Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 64

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 64
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 ýmist er borið fram sem „pnevmónía“, „pnumónía“ eða jafnvel „njúmónía“ samkvæmt ensk-amerískri hefð. Svipuðu máli gegnir um heiti botnristils, coecum, sem í íslenska læknaslangrinu er ýmist borið fram „sökum“, „kökum“ eða „síkum". Við þessu er ef til vill ekki ástæða að amast. Mestu máli skiptir að framburðurinn sé ekki svo breytilegur að hætta sé á alvarlegum misskilningi. Latínan Undirritaður lærði stærðfræðideildarlatínu í mennta- skóla fyrir rúmum 30 árum og á þeim tíma virtist ekki leika mikill vafi á því hvernig bera ætti latnesk orð fram hér á landi. Latínan var talin hafa verið hljóð- rétt rituð og flest latnesk orð voru borin fram nánast að íslenskum sið. Auðvitað var þó farið öðru vísi með tvíhljóðin og kommulausir sérhljóðar voru oft bornir fram eins og þeir væru skrifaðir með kommu. Þá má nefna k-hljóð fyrir stafinn c, f-hljóð fyrir ph, sem reyndar mun vera komið úr grísku, og þ-hljóð fyrir th í upphafi orðs. Ekki var um það rætt að latínan gæti verið borin öðruvísi fram í öðrum löndum. Menntaskólahefðin virtist svo í heiðri höfð þegar í læknadeild var komið, en síðar fór svo að bera á misræmi. I mörgum tilvikum stafar misræmið af því að margir læknar venjast annars konar fram- burði latnesku fræðiorðanna í öðrum löndum, til dæmis á þeim tíma sem þeir eru í sérnámi. Síðan getur verið erfitt að hverfa aftur að íslensku hefð- inni og vafalítið eru menn heldur ekki alltaf sjálf- um sér samkvæmir. Sá siður, að skrifa lyfjaheiti hljóðrétt í stað þess að íslenska þau, getur orðið til þess að taka þurfi upp umræðu um framburð fræðiorða. Það er til dæmis ekki fullt samkomulag um það hvort rita skuli scfalósporín eða kcfalósporín. Botnlangi Hitt er þó enn verra ef íslensku fræðiorðin eru að glata rithætti sínum vegna linmælgi eða annars óskýr- leika í framburði. Nýlega fékk undirritaður í hendur handskrifaða vefjarannsóknarbeiðni þar sem lýst var líffæri, sem fjarlægt hafði verið vegna gruns um bólgu. „Botlangi" var líffærið tvívegis nefnt, svo ekki virtist vera um neina tilviljun að ræða. Frekari athugun leiddi í Ijós að áður hafði borist beiðni um rannsókn á „bottlanga". Það er verulegt áhyggjuefni ef óskýr framburður er að spilla málinu á þennan hátt. Enn önnur beiðni greindi frá skurðaðgerð á „hannlæknis- dcild“. Undirrituðum er ekki fyllilega kunnugt um uppruna heitisins botnlangi. Efsti hluti ristilsins nefnist nú botnristill í íðorðasafni lækni og hét einnig svo í líffæraheitum Guðmundar Hannes- sonar. Orðabók Máls og menningar skýrir upp- flettiorðið botnristill hins vegar með heitinu botn- langi. I sömu bók má finna orðið langi sem útskýrt er á eftirfarandi hátt: aftasti (neðsti) hluti meltingar- fœranna; botnlangi; ristill. Samkvæmt Islensku orð- sifjabókinni er heitið langi frá 17. öld og talið leitt af lýsingarorðinu langur. Samheitaorðabókin nefnir einungis ristil sem samheiti við langa. Þó að þessar hugleiðingar komi framburði hcitisins botnlangi lítið við, þá er það athyglisvert, ef svo er sem virð- ist, að botnristillinn hafi fyrrum verið nefndur botnlangi. Þá hefur líffærið, sem til umræðu er, sennilega verið nefnt botnlangatota. Rétt er að minna á að fullt latneskt fræðiheiti botnlangans er appcndix verniifórmis eða app- cndix ceci. Appcndix er auki eða viðauki, hvert það viðhengi sem bœtt er á annað fyrirbœri stœrra og mikilvœgara. Uppruninn er í latnesku sögninni pendeo, að hengja eða hanga. Önnur viðhengi eru til dæmis: appendix auricularis, ullinseyra: app- endix cpididymis. eistalyppuauk'r, appendix epi- ploica, ristilsauki eða ristilssepi og appendix testis, eistaauki. Vermiformis er hins vegar dregið af latneska orðinu vermis sem merkir ormur. Sá eða þeir sem gáfu botnlanganum fyrrgreint heiti á latínu, hafa séð hvað botnlangatotan líktist iðraormi hangandi neðan í botnristlinum. Gaman væri að vita hvort á einhverjum tíma hafi verið gerð tilraun til þess að nefna botnlangann ristil- orm á íslensku. Lbl 1994; 80: 404 Meira um framburð I SIÐASTA PISTLI VAR LÍTILLEGA DREPIÐ Á framburð íslenskra fræðiorða og tekin voru dæmi um ritvillur sem virtust eiga uppruna í óskýrmælgi, líffærið botnlangi var ýmist ritað „botlangi“ eða „bottlangi“. Það er vissulega athygli vert ef þekking ungra lækna á íslensku fræðimáli er orðin svo slök að slíkar villur geti komið fyrir. Ef til vill er orðið nauðsynlegt að læknadeild taki upp sérstaka kennslu í íðorðafræðum. Undir- ritaður sér strax fyrir sér stutt námskeið, íðorða- skeið, þar sem fjallað væri um helstu atriðin í upp- runa, byggingu og notkun íslenskra og erlendra fræðiorða. Rekinn yrði áróður fyrir réttri notkun fræðimálsins, hvort sem menn kjósa að íslenska öll fræðiorð eða að nota alþjóðlegu heitin. Það er reyndar skoðun undirritaðs að læknum sé engin 64 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.