Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 52

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 52
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Það er hins vegar ekki fræðiheiti, sem læknar ættu að taka sér í munn, þegar þeir ræða við sjúklinga sína, nema fullvíst sé að brennivínið sé raunveru- lega orsakaþáttur í hverju tilviki. Smásjá, stórsjá Smásjár (E. microscope) eru vel þekkt rannsóknar- tæki, sem notuð eru við skoðun smárra hluta. Báðir orðhlularnir eru komnir úr grísku, af lýsingarorðinu mikros sem merkir smár og sögninni skopeo (skop- ein, sjá síðar) sem merkir að skoða eða horfa á eitt- hvað. Algengust er hin svonefnda Ijóssmásjá, sem er nærri 400 ára gömul uppfinning, en í henni eru not- aðar bylgjur hins sýnilega ljóss til að gera viðfangið sýnilegt mannlegu auga. Stækkunargler ljóssmásjár- innar gefa stækkun sem er á bilinu 250- til þúsund- föld. Þvermál þess sem skoðað er í einu, þvermál hvers sjónsviðs, er hins vegar minna en 10 millímetrar við minnstu stækkun og fer minnkandi eftir því sem valdar eru öflugri linsur og meiri stækkun. Til dæmis er það ekki nema hálfur millímetri við 400-falda stækkun. Smásjáin er sem sagt notuð til að skoða það sem smátt er. Lýsingarorðið smár þarfnast hins vegar viðmiðunar til þess að merkingin verði ein- hlít, til þess að víst sé hversu smátt hið tilvísaða viðfangsefni er. Þetta kemur vel í ljós þegar litið er á rannsóknartæki, sem stundum er nefnt stórsjá (E. macroscope). Það er notað til að skoða stærri viðfangsefni en hefðbundnar smásjár ráða við og hefur sjónsvið sem oft er á bilinu frá fjórum millí- metrum til fjögurra sentímetra. Þetta tæki er notað á rannsóknarstofum í vefjameinafræði til að skoða yfirborð vefjasýna eða sjúkra líffæra á svipaðan hátt og stækkunargler, en með stækkun sem gjarnan er frá tvöfaldri til fertugfaldrar. I saman- burði við hefðbundnar smásjár er tækið því oft nefnt stórsjá. Tæki sem gefa sambærilega stækkun og eru notuð á sjúkrahúsum við sérstakar skurð- aðgerðir, smásjáraðgerðir (E. microsurgery), eru hins vegar nefnd smásjár. I réttu samhengi veldur þetta engum vandræðum og því verður ekki annað sagt, en að smásjá hafi upphaflega verið (og sé enn!) gott íslenskt heiti á tæki til að skoða við- fangsefni af ofangreindri stærð. Heitið stórsjá hefur hins vegar ekki öðlast eins almenna viður- kenningu og vel má vera að það megi einnig nota um önnur tæki á öðrum og stærri sviðum! Örsjá Þegar rafeindasmásjáin (E. electron microscope) var fundin upp, fyrir um það bil 60 árum, opnaðist sýn til enn smærri viðfangsefna. Sú stækkun sem fæst í þessu tæki er oftast á bilinu 1000- til 50.000-föld, en getur orðið allt að 200.000-föld. Þvermál þess, sem hægt er að skoða í einu sjónsviði, er tilsvarandi minna, oftast örlítið brot úr millímetra. Meðan heil fruma er minnsta viðfangsefni ljóssmásjárinnar verða frumu- líffæri og jafnvel hlutar þeirra helstu viðfangsefni raf- eindasmásjárinnar. Þetta tæki hefur því af sumum verið kallað örsjá, sem væntanlega er stytting úr örsmásjá. Spyrja má hvort sé betra heiti, örsjá eða raf- eindasmásjá. Annað vísar í gerð tækisins en hitt í stærð viðfangsefnis. Annað er stutt og þjált en hitt langt og stirðlegt. Rafeindasmásjá má að sjálf- sögðu stytta í rafsjá í réttu samhengi, en gæta verður að því að heitið rafsjá er notað í rafmagnsfræði um annars konar tæki. Undirritaður hefur notað þessi heiti nokkurn veginn jöfnum höndum við starf í sérgrein sinni og við kennslu háskólanemenda og telur þau öll eiga rétt á sér. Örsjáin er þó sennilega í mestum metum, en hvað verður þá til ráða í orða- smíð ef einhver finnur upp „sjá“ til að skoða enn smærri agnir? FL 1993; 11(9): 6 Þarmahreyfilyf Asgeir Theódórs, læknir, hringdi seint í vetur og var þá að fást við þýðingar á heitum nokkurra lyfjaflokka sem hafa áhrif á þarmahreyfingar. Ekki hefur enn gefist ráðrúm til að taka málið til rækilegrar skoðunar, en fyrsta hugmyndin er sú að heitið þarmahreyfilyf verði allsherjar samheiti á slíkum lyfjum. Rétt er að minna á að Islensk orðabók Menningarsjóðs og Iðorðasafn lækna gera ráð fyrir að eintöluorðin þarmur og görn séu samheiti. Þess vegna mætti fullt eins vel nota heitið garnahreyfilyf um slík lyf. Máltilfinning undirritaðs er þó á þann veg að þarmur sé heldur formlegra og virðulegra heiti en göm og því kýs hann það fyrrnefnda sem fræðiheiti. Síðan má setja saman heiti á undirflokka þarmahreyfilyfja. Lyf, sem örvar þarmahreyfingar, gæti fengið flokksheitið hreyfiörvi (ft. hreyfiörvar) og lyf, sem dregur úr þarmahreyfingum mætli nefnast hreyfihemill (ft. hreyfihemlar). Lyf, sem samhæfir (samstillir) þarma- hreyfingar, mætti á svipaðan hátt nefnast hreyfistillir (ft. hreyfistillar). Geöfræöiorö Karl Strand, fyrrum yfirlæknir á geðdeild Borgar- 52 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.