Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 23

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 23
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 umritun erlendu heitanna og stafsetningu þeirra á íslenska vísu. Ljóst er að lyfjaheiti er almennt ekki hægt að þýða á íslensku svo vel fari, enda vafasamt að stirðlegar íslenskar þýðingar og fornleg heiti yrðu notuð í stað þeirra erlendu. Hvernig væri til dæmis hægt að þýða diazepamum eða aciduni acetyl- salicylicum svo að skiljanlegt yrði? Auk þess má gera ráð fyrir að þýðingar á heitum nýrra lyíja tækju oft meiri tíma en svo að þau næðu að festa sig í sessi áður en þau erlendu væru orðin mönnum munntöm. Umritun lyfjaheita Gert er því ráð fyrir að erlend lyfjaheiti verði ekki þýdd heldur umrituð þannig að þau fái á sig yfirbragð og útlit íslenskra orða og geti síðan meðal annars tekið íslenskum beygingum eins og samhengi textans kallar á. Þessi stefna er ekki ný af nálinni því að um nokkurt árabil hafa verið gerðar tilraunir með að stafsetja lyfjasamheiti á íslenska vísu. Til staðfestingar nægir að vísa í meðferð samheita í þeim íslensku lyfjabókum, sem út hafa komið á síðustu árum, og í Sérlyfjaskrá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins. Rétt er að taka þaö fram að hér er ekki gert ráð fyrir neinni umritun sérlyfjaheita, enda væri það sjálfsagt ólöglegt. Hitt er svo annað mál hvort ekki megi síðar taka upp þá stefnu að sérlyfjahciti fái íslenskan rithátt við skráningu þcirra á Islandi. Latnesku lyfjaheitin Gera má ráð fyrir að til grundvallar íslensku lyfja- heitunum megi leggja þau latnesku lyfjaheiti sem samþykkt hafa verið af Alþjóða heilbrigðismála- stofnuninni (WHO), svonefnd INN-nöfn (Inter- national Non-proprietary Names). Síðan verði þessi latnesku heiti umrituð til notkunar í íslenskum text- um eins og reglur eða venjur segja til um. Þó verður að gera ráð fyrir að ýmis almenn heiti verði þýdd, svo sem acidum og oleum, sömuleiðis heiti lyfjaflokk- anna samkvæmt ATC-kerfi (Anatomical-Therapeu- tical-Chemical Classification). Stefna verður að því að breyta lyfjaheitunum ekki meira en svo með um- ritun, að auðvelt verði að fletta upp í INN-skránni eða sambærilegum erlendum lyfjabókum. I mörgum heitum munu latneskar endingar falla niður og ís- lenskar koma í staðinn og nauðsynlegt getur orðið að velja sumum lyfjaheitunum kyn svo að þau geti tekið við ákveðnum greini og beygingarendingum. Hljóðrétt stafsetning Stafsetningu lyfjaheitanna verði hagað þannig að hún sé nánast hljóðrétt miðað við latínuna, en að sér- stakar venjur úr öðrum tungumálum, til dæmis ensku eða amerísku, fái ekki að ráða. Talið er að ritháttur latínu hafi upphaflega verið nánast hljóðréttur og því ætti þetta að geta tekist. Hitt er svo annað mál að ýmsar venjur hafa þegar skapast í framburði erlendra lyfjaheita hér á landi og vera má að í sumurn tilvikum verði að gera einhverja málamiðlun. FL 1990; 8(11); 7 Segulómskoðun Orðið segulómskoðun hefur nýlega komið fram sem þýðing á erlenda heitinu Magnetic Resonance Imaging (MRl). Hér er annars vegar vísað til segulsviðs og hins vegar til samómunar eða samhljómunar eins og í erlenda orðinu. Gallar þessarar þýðingar eru þrenns konar: 1. Notað er samsett orð, sem er óæskilegt, þar sem þetta orð á eftir að nota í ýmsum samsetningum. 2. Tilvísun í óniun er óæskileg, þar eð hefð er þegar komin á orðið ómskoðun fyrir aðra tegund mynd- greiningar, það er sonographia, echographia. 3. Orðið ómun er óæskilegt í samsetningunni segul- ómun, þar sem hið eðlisfræðilega fyrirbæri magne- tic resonance tengist ekki hljóði nema í óeiginlegri merkingu, en ómun höfðar til hljóðs samkvæmt málvitund almennings. Magnetic resonance Við magnetic resonance rannsókn er sjúklingi stungið inn í risavaxinn, tunnulaga segul og er hann baðaður þar í sterku segulsviði. Það eru í raun rótcindir vetnis- frumeindanna í líkama sjúklings, sem skoðaðar eru við þessa rannsókn. Þar sem róteindir eru rafhlaðnar og snúast um öxul sinn eru þær sem litlir seglar. Staða þessara segla í segulsviði, og breytilegt orkustig, er forsenda þeirra boða, sem berast til nema tækisins. Boðmiðillinn er rafsegulöldur af þeirri bylgjulengd sem oftast flokkast undir útvarpsöldur. Inn í líkama sjúklings eru sendar útvarpsöldur af ákveðinni bylgju- lengd, endurvarp þeirra numið og tölva síðan látin byggja upp sneiðmynd. Róteindirnar endurvarpa raf- segulöldunum, en þessar eindir eru eins og litlar snældur eða snúðar, eins og fyrr segir. íslensk heiti Þar eð boðmiðillinn er útvarpsalda, væri hægt að tengja íslenskt heiti því fyrirbæri, en þar eð orðið útvarp er þegar tengt svo mörgu í nútíma þjóðfélagi, verður að telja það fullnýtt. Ef höfðað væri til róteind- anna, sem snúast um öxul sinn, væri hugsanlegt að mynda orð sem tengdust snældu, snúð eða spuna og þá væri til dæmis hægt að kalla rannsóknartækið rokk. Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.