Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 38

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 38
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 version í sálarfræði, er þar útskýrt sem yfirfœrsla geðrœns vanda í líkamleg einkenni. Nafnorðið dis- order er meðal annars þýtt með orðunum kvilli, veila eða truflun og sögnin to disorder með ís- lensku sögnunum rugla, raska og trufla. Ekki virð- ist þó neitt betra að nota þessar þýðingar í sam- setningar til að tákna conversion disorder, til dæmis með heitunum umbreytingarkvilli eða yfirfœrslu- veila. Raunar læðist að manni sá grunur að soma- tization disorder og conversion disorder séu ekki sérlega góð heiti fyrir þau hugtök, sem lýst hefur verið hér að ofan og í fyrri pistli, og er þá varla við að búast að beinar þýðingar verði góðar! Miðtaugakerfið I febrúarpistlinum var sagt frá því að vinnu við þýð- ingu á Nomina Anatomica væri að ljúka. Af því tilefni verða birt hér nokkur orð úr því safni. Encephalon kallast heili en cerebrum hjarni eða stóri heili og cerebellum hnykill eða litli heili. Hemispherium verður hvel hvort sem vísað er í hjarnahvel eða hnykilhvel. I heilanum eru svo nokkur heilahólf eða heilahol (ventriculi) og eru þau klædd þelju (ependyma) á innra borði. Á ytra borði eru hins vegar hinar gamalþekktu heila- himnur (meninges), sem nú ber að kalla mengi. Heilahimnurnar eru bast (dura mater), skúm (arachnoidea mater), og reifar (pia mater). Grá- fylla og hvítfylla eru nokkuð liprar þýðingar á substantia grisea og substantia alba. Hins vegar á undirritaður erfitt með að venjast heitinu blað fyrir lobus, hvort sem um er að ræða heila eða lunga. Víst verður að viðurkenna að ennisblað (lobus frontalis) er lipurt heiti, en eftir stendur óljós tilfinning um að heilablað sé meira en blað í bók. Sumir læknar kalla lungnahlutana lappa, en er heilanum ekki óvirðing gerð með því að tala um hnakkalappai Á yfirborði hjarna er börkurinn (cortex) með gárum (gyri), glufum (fissurae) og skorum (sulci). Heilabrú (pons), mœna (medulla spinalis) og mœnukylfa (medulla oblongata) eru á sínum stað, en fram til næsta pistils geta menn velt því fyrir sér hvar finna megi semju og hjásemju. FL1992; 10(4): 4 Semja og hjásemja í SÍÐASTA PISTLI VORU TILGREIND NOKKUR dæmi um íslenskun fræðiorða úr mið- taugakerfinu og í lok pistils voru nefndar til sögunnar semja og hjásemja. í neðanmálsgrein á bls. 147 í 2. útgáfu Islenzkra líffæraheita Guðmundar Hannessonar segir orð- rétt: „Nafnorðið semja er ekki til ímálinu, en Hall- dór Halldórsson docent kastaði þessu nýyrði fram við mig. íslenzk heiti á sympathia byrja á „sam“ s.s. samúð, samhyggð og samkennd og systema nervos- um sympathicum hefur verið nefnt samkenndar- taugar og samlíðunartaugakerfi. Af „sam“ og lík- ingu við skreyja er semja dregið. Ég heftekið það upp í merkingunni sympathicus vegna nauðsynjar á að fá munntamt, stutt orð á þessu heiti, sem jafn- framt vœri auðvelt að nota í afleiddum myndum. Hnoðataug, hnoðtaug, hnútataug og fléttutaug, sem notuð hafa verið um n. sympathicus eru ekki sér- kennandi fyrir þessa taug eina og hafa þann ann- marka, að hnoða, hnoð o. s. frv. geta ekki staðið ein sér fyrir sympathicus, því að þá hafa þau allt aðra merkingu. “ Taugakerfi 5 Taugakerfinu (systema nervosum) er oftast skipt í tvær megindeildir: miðtaugakerfi (pars centralis eða systema nervosum centrale) og úttaugakerfi (pars peripherica eða systema nervosum peripherica). Nomina Anatomica bætir við þriðju deildinni, sjálf- virka taugakerfinu (systema nervosum autonomic- um), sem sumar aðrar heimildir telja hluta af úttauga- kerfi og nefna sjálfvirkan hluta (pars autonomica). Lýsingarorðið autonomos er komið úr grísku þar sem forskeytið auto- merkir sjálf, eigin- eða sam-, en nomos vísar í lögmál eða lög. Sá sem er autonomos lýtur því eigin lögmálum eða lögum, stjómar sér sjálfur, er sjálfstæður, óháður öðrum eða sjálfur virkur. Systema autonomicum hefur ýmist verið kallað sjálfvirka kerfið eða ósjálfráða kerfið. Þetta hefur stundum vafist fyrir nemendum í líffærafræði, því að fyrra heitið vísar í „sjálf“ kerfisins, það er að kerfið hafi eigin virkni og stjórni sjálft, en síðara heitið vísar í „sjálf“ mannsins, það er að kerfið sé óháð vilja mannsins og að meðvitað ráði hann ekki starfsemi þess. Tilraunir með lífræna afturverkun (biofeedback) hafa þó bent til ýmis konar vilja- stjórnunar, en það er önnur saga! Meginhlutar sjálfvirka kerfisins eru semja eða semjuhluti (pars sympathica) og hjásemja eða hjásemjuhluti (pars parasympathica). Forskeytið para- er komið úr grísku og merkir meðfram, hjá eða nœrri, og í líffærafræðiheitunum hefur verið farin sú leið að samræma þýðingar, eftir því sem kostur er, með forskeytinu hjá-, samanber hjámið- lœgur (paracentral) og hjákjarni (paranucleus). í fyrstu útgáfu íðorðasafns lækna er þessi samræm- ing hins vegar mun styttra á veg komin. Semja og hjásemja eru stutt og lipur orð, þó 38 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.