Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 65

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 65
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 vorkunn að hafa á takteinum bæði íslensk og er- lend heiti á þeim fyrirbærum sem þeir fást við í daglegu starfi. Að sjálfsögðu yrði lögð sérstök áhersla á kynningu og notkun íslenskra fræðiorða, en að auki leitað nýrra hugmynda og tillagna frá þátttakendum. Þannig mætti ef til vill byggja upp frjóa hugmyndasmiðju og koma á nýju fræðasviði innan læknadeildar. Augljóst er að þekkingu á latínu og grísku, sem eru hornsteinar verulegs hluta fræðimálsins, fer stöðugt hrakandi. Veita mætti innsýn í þessi mál og ef til vill viðhalda lág- marksþekkingu, því að annars verða læknar van- búnir til þess að fara rétt með mörg erlendu fræði- heitin. Slíkt námskeið gæti einnig orðið til þess að sá áhugi á fallegri framsetningu fræðilegra stað- reynda, sem nú ber mjög á í innlendum ritsmíðum íslenskra lækna, gæti náð til talmálsins. Sjúklingar gætu jafnvel farið að skilja það sem læknarnir eru að segja við þá og ráðleggja þeim! Efnagreiningar Rannsóknarlæknir hringdi og var að fást við þýðing- ar á hugtökunum quantitative analysis og quali- tative analysis. Þýðingar Iðorðasafnsins þóttu of stirðlegar til að nota í daglegu starfi, en þar er quantitative analysis nefnd megindargreining og qualitative analysis eigindargreining eða eðlis- greining. Áður en komið er með tillögur er nauðsyn- legt að „sundurgreina" orð og orðhluta. í ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs er lýsingarorðið quantitative þýtt með íslensku orð- unum: magnbundinn, megindlegur, mœlanlegur, veganlegur, og nafnorðið quantity meðal annars með orðunum: magn, fjöldi, stœrð, mœld, skammt- ur. Hins vegar er lýsingarorðið qualitative þýtt sem: eiginda-, eigindlegur, eiginleika-. Nafnorðið quality má þýða á nokkra vegu, til dæmis: ein- kenni, aðal, sérkenni, eiginleiki, eðli eða gœði. Uppruna þessara orða er að leita í latínu þar sem nafnorðið quantum merkir magn, en qualis er for- nafn sem vísar til eðlis eða eiginleika. Analysis er komið úr grísku. Forskeytið ana- merkir: upp, sundur eða í áttina að, en lysis táknar niðurbrot, sundrun, rof eða upplausn. íðorðasafn lækna upplýsir að heitið analysis sé notað á þrjá vegu, í fyrsta lagi í almennri merkingu og tákni þá greiningu eða sundurliðun, í öðru lagi um efna- greiningu og í þriðja lagi um sálgreiningu. í ensk- íslenskri orðabók Arnar og Örlygs má finna að heitið er notað um fleiri greiningar, svo sem stærð- fræðigreiningu, rökgreiningu og efnisgreiningu (í bókmenntum). Læknisfræðiorðabók Stedmans leggur mesta áherslu á þá almennu merkingu sem felur í sér niðurbrot efnasambanda í einfaldari efni og greiningu á því hver samsetning þeirra er. Orðið analysis er notað í mörgum öðrum sam- setningum, en athugun leiðir í ljós sérstaka áherslu á sundurgreiningu þess sem rannsakað er í hverju tilviki. Þannig virðist það eiga vel við þegar fram fer rannsókn til að aðgreina marga þætti, en síður þegar fram fer mæling eða prófun á einum þætti eða einu efni. Þannig má leiða rök að því að heilin quantitative analysis og qualitative analysis eigi best við þegar verið er að mæla eða greina marga efnisþætti í einu. Við annarri notkun skal þó ekki amast í bili. Magngreining, eðlisgreining Niðurstaða þessara hugleiðinga verður sú að vel fari á að quantitative analysis verði nefnd magngreining á íslensku og að qualitative analysis verði eðlisgrein- ing. Heitin megindargreining og eigindargreining hljóma svo líkt að hætta virðist á ruglingi. Þess vegna er lagst gegn notkun þeirra. Ef til vill er einnig ástæða til að skoða betur og samræma önnur rannsóknaheiti, svo sem assay, measurement og test. Lbl 1994; 80: 488 Enn um framburð ATHUGULL LESANDI VAKTl ATHYGLI Á bágum framburði sem stundum má heyra. Sérkennilegar áherslur ákafra fréttamanna verða gjarnan til þess að kynsjúkdómur verður „kjinnsjúkdómur“. Undirritaður hafði raunar tekið eftir því að margir eiga erfitt með að halda ákveðnum sérhljóðum hæfilega löngum og tvöfalda gjarnan samhljóðana í staðinn. Sjúklingur getur þannig orðið að „sjúkklingi“ og skurðlæknir að „skurrlakkni“. Gaman væri að heyra um fleira sem betur mætti fara. Bacterial vaginosis Nýlega fékk undirritaður það verkefni frá Félagi ís- lenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna að koma með tillögu að íslenskun fræðiheitisins bacterial vaginosis. Erindinu var svarað bréflega og skal úr- vinnsla þess nú rakin. Skilgreining Mikilvægt er að skilgreina þau hugtök sem gefa á ís- lensk fræðiheiti. Skilgreiningin á að tryggja að við- komandi hugtak sé rétt afmarkað frá öðrum skyldum fyrirbærum og að hið íslenska heiti þess sé ekki byggt á misskilningi. í þessu tilviki fylgdi erindinu stutt skilgreining sem var síðan endurskoðuð og að lokum orðuð svo: „Bacterial vaginosis er sjúklegt ástand, Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.