Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 83

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 83
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 íðorðasafnið tilgreinir heitið angina cruris sem samheiti við intermittent claudication. Þar er lausnin sennilega fengin. Angina er latneskt nafn- orð, komið af sögninni ango: kæfa, kyrkja, kreista eða þrýsta saman. Það var áður notað um að- þrengjandi verkjaástand, einkum við hálsbólgu, en er nú mest notað um þann brjóstverk sem fram kemur við blóðþurrð í hjartavöðva, angina pect- oris eða angina cordis, en slíkt nefnir íðorðasafnið hjartaöng. Crus er leggur eða fótleggur, svæðið milli hnés og ökkla. Því er nú lagt til að angina cruris fái heitið leggjaröng. Til vara má tilnefna heitin leggjaöng, fótaöng, fótaröng eða jafnvel kálfaöng. Tourette heilkenni Um miðjan maí barst beiðni frá formanni Tourette samtakanna, Elísabetu Magnúsdóttur, þess efnis að tekin yrðu til umræðu nokkur heiti sem tengjast svonefndu Tourette heilkenni. Hin alþjóðlega læknis- og líffræðiorðabók Wileys greinir frá því að Tourette hafi verið tauga- sjúkdómalæknir í Frakklandi og uppi á árunum 1857-1904. Fullt eftirnafn mannsins var Gilles de la Tourette, en fornöfnin ekki færri en fjögur: Georges Edouard Albert Brutus. Kvillinn, sem við hann er kenndur, er nú oftast nefndur Tourette, de la Tourette eða Gilles de la Tourette sjúkdómur eða hcilkenni. Kvillinn hefur einnig verið kenndur við annan franskan lækni, Georges Guinon, sem uppi var á svipuðum tíma og þá nefndur á frönsku tic de Guinon. Að auki má finna að minnsta kosti tíu önnur heiti á frönsku og ensku. Sjúkdómaflokkun Heilbrigðisstofnunar þjóð- anna (sjá Fréttabréf lækna 1993; 7: 6) setur fyrir- bærið í flokk sem nefnist Tic disorders, en sá hefur fengið heitið kipparaskanir í nýrri íslenskri þýð- ingu. De la Tourette heilkenni kemur fyrir í undir- flokki sem nefnist samsett radd- og fjölkipparöskun (combined vocal and multiple motor tic disorder). Honum er meðal annars þannig lýst að um sé að ræða kipparöskun með mörgum hreyfikippum og einum eða fleiri raddkippum, þó ekki þurfi þeir að hafa komið samtímis (sjá ICD-10, bls. 384). í nýlegri Greiningar- og tölfræðihandbók Amer- íska geðlæknafélagsins (DSM-III-R) er Tourette heilkenni fellt inn í flokk sem fengið hefur heitið fjölkipparöskun í íslensku þýðingunni. Orða- nefndin hefur á sínum tíma valið heitið svipvööva- kippir til að tákna Gilles de la Tourette heilkenni, en ef til vill lýsir það heiti ástandinu þó ekki nógu vel. (Framhald í næsta blaði.) Lbl 1996; 82:537 Tourette heilkenni (framhald) Grein Gilles de la Tourette um heilkenni pað, sem við hann er kennt, birtist árið 1885. Sagan segir þó að fýrsta læknis- fræðilega frásögnin af einstaklingi með þau einkenni, sem Tourette sagði frá í grein sinni, hafi verið birt þegar árið 1825. Hvorki hann sjálfur né lærifaðir hans, hinn frægi, franski taugasjúkdómalæknir Jean Martin Charcot (1825-1893), skoðuðu eða kynntusl sjálfir þessum einstaklingi, sem síðar fékk viðumefnið „greifynjan bölvandi". Engu að síður hefur lýsing hins unga Tourettes verið það góð að Charcot sá fulla ástæðu til þess að kenna fyrirbærið upp frá þessu við nemanda sinn. Upphaflega heitið var engin smásmíði: La maladie des tics de Gillcs de la Tourette. Framlag Tourettes fólst einkum í því að lýsa vandlega einkennum nokkurra sjúklinga og að setja fram skilmerki sjúkdómsflokkunar sem greindu þennan nýja kvilla frá öðrum ósjálfráðum, krampakenndum hreyfiröskunum, einkum svonefnd- um rykkjadansi (Sydenhams chorea). Vöövakvik, vanakrampi Um svipað leyti mun orðið tic hafa náð fótfestu í frönsku læknamáli sem heiti á þeim sérstöku hreyf- ingum sem einkenna Tourette heilkenni. Skilgreining hugtaksins er á þá leið að um sé að ræða skyndilegan, að mestu óviðráðanlegan og endurtekinn vöðva- samdrátt, sem er óviðeigandi eða tilgangslaus eins og á stendur og leiðir til samhæfðrar en krampa- kenndrar hreyfingar á afmörkuðu líkamssvæði. Uppruni orðsins tic er óljós. Meðal hugmynda má nefna afleiðslu frá þýska sagnorðinu ticken sem merkir að tifa, eða að snerta lauslega. Orða- nefnd læknafélaganna hefur á sínum tíma kosið að nota íslenska heitið vöðvakvik um tic, en einnig er í Iðorðasafninu tilgreint samheitið habit spasm, sem í beinni orðabókarþýðingu verður vanakrampi. Samheitið vísar hins vegar til þess sem oftast er kallað kækur á íslensku. íslensk orðabók Máls og menningar segir að kækur sé afbrigðilegur ávani einstaklings í látbragði, hreyfingum, svipbrigðum, raddbeitingu eða jafnvel orðalagi. íslenska sam- heitaorðabókin tilgreinir samheitin ávani, ósiður, árátta og í fleirtölu taktar, tilburðir. Frá því var skýrt í síðasta pistli að starfshópar Orðanefndar læknafélaganna hefðu nú tekið upp heitið kippur sem þýðingu á tic, þar sem það kemur fyrir í heitum sjúkdómaflokka. 80 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.