Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 40
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 tosis innhnýtlll eða beininnhnýfill. Undirritaður vill bæta því við, að endostosis er án efa svo sjald- gæft fyrirbæri að oftast er óhætt að nota orðin hnýfill eða beinhnýfill um exostosis. Hnýfill merkir, eins og flestir þekkja, 7. lítið horn (einkum á lambi) eða 2. yzti hluti stafns eða skuts á báti (Orðabók Menningarsjóðs). íslensk íðorð í læknisfræði Nokkur umræða fer nú fram um notkun íslenskra fræðiorða og myndun íðorða í læknisfræði. Greini- legt er að margir læknar hafa áhuga á að nota íslensk orð þegar þess er nokkur kostur og leggja sig fram um að gera það. Giktarlæknar eru til dæmis á þessu ári að vekja athygli á giktarsjúkdómum með því að skrifa um þá stuttar fræðslugreinar í dagblöð. Par kemur fram viðleitni til að nota íslensk heiti á sjúk- dómsfyrirbærum og er það til fyrirmyndar. Sömu- leiðis er kennsluefni, sem sett er saman fyrir nemend- ur í heilbrigðisfræðum, oftast vel úr garði gert hvað varðar íslenskun fræðiorða. Hins vegar er málfari mjög oft áfátt á fundum þeim sem haldnir eru á sjúkrahúsunum. Vissulega er erfitt að venja sig af slanguryrðum alls konar sem hafa verið mönnum munntöm á áralöngum starfsferli, en vel má gera kröfu til þess að í texta myndcfnis á slíkum funduni séu fyrst og fremst notuð íslensk fræðiorð og að erlendu fræðiorðin komi sern viðbót (til dænús í sviga) þegar þörf er á. Slík uppsetning þarf ekki að spilla skilningi. Tölvuvinnsla á texta og myndefni, svo sem á glærum, ætti einmitt að gera það auðvelt að hafa skipti á íslenskum fræðiorðum og erlendum. FL1992; 10(6); 4 Graphia - scopia í SÍÐASTA PISTLI VAR RÆTT UM GRÍSKA ORÐIÐ graphia sem notað er um ýmsar lœknisfrœðilegar greiningaraðgerðir sem fela í sér vélrœna skráningu á ákveðnum þáttum í starfsemi eða byggingu líffœra. Electrocardio- graphia, hjartarafritun, hjartalínuritun, skráir til dæmis feril rafspennubreytinga í hjarta, en chole- cystographia, gallblöörumyndataka, er röntgen- myndataka af gallblöðru og innihaldi hennar. Orðin sem notuð eru í íslensku læknamáli urn graphia eru þannig ritun og myndataka eða myndun. Síðari tvö orðin eru reyndar ekki birt í íðorðasafninu með upp- flettiorðinu -graphy, en þurfa að bætast við í næstu útgáfu. Líklegt er að tæknilegar framfarir muni bæta við nýjum aðgerðum af þessu tagi og þá þarf að vera á verði til að góð íslensk heiti komi fram þegar þörf er á. Holskoðun Langt er síðan farið var að skyggnast djúpt í mellingar- veg, öndunarveg og þvagveg manna, fyrst um hörð rör og síðan um sveigjanlegar slöngur. Með þessum aðferðum má horfa beint á innri slímhúðir og meta ástand þeirra og meinsemdir, taka sýni og beita ýmis konar staðbundinni meðferð. Nú eru læknar einnig farnir að brjóta leið fyrir þessi tæki gegnum heilt yfirborð og skoða líkamshol og líffæri, sem annars eru ekki opin sjónum þeirra. I gegnum slöngurnar má síðan lauma (renna) greiningar- og aðgerðartækjum af ýmsu tagi og framkvæma „lokaðar aðgerðir“ með minni fyrirhöfn og ekki síst með minni áhættu en hinar hefðbundnu „opnu aðgerðir". Þarna er svið sem einnig er þörf á að orðasmiðir og unnendur ís- lensks fræðimáls séu reiðubúnir að sinna, þegar þörf er á nýjum orðum í tilefni af nýrri tækni og nýjum tækjum. Scopia - speglun Orðið scopia er komið úr grísku (skopeo: skoða) og hefur verið tekið upp lítið breytt í mörgum málum, en á íslensku hefur orðið speglun hins vegar unnið sér vissa hefð, svo sem í samsetningunum blöðruspeglun, magaspeglun og ristilspeglun. Einnig hafa spegiltœki og spegilslanga náð vissri útbreiðslu, en heitið spegl- ari hefur þó ekki verið notað um þann sem speglun framkvæmir. Nýlega hefur orðið speglun verið gagnrýnt og því til stuðnings er á það bent, að ekki er um eigin- lega speglun að ræða, það er endurvarp myndar frá spegli. Það er nú það! - Undirritaður er ekki reiðu- búinn til þess að fara að endurlesa gömlu mennta- skólaeðlisfræðina til að geta sjálfur lagt fræðilegt mat á það, hvað er speglun og hvað ekki, enda bókin vafalítið fyrir löngu farin sína leið. Þó má benda á að orðið speglun hefur slundum fengið út- víkkaða merkingu og verið notað um endurvarp af öðru tagi. A Gamla Garði á sínum tíma léku stúd- entar leikinn „bobb“ og þá voru hundarnir oft „speglaðir“ af brúnum borðsins til að ná ákveðinni skotstefnu í erfiðri stöðu. Spegill er hlutur sem endurkastar ljósi (eða mynd) og má ekki segja að ljósleiðarar í slöngunum endurkasti ljósi (og mynd) þannig að líkja megi við spegil? Undirritaður telur sem sagt að orðið speglun, til dæmis magaspeglun, sé ekki alrangt í þessu sam- hengi, og þar sem það hefur náð mikilli útbreiðslu og er auðskiljanlegt, sé engin ástæða að láta það fyrir róða. I framhaldi af þessu má nefna tækin spegla, til dæmis magaspegil, kviðarspegil, og að- gerðirnar speglanir. 40 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.