Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 26
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Hvað er málstefna? I SÍÐASTA PISTLI VAR SPURT UM MÁLSTEFNU lækna og íslenskra heilbrigðisstofnana. Tilefnið var meðal annars grein sem undirritaður rakst á í bókinni Ævisögur orða, sem út kom hjá Almenna bókafélaginu 1986. Þar segir prófessor Halldór Halldórsson frá könnun sem hann gerði á afstöðu íslenskra stjórnmálaflokka til íslenskrar málstefnu. En hvað er þá íslensk málstefna? Látum tvær tilvitnanir í greinina svara þeirri spumingu. Greinin hefst með þessum orðum: „Orðið málstefna virðist vera til þess að gera nýlegt orð í íslenzku. Pað er ekki komið í helztu orðabœkur um íslenzkt mál. Sjálfur hef ég lítið notað það fyrr en á liðnum vetri - og þá að gefnu tilefni. Mér þykir trúlegt, að það sé eitis konar þýðing á dönsku sprogpolitik eða samsvarandi orðum úr Skandinavíumálum.u Þá segir prófessor Halldór: „Orðið œtti samkvœmt þessu að merkja „meginreglur í málfarsefnum", þ.e. hvort menn vilja eða hvernig menn vilja bregðast við vanda, sem menn telja, að steðji að eða kunni að steðja að í málnotkun, hvort menn vilja skipta sér af þróun málsins eða ekki og efmenn vilja það, þá á hvern hátt.“ Við lesturinn vaknaði sú hugmynd, að þörf væri á málstefnu á íslenskum heilbrigðisstofnunum og í heilbrigðisfræðadeildum háskólanna. Háskóli íslands Á fundi háskólaráðs Háskóla íslands, 25. október 1990, var fjallað um einn þátt þessa máls, íðorða- söfnun. Tvær samþykktir voru gerðar. Sú fyrri hljóðar þannig: „Háskólaráð beinir þeim eindregnu tilmœl- um til allra háskóladeilda að þœr vinni skipulega að því að til verði íslenskt íðorðasafn á kennslu- sviði deildarinnar. Líta skal á vinnu við íðorðagerð sem sjálfsagðan þátt í frœðastarfi kennara og sér- frœðinga í Háskóla íslandsL í síðari samþykktinni segir meðal annars: „Markmiðið með slíku starfi er að auðga íslenska tungu af frœðiorðum til þess að unnt verði að rœða og rita um vísindi og tœkni á íslensku. “ Þessar samþykktir eru gleðifrétt fyrir þá sem vilja efla íslenskt fræðimál. Hins vegar þarf að gefa gaum að því að íðorðasöfnun er ekki nema hluti af því, sem gera þarf, til að fræðilegar umræður á íslandi fari fram á íslensku. Stuðla þarf að því, að íslensku fræðiorðin verði starfsstéttunum svo töm að þau verði notuð í daglegu starfi. Áhrif skóla og opinberra stofnana eru mikil og nauðsynlegt er að þessir aðilar móti málstefnu þar sem tekin er af- staða til þess „hvort menn vilji skipta sér af þróun málsins eða ekki“ og ef svo er, „þá á hvern hátt. “ Læknafélögin Læknafélögin hafa að mestu tekið ómakið af lækna- deild Háskóla íslands hvað varðar söfnun íðorða í læknisfræði. Orðanefnd læknafélaganna var stofnuð 1983 og fyrsta útgáfa íðorðasafns lækna hefur litið dagsins ljós. Unnið er nú að þýðingum og orðasmíð í líffærafræði, vefjafræði og fósturfræði, en jafnframt er verið að leggja grunn að íðorðasöfnun í ýmsum sérgreinum. Og þá virðist komið að læknadeild og sjúkrahúsunum að móta stefnu í notkun þessa ís- lenska fræðimáls í daglegu starfi hjá starfsstéttum þeirra og nemendum. Æskilegt gæti verið að hefja það starf með því að setja fram vinsamleg tilmæli um: 1) að fundir og fyrirlestrar fari fram á góðri íslensku, 2) að í sjúkraskýrslum og öðru rituðu máli séu notuð íslensk fræðiorð, og 3) að daglegar umræður meðal starfsmanna og við sjúklinga og aðstandendur fari fram á íslensku. Eru nýir smitsjúkdómar á ferðinni? Sessat-veikin hefur farið um sjúkrahúsin eins og eldur í sinu á síðustu mánuðum. Ekki er vitað hvort um er að ræða smitsjúkdóm þar sem ekki hefur tekisl að einangra neinn sýkil. Umhverfismengun kemur til greina en vísbendingar um slíkt eru þó næsta fáar. Klínísk greining sjúkdómsins er hins vegar auðveld því að veikin kemur þannig fram, að orðskrípin „sessatu, „semsatu, „sensattu og í verstu tilfellum „sestu skjóta upp kolli í hröðum umræðum og erind- um manna, hvenær sem hikað er eða hlé verður á orðaflóði. Lítið er enn um fræðilegar rannsóknir á fyrirbærinu, en þó hefur komið í ljós að svipuð veiki, hefur stungið sér niður hjá ungu fólki. Hún lýsir sér þannig að orðskrípin „þúst,“ „þúúst“ eða „þúvst“ koma í ljós þegar hikað er í frásögn. Æskilegt væri að heyra frá læknum um útbreiðslu, sjúkdómsgang og batahorfur, en hvers kyns hugmyndir um varnir og verjur eru einnig vel þegnar. FL 1991; 9(3): 4 26 Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.