Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 45
IÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 hins unga fulltrúa réttvísinnar voru þessi: „Heyrðu vinurinn! Má ég sjá ökuskírteinið þitt?“ Ekki tjáði að malda í móinn við þeirri beiðni, en undirrituðum fannst óneitanlega talað „niður“ til sín. I tilefni af þessu rifjaðist upp nokkurra ára gömul umræða um notkun ávarpsorðanna vinur- inn og vinan. Viðmælandi undirritaðs í þeirri um- ræðu var kona úr læknastétt. Hún fullyrti þá að konur, sem væru læknar, yrðu oftar fyrir því en karlar, að talað væri „niður“ til þeirra á þennan hátt af starfsbræðrum þeirra. Orðabók Menningarsjóðs upplýsir að nafn- orðið vinur merki kcer félagi, náinn kunningi, e-r sem hefur trúnað e-s. Ekkert af því á við um sam- band undirritaðs við ókunnugan lögregluþjón, sem hefur staðið hann að verki við umferðarlaga- brot. Kvenkynsorðið vina er hins vegar talið merkja vinkona, vinstúlka. Varla hæfa þau orð heldur sambandi lítt kunnugra starfsbræðra af gagnstæðu kyni. Vafalítið eru ávarpsorð af þessu tagi ekki illa meint, en þó má ganga að því sem vísu að lögreglu- þjónninn ungi noti þau ekki við sína æðstu yfir- menn. Undirritaður hefur einnig oft mátt þola það í símtölum við unga aðstoðarlækna á deildum sjúkrahúsanna að vera kallaður „vinur“ af annars ókunnugum mönnum. Á þeirri stofnun í Banda- ríkjum Norður-Ameríku, þar sem undirritaður var í sérnámi, var þess vandlega gætt að óviðeigandi ávarpsorð væru ekki notuð milli starfsmanna (darling! love! sweetie!). Skyldi einhver regla vera til um slíkt á hérlendum sjúkrastofnunum? Pá þykist undirritaður oft hafa orðið var við það á liðnum árum að læknar noti stundum óvið- eigandi ávarpsorð við sjúklinga sína, og að þá sé gjarnan gerður mannamunur. Þannig hafa þung- aðar konur öðrum fremur kvartað undan kvensjúk- dómalæknum og ljósmæðrum, sem kalli þær stöðugt „elskurnar“, og eins mun hinn almenni eftirlauna- þegi oftar vera kallaður „Jón minn“, en virðulegir athafnamenn og ráðherrar. Því er spurt: „Er ekki þörf á því að opinberir starfsmenn, þar á meðal læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn, hugsi meira um framkomu sína og ýmsa almenna kurteisis- siði?“ FL 1992; 10(12): 4 Funda- og ráðstefnumál í ORÐAPISTLI f JANÚAR 1991 VAR RÆTT lítillega um íslenskt „læknamál“, og tekin dæmi um óþarfa slangurorð sem notuð voru á tveimur fræðslufundum á Landspítala. Það hefur lengi verið skoðun undirritaðs að læknar geti gert betur á slíkum fundum og að þeir eigi að leggja metnað sinn í það að nota íslensk fræðiorð og forðast erlendar slettur og óþörf slanguryrði. Á Ráðstefnu um rannsóknir í læknadeild í desember 1992 tóku ýmsir eftir því að heiðursfyrirlestur prófessors Þorsteins Loftssonar var fluttur á sérlega vönduðu máli. Augljóst var að fyrirlesarinn gerði sér far um að nota íslensk fræðiorð og að þau örfáu erlendu slangur- yrði, sem þó flutu með, virtust notuð af ráðnum huga. Undirritaður skrifaði hjá sér ýmis góð fræðiorð úr fyrirlestrinum, en um leið fæddist sú hugmynd að gera könnun á orðanotkun annarra fyrirlesara á ráðstefn- unni. Nú skal frá henni sagt. Efniviður Könnunin náði til 28 fyrirlestra hjá 15 körlum og 10 konum. Aldur þeirra var ekki sannreyndur, en útlit og hreyfingar á sviði voru notuð til að skipa þeim í þrjá aldursflokka: ungflokk (7), miðflokk (16) og meistara- flokk (2). Starfsheiti voru síðan notuð til að raða í aðalflokkana: læknar (17), hjúkrunarfræðingar (3) og aðrir (5), en læknum var einnig skipað í undirflokk- ana: sjúkrahúslæknar (10), heimilislæknar (4) og aðrir læknar (3). Fyrirlestrar voru úr flokkunum kvensjúk- dómar, krabbamein, augu, slys, sýkingar, klínískar rannsóknir, lífeðlis- og lífefnafræði og réðist það val fyrst og fremst af áhuga undirritaðs á efninu. Orða- notkun hjá fundarstjórum var ekki skráð sérstaklega, en þegar líða fór á könnunina varð ljóst að hjá sumum þeirra var hún síst til eftirbreytni. Aðferðir Hver fyrirlestur var metinn huglægt með tilliti til þess hvort fyrirlesari virtist gera sér far um að flytja efni sitt á góðri íslensku eða ekki. Óþarfar slettur og slanguryrði voru skrifuð niður, en þó þannig að hvert orð var einungis skráð einu sinni hjá hverjum fyrir- lesara. Tilraun var gerð til að bera saman einkunna- gjöf úr huglæga matinu og það hvort fyrirlesari virtist fylgja skrifuðu handriti eða ekki. Þá var gerð sérstök könnun á því hvort einkenni sessat-veikinnar væru til staðar eða ekki, en veikin felst í því að ómerkingarnir sessat, sensat, semsatt eða sesst skjóta upp kollinum þegar fyrirlesari hikar í flutningi. Auk ofantalins voru skráðar ýmsar athugasemdir og loks var tilraun gerð til að safna nýjum, íslenskum fræðiorðum. Niðurstöður Huglæga matið leiddi í ljós að einungis 60% (15 af 25) fyrirlesara virtust gera sér sérstakt far um að íslenska fræðimál sitt og var þar enginn munur á konum og 38 Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.