Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 81

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 81
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 innar frá 1990 á fæðingarbletti er víðtækari, góð- kynja húðgalli, stundum meðfœddur en keniur oft fram síðar. Þar er einnig tilgreint að fæðingarblett- ir séu ýmist litarefnisblettir eða æðablettir. í íð- orðasafni lækna kemur fram að fæðingarblettur sé þýðing á latneska heitinu naevus og á enska heit- inu birthmark. Nevus I læknisfræðiorðabók Stedmans frá 1995 má lesa að notkunarsvið heitisins nevus (ritað á ameríska vísu) geti verið talsvert vítt. Þar segir að nevus sé annað hvort afmörkuð húðbreyting, vansköpun (mal- formation), gerð úr húðþekjufrumum, húðfœra- frumum, sortufrumum, œðafrumum eða bandvefs- kímfrumum, eða góðkynja húðmein sem stafar af afmörkuðum ofvexti í sortufrumum, meðfætt eða tilkomið síðar. Þá eru tilgreind nærri 60 mismunandi heiti þar sem nevus kemur fyrir í samsetningu. Húðmeinafræði Levers frá 1983 leggur til að heitið nevus sé notað þannig að eitt sér vísi það í meinsemdir gerðar úr sortufrumum, nánar tiltekið eingöngu þær sem latnesku samheitin nevus pig- mentosus, nevus nevocellulare og nevus melano- cyticum eiga við um (sjá leiðréttingu í pistli 79). Sé ætlunin að vísa í aðrar meðfæddar húðbreytingar skuli fylgja lýsingarorð sem gefi nánar til kynna hvað við er átt, til dæmis nevus verrucosus, vörtubrá, eða nevus flanimcus, valbrá. Rétt er að vekja athygli á því að starfshópur Orðanefndar hefur nú breytt íslenska heitinu á nevus pigmentosus úr litbrá í sortublett og á sama hátt heitinu á nevus vasculosus úr roðabrá í æða- blett (sjá íðorðasafnið bls. 324 og Fósturfræðiheit- in bls. 144). Mörg önnur heiti á meðfæddum húð- meinsemdum verða að bíða betri tíma. Antimetabolite Snemma í vor barst fyrirspurn um íslenskt heiti á fyrirbærinu antimetabolitc, en það hafði ekki fundist við uppflettingu í íðorðasafni lækna. í prentaða safninu má hins vegar finna nietabolism sem er þýtt með íslenska heitinu efnaskipti og metabolite sem þar er nefnt lífefni á íslensku. Til samræmingar lagði undirritaður þá til að notað yrði að sinni heitið andlífefni, en þótti stirðlegt og ákvað að skoða málið betur þegar tóm gæfist. Efnaskipti Eins og alltaf, þegar við íðorðavinnu er fengist, var byrjað á því að kanna hugtökin að baki heitunum. Ekki dugir að fást við orðin ein. Fyrst var leitað skýr- inga í hinni miklu alþjóðlegu læknis- og líffræðiorða- Receptor Latneska sögnin recipio er meðal annars notuð um það að taka við einhverju, en af henni er heitið re- ceptor dregið. Læknisfræðiorðabók Stedmans gefur tvær útskýringar: 1. prótínsameind á yfirborði frumu eða ífrymi sem bindur sértækt efni, svo sem hormón, mótefni eða taugaboðefni og 2. endi skyn- taugar í húð, djúpum vefjum, líffærum eða skyn- fœrum. Iðorðasafnið gefur tvö íslensk heiti á re- ceptor: 7. nemi, 2. viðtaki. Undirrituðum sýnist að heitið viðtaki hafi náð fótfestu sem heiti á yfirborðssameindinni í máli þeirra lækna sem á annað borð hafa með hugtakið að gera í daglegu starfi. Engu að síður tókst ekki að koma því inn í Vefjafræðiheitin (sjá bls. 131). Gaman væri að heyra frá þeim sem vilja láta sig málið varða. (Þau sem eru tengd við Alnetið geta notað netfangið: johannhj@rsp.is.) Specificity I tengslum við yfirlestur á orðalista í öldrunarfræðum kom þetta orð til skoðunar. Orðabók Aldamóta til- greinir þýðinguna: það að vera sérstakur. íðorðasafn lækna gefur þýðinguna sértœki án frekari skilgrein- ingar, en ýmsir læknar virðast hafa notað heitið sér- tækni. Baldur Jónsson hjá Islenskri málstöð taldi hvorugt orðið rétt myndað og vísaði í Orðasafn úr tölfræði sem kom út 1990. Þar kemur specificity að vísu ekki fyrir, en í staðinn má finna þar significance, marktekt. Tæki er notað um tól, áhöld og vélar og tækni um verkgreinar eða verkkunnáttu, en tekt um það að taka. Verðum við nú ekki að taka mark á sér- fræðingum í málvísindum og tölfræði og nota heitin marktekt og sértekt? Lbl 1996; 82; 406 bók Wileys. Heitið nictabolisni er þar sagt notað um heild þeirra efnafræðilegu ferla sem eiga sér stað í lifandi verum, sérstaklega þá sem hafa íför með sér skipti á efnasamböndum og orku milli frumna og umhverfis. Ljóst er þó að heitið metabolism er einnig notað um einstaka efnaferla eða söfn ferla, sem dæmi má nefna fat metabolism, carbohydrate metabolism og jafnvel electrolyte metabolism. íslenska heitið efnaskipti virðist túlka þessa skilgreiningu dável og heitin fituefnaskipti, sykruefnaskipti og rafvakaefna- skipti fara ekki illa í munni. Nefna má að gríska orðið metabole þýðir breyting eða umbreyting. Læknis- fræðiorðabók Stedmans getur þess að í efnaskiptum felist annars vegar anabolism, þœr efnabreytingar sem breyti litlum sameindum í stórar, og hins vegar Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 81
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.