Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 67

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 67
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 heitið í sínu eigin kennsluefni og ekki séð ástæðu til að amast við því. Þó skal viðurkennt að stúdentum virðist það ekki tamt og spyrja gjarnan hvað við sé átt þegar heitið kemur fyrst fyrir. íðorðasafn lækna gefur einnig upp þýðinguna samanburðargreining, en skilgreinir ekki hugtakið differential diagnosis nánar. Orðið diagnosis er komið úr grísku. Dia- er for- liður sem getur haft nokkrar merkingar, svo sem: gegnum, yfir, um allt, algjört, á milli eða sundur. Gnosis er hins vegar þekking, viska, skilningur eða kunnátta. Heitið diagnosis gæti því upphaflega hafa verið notað um fulla eða algjöra þekkingu á einhverju sviði og vafalaust fullt eins vel um það að greina á milli eða þekkja sundur. Enda hefur svo farið í læknisfræði að diagnosis hefur verið notað um það að bera kennsl á, þekkja eða greina þann sjúkdóm sem hrjáir tiltekinn sjúkling. Heitið er einnig notað um niðurstöðu greiningarferilsins, sjúkdóminn sem borin eru kennsl á með greiningu. íslenska heitið sjúkdómsgreining nær á sama hátl bæði yfir feril greiningar og niðurstöðu. Læknis- fræðiorðabók Stedmans lýsir því þannig að dia- gnosis felist í ákvörðun á náttúru sjúkdóms, en Al- þjóðaorðabók Wileys í læknis- og líffræði bætir um betur og segir diagnosis felast í því að ákvarða náttúru eða eigind sjúkdóms, og að slíkt byggist einkum á athugun á teiknum (signs), einkennum (symptoms), sjúkrasögu og rannsóknaniðurstöðum. Samsetta heitið differential diagnosis hefur einnig tvær skyldar merkingar. Annars vegar er um að ræða feril sem felst í því að bera saman og sundurgreina einkenni, teikn, sögu og rannsókna- niðurstöður þeirra sjúkdóma, sem til greina gœtu komið. Hins vegar er um að ræða beina upptaln- ingu þeirra sjúkdóma, sem aðgreina þarfog útiloka undir tilteknum kringumstœðum. Mismunargreining Islenska heitið samanburðargreining lýsir einkar vel því sem við er átt, sjúkdómsmerki eru borin saman og aðgreining sjúkdóma gerð. Heitið mismunargrcining er ef til vill torræðara við fyrstu sýn, en verður þó vel skiljanlegt við nánari skoðun. Finna þarf mismun á teiknum og einkennum þeirra sjúkdóma sem til greina koma. Bæði þessi íslensku heiti eru styttri en erlenda fræðiheitið og er það viss kostur. Aðgreining og sundurgreining koma ef til vill einnig til greina. Hins vegar er erfitt að deila um smekk. Það sem einum finnst fara vel, líkar öðrum ekki. Undirritaður bað þó prófessorinn bestra orða að nota íslenska heitið sem hann hafði upphaflega sett á blað. Það að einhverjum líkar ekki skapar spennu, sem getur orðið til þess að betri tillögur komi fram. Það að sletta er hins vegar merki um visst kæruleysi eða uppgjöf gagnvart málræktinni, uppgjöf sem ekki er í samræmi við þann metnað sem kemur fram í því að setja saman kennsluefni á íslensku. Lbl 1995; 81:75 Fulminant sepsis Þórir Helgason, læknir, óskaði eftir umfjöllun um hugtakið fulminant sepsis og nýrri tillögu að íslensku heiti. Orðið sepsis er komið úr grísku og merkti upphaflega rotnun, enda var ígerð í sári upphaflega talin stafa af rotnun vefja. Sepsis er nú heiti á fyrirbæri sem nefnist graftarsótt í íðorðasafni lækna og er skilgreint þannig: Svœsið sótthitaástand af völdum graftar- sýkla, með eða án blóðeitrunar. Orðið fulminant finnst á öðrum stað í safninu og er talið merkja svœsinn. Samkvæmt þessu verður fulminant sepsis að fá heitið svæsin graftarsótt. Engu að síður er full ástæða til að taka fyrirbærið sepsis ásamt skyldum orðum og hugtökum, svo sem bacteremia, pyemia, septicemia og toxemia, til vandlegrar skoðunar. Nefna má að enska lýsingarorðið fulminating er komið af latneska nafnorðinu fulmen sem merkir elding. Orðabók Arnar og Örlygs gefur merking- arnar skyndilegur, alvarlegur, ofsabráður, svœsinn, en önnur tiltæk ensk-íslensk orðabók tilgreindi merkinguna þrumandi. í læknisfræðiheitum er latneska lýsingarorðið fulminatus oftast notað um einkenni eða veikindi sem eru allt í senn: skyndileg, hraðfara, mikil og alvarleg. Bacteremia (bacteriemia) í B-kaflanum tilgreinir íðorðasafnið einungis þýðing- una gerlablóðsmit, en í S-kaflanum, í athugasemd við septicemia, er nefnd þýðingin bakteríudreyri. Rétt er að geta þess að B-heftið var gefið út í október 1986, en S-heftið í febrúar 1989. Á þessum tíma hefur því farið fram einhver endurskoðun. Breytinguna má tímasetja enn nánar með því að skoða athugasemd við pyemia í P-heftinu, sem kom út í september 1988, en þar er bacteremia enn nefnd gerlablóðsmit. Læknisfræðiorðabók Stedmans skilgreinir bact- eremia þannig: The presence of viable bacteria in the circulating blood (Það að lífvænlegar bakteríur séu í blóðrás). Skilgreining hinnar miklu alþjóð- legu orðabókar Wileys í læknis- og líffræði, er nán- ast samhljóða: The presence of bacteria in the blood (Það að bakteríur séu í blóðrás). Segja má Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.