Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 44

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 44
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 mögur og rengluleg manneskja. í daglegu máli manna er einnig talað um unglingabólur og grað- bólur. Fræðiorðið acne er í flestum læknisfræðiorða- bókum talið komið úr grísku, og þá með misritun frá orðinu acme, sem merkir hœsti staður, toppur eða brodclur. I slíkum bókum eru gjarnan tíndir saman tugir af samsetningum þar sem acne kemur fyrir, allt frá acnc agminata til acne venenata. Pegar heitið acne er notað án frekari skýringar er oftast átt við sjúkdóminn acne vulgaris eða acne simplex. Orðin vulgus og simplex eru komin úr latínu og merkja þar venjulegur eða algengur (vulgus) og einfaldur cða jábrotinn (simplex). Acne vulgaris Sjúkdómnum acne vulgaris er lýst á þann veg að um sé að ræða langvarandi (bólgu-)sjúkdóm í hársekkj- um og fitukirtlum húðar (pilosebaceous units). Sjúkdómurinn hefur í för með sér eftirtaldar húð- breytingar: fitunabba (comedones), bólgunabba (papules), graftarnabba (pustules), bólguhnúða (in- flammatory nodules), blöðrumein (cystic lesions) og örmyndun með holum eða ofvexti (pitted or hyper- trophic scars). Orsaka er talið að megi leita í erfða- þáttum, sem leiði til aukinnar hyrni- og fitumyndunar í kirtlunum, en að kynhormónar og sýklar, eða bólgu- hvetjandi efni frá þeim, leiki einnig þýðingarmikil hlutverk. Húðbreytingarnar eru mest áberandi á þeim stöðum þar sem fitukirtlar eru flestir og stærstir, í andliti, á ofanverðu brjósti og á baki. Aftur er spurt: Hvað á að kalla þennan sjúk- dóm? Sjúkdómsheitið þarf helst að vera lipurt, en um leið gegnsætt og gefa einhverja hugmynd um þær breytingar sem einkenna sjúkdóminn. Tillögur Þetta er skrifað svo fljótt eftir að síðasta fréttabréf kom út, að viðbragða við fyrri beiðni er ekki að vænta. Einhverjar tillögur verður þó að setja fram. Arta er orð frá 18. öld sem notað var um graftar- nabba og smávörtur. Það birtist gjarnan í orðabókum sem heiti á „fílapenslum“. Lesendur geta hugleitt hvort örtuveiki, örtusýki eða örtusótt koma til greina. Meinsemdirnar mætti þá kalla örtunabba, örtubólur, örtukýli og örtuör. Gaman væri að fá fleiri tillögur. Þær má senda undirrituðum á Rann- sóknastofu Háskólans í bréfasíma 601904 eða Orða- nefnd, Domus Medica, í bréfasíma 624452. Endoligature, trocar í pistlunum í júli og ágúst var rætt um holskoðun, speglun og kögun og hvatt var til þess að orðasmiðir leggðu sig fram um að gefa nýjum tækjum og nýrri tækni íslensk heiti. Nokkru eftir það fékk Orða- nefndin það verkefni að koma heiti á áhald sem nota á við holspeglun (endoscopy) til að hnýta fyrir æðar. I tengslum við það verkefni kom í ljós að heitið endo- ligature finnst ekki í Iðorðasafninu og að áhaldið trocar hefur ekki fengið þar íslenskt heiti. Nefndin stingur upp á að endoligature verði nefnt innhnýti og trocar holstingur. FL 1992; 10(11); 4 Holstingur I SÍÐASTA PISTLI VAR SKÝRT FRÁ TILLÖGU Orðanefndar að heiti á því áhaldi sem trocar nefnist, að það verði kallað holstingur. Mönnum til gamans og fróðleiks skal nú upplýst um uppruna orðanna. Þessu áhaldi er lýst þannig í hinni miklu alþjóð- legu læknis- og líffræðiorðabók Wileys að um sé að ræða holt, sívalningslaga áhald með hvössum oddi, sem notað sé til að stinga á líkamsholi, venjulega til að hleypa út vökva. I læknisfræðiorðabók Stedmans er hins vegar gert ráð fyrir að áhaldið sé í tveimur hlutum og fái hvor sitt heitið, annar cannula, hinn Irocar. Holi hlutinn nefnist cannula, en það orð er komið úr latínu frá canna, sem merkir reyr eða reyrstafur. Reyr er vel þekkt ættkvísl votlendis- plantna, sem meðal annars einkennast einmitt af því að hafa holan stöngul. Cannula nefnist holnál eða holpípa í Iðorðasafni lækna. Trocar er þá, sam- kvæmt skilningi Stedmans, eingöngu notað um oddhvassa teininn sem liggur inni í holnálinni, öðru nafni obturator (L. það sem lokar opi, lok- andi) eða stylus (L. penni, staur, stíll). Orðið trocar er hins vegar komið úr frönsku og finnast tvær skýringar á uppruna þess. Önnur vísar í trois quarts, sem inerkir þrír fjórðu, en ekki er upplýst nánar hvernig það hæfir áhaldinu. Hin orð- skýringin vísar í trois carre, sem merkir þrjár hliðar, og þá er bent á að oddurinn hvassi hafi oftast verið þrístrendur. Islenska heitið holstingur á vel við, hvort sem litið er til skýringar Wileys eða Sted- mans. Hol getur ýmist vísað í líkamsholið, sem stungið er á, eða holnálina, sem notuð er, og sting- ur merkir meðal annars: áhald til að stinga með, broddur, hvass oddur (Orðabók Menningarsjóðs). Vinurinn, vinan Undirritaður var nýlega stöðvaður á Snorrabrautinni í Reykjavík á leið af orðanefndarfundi. Fyrstu orð 44 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.