það óþörf hæverska að leyfa ekki starfs- bræðrunum og Iðorðasafninu að njóta þeirra til jafns við nemendur. Það er alltaf þörf fyrir tillögur, en fyrirfram getur enginn vitað hvað er gott og hvað ekki, hvað nær vinsældum og hvað fellur í gleymsku. Tillögur óskast I þetta sinn verður lýst eftir tillögum að þýðingum á fræðiorðunum: ablastemic, acentric, dyssocial, eut- hyroid, fibroelastosis, evisceration, hypoventila- tion, macrostomia, oral contraceptive, respiratory syncytial virus, splintcr hemorrhage, spot test og trichoepithelioma. FL1990; 8(7): 4 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.