Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 43

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 43
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Meira um hjástoð í SÍÐASTA ÞÆTTI VAR RÆTT UM EITT ORÐ ÚR ónæmisfræði, heitið á því fyrirbæri, sem á latínu kallast complementum og á ensku the complement system. Viðbrögð lesenda, ef einhver urðu, hafa enn ekki skilað sér til undirritaðs nema að litlu leyti. Þó hringdi prófessor Þorkell Jóhannesson að bragði og benti á að í bók sinni Sýklalyfjafræði I (útg. Bóksala stúdenta 1990) hafi hann notað heitið fulltingisprótein (á ensku complement factor). Þetta orð kvaðst Þorkell hafa notað í kennslu sinni um árabil. Undirritaður hafði þó ekki heyrt það áður og hefur engar upplýsingar um frekari útbreiðslu þess, enda er heitið óþarf- lega langt og fremur stirðlegt. Hitt ber að virða að þarna er gerð ærleg tilraun til að íslenska. Nokkrum dögum seinna birtist á sjónvarps- skjánum þáttur um Rannsóknastofu í ónæmis- fræði. Margt var þar vel sagt, en þó vakti það sér- staka athygli undirritaðs að ekki var gerð nein til- raun til að þýða heitið complement. Spyrja má: Hafa æðstuprestar ónæmisfræða gefist upp á því verkefni að fullgera (L. complere) íslenska orða- forðann? Það er þá af sem áður var, því að á fyrstu árum sérstakrar ónæmisfræðikennslu við lækna- deild Háskóla íslands var mikið um nýjar hug- myndir og djarfar tillögur um íslensk fræðiorð, jafnvel svo að mönnum þótti nóg um! Sýklalyfjafræöin Fyrrnefnd Sýklalyfjafræði prófessors Þorkels sýnist vönduð bók og ætti skilið að fá sérstaka umsögn og umfjöllun í Fréttabréfi lækna, eins og sennilega fleiri ritsmíðar kennara Háskólans. Hér verður þó látið duga að líta á nokkur orð í fyrsta kafla. Þar er á skil- merkilegan hátt gerð grein fýrir fjölmörgum orðum og grunnhugtökum sem varða sýkingar og sýklalyf. Fyrirbæri eins og sýkill, sníkill, smit, smitleið, smit- miðill, smitun, sýking, sótt og farsótt eru rækilega skilgreind og aðgreind. Þá er fjallað um sótthreinsun, smitvörn (antisepsis), smitgát (asepsis) og sœfingu (sterilization). Sumt má þó gagnrýna, til dæmis virð- ist mega skilja fyrstu orð kaflans þannig að enska orðið pathogen merki sýkill. Flestar orðabækur, þar með talið Iðorðasafn lækna, nota heitið pathogen í víðtækari merkingu sem hvers kyns sjúkdómsvaldur eða meinvaldur. Með samsetningunni pathogenic microorganism væri hins vegar ótvírætt vísað í sýkil, örveru, er veldur sýkingu. I sömu málsgrein koma fyrir orðin pathogenicity, sem ekki er að finna í Iðorðasafninu en vel mætti nefna meinhæfni (stytt- ing úr meinmyndunarhæfni), og virulence, sem þar er nefnt meinvirkni. íðorðasafniö Af þessu virðist nokkuð augljóst að höfundur hefur ekki notað Iðorðasafn lækna við þýðingar fræðiorða, að minnsta kosti er hvergi í það vísað. Undirrituðum finnst ástæða til að skora sérstaklega á alla kcnnara læknadcildar að nota íðorðasafnið sem viðmiðun og grundvöll íslcnskra þýðinga á fræðioröum og hugtökum í kcnnslugreinum sínum. Það hlýtur að vera bagalegt og lítt traustvekjandi fyrir stúdenta þegar sama hugtakið fær nýtt íslenskt heiti í hverri kennslugrein. Ef til vill getur Orðanefnd læknafélag- anna aðstoðað meir en gert er, til dæmis með því að lesa yfir kennsluefni eða með því að veita skyndiráð- gjöf um einstakar tillögur eða vandamál í þýðingum. Nægt svigrúm ætti að vera til slíks þar sem starfs- hópur nefndarinnar kemur saman vikulega næstum allt árið. íðorðasafnið og þýðingar þess má vissulega gagnrýna, eins og oft er gert í þessum pistlum, en hitt má ekki gera, að leggja árar í bát og gefast alveg upp fyrir erlendu slangurorðunum. Við getum auk heldur ekki komið okkur saman um það hvort slangra skuli upp á latínu, ensku, amerísku, sænsku eða dönsku! E.S. Lýst er eftir heiti á sjúkdómnum acne hjá full- orðnum. FL 1992; 10(10); 10 Acne í SÍÐASTA PISTLI VAR LÝST EFTIR HUG- myndum að íslensku heiti á sjúkdómnum acne hjá fullorðnum, en tilefnið var símhringing frá húðsjúkdómalækni, sem þótti óþægilegt að segja fullorðnum sjúklingum sínum að þeir væru með unglingabólur. Dregist hefur að taka erindið til umfjöllunar en nú skal úr því bætt. íðorðasafnið gefur heitin þrymlabólur og gelgjuþrymlar og í Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs má lesa þýðingarnar gelgjuþrymlar, gelgjubólur og graftarþrymlar, sem vafalítið eru úr íslenskum læknisfræðiheitum Guð- mundar Hannessonar. Orðið gelgja vísar í það tímabil ævinnar, sem algengast er að sjúkdómurinn gefi sig til kynna, gelgjuskeiðið, unglingsárin, en það merkti upphaflega óstýrilátur unglingur eða 36 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.