Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 85

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 85
IÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Að lokum vill undirritaður leggja til að íslenska heitið sorakjaftur verði ekki notað um það sem á alþjóðlegu læknamáli nefnist coprolalia. Sorakjaftur er gróft heiti og verður án efa fljótt niðrandi. Völ er á mörgu öðru, svo sem gróft orðbragð, Ijótt orð- bragð, grófmæli, dónatal eða munnsöfnuður. Hátækni Nýyrðið hátækni hefur verið áberandi í fjölmiðlunum á nýliðnum vikum og mánuðum, oftast í samsetning- unni hátækni.sjúkrahús. Þaö finnst hvorki í Iðorða- safni lækna, Islensku alfræðiorðabókinni né í Is- lenskri orðabók. Undirritaður veit ekki hver á heiðurinn af samsetningunni, né hver er skilgreining hugtaksins hátækni. Hugmyndin er í sjálfu sér ágæt. í hugann koma orð eins og háfermi, háhiti, hámark, háskóli og hátign, og lesandinn fær þá hugmynd að hátæknin gnæfi yfir aðra tækni. Án aðstoðar gæti honum í sakleysi sínu dottið í hug að hátæknisjúkra- hús gnæfði yfir önnur hvað varðar fjölbreytni og gæði rannsókna og lækninga og að hátæknisjúkrahús væri þess vegna gott sjúkrahús. Það má þó víst ekki verða. Áróðursmeistararnir ætlast til þess að áheyrandinn skynji aðra merkingu, þá að Landspítali og Borgar- spítali séu vondir staðir af því báðir séu hátækni- sjúkrahús. Á síðasta ári var þess einnig getið að fæð- ingadeild Landspítala væri orðin hátæknideild og um leið gefið í skyn að slíkt væri ekki gott. Mikið geta orð verið varasöm. Lbl 1996; 82: 660 Hátæknisjúkrahús I SÍÐASTA PISTLI VAR FJALLAÐ UM NÝYRÐIÐ hátæknisjúkrahús og þann neikvæða blæ sem hugtakið hefur fengið í dægurmála- umræðunni. Þessari dularfullu og óskilgreindu hátækni er ljóst og leynt kennt um stöðugt hækkandi útgjöld til heilbrigðismála. Stolt okkar yfir því, að starfsmenn og stofnanir hins íslenska heilbrigðis- kerfis séu meðal þeirra bestu, skal bælt og í staðinn vakin sektarkennd til þess að þjóna þeirri gömlu afturhaldskenningu að tæknidraugurinn muni von bráðar gleypa okkur öll, ef ekki með því að ná stjórn á lífi og líkamsstarfsemi einstaklinganna, þá með því að sjúga til sín alla fjármuni okkar og samfélagsins í heild. Hátækni er einnig leidd fram sem illvígur og tilfinningalaus andstæðingur hins mannlega og meðbróðurlega í umönnun sjúkra. Það er látið gleymast að hátæknin (hver sem hún er!) er ekki ann- að en tól í hendi þeirra sem hafa helgað sig þjónust- unni við sjúka og með eiði skuldbundið sig til þess að gera það eitl sem sjúklingum þeirra verði „til gagns og nytsemdar“. Hvað illt sem um notkun heitisins há- tæknisjúkrahús má segja, er hitt þó sennilega enn verra ef á flot færi sú hugmynd að aðrar stofnanir bæri að kenna við lágtækni! Tækni og vísindi Það hefur oft valdið undirrituðum gremju hvernig frétta- og fjölmiðlamenn fara með orðin tækni og vís- indi þegar þeir endursegja fregnir af erlendum vett- vangi. Oftast er um það að ræða að talað er um vísindi í stað tækni og vísindamenn í stað tækni- manna eða sérfræðinga. Vera má að þýðendum sé oft nokkur vorkunn, einkum þegar þýtt er úr tungumáli sem ekki gerir skíran greinarmun. Samkvæmt Orðsifjabókinni er fleirtöluorðið vísindi dregið af lýsingarorðinu vís sem merkir vitur eða áreiðanlegur. Kvenkynsorðið vísend og hvorugkynsorðið vísendi eru til í gömlu máli og voru notuð um kunnáttu og þekkingu, jafnvel um galdrakunnáttu og fjölkynngi. Vísindi er nú fyrst og fremst notað á tvo vegu, annars vegar um það sem einnig má kalla frœði, lcerdóm eða þekkingu (sbr. læknavísindin) og hins vegar um það sem nefna má vísindastörf eða vísindarannsóknir. Síðari merkingunni er vel lýst í Islenskri orðabók Máls og menningar: athuganir, rannsóknir gerðar á kerfis- bundinn, óhlutdrægan, raunsœjan hátt til að afla sannrar þekkingar, þó betur færi sennilega á því að þarna kæmi „nýrrar“ í stað „sannrar“. Samkvæmt síðari merkingunni eru vísindamenn þeir einir sem fást við öflun nýrrar þekkingar með því að gera at- huganir, rannsóknir eða tilraunir á kerfisbundinn og hlutlægan hátt. Orðið tækni er einnig notað á tvo vegu, annars vegar til að lýsa aðferð sem menn beita í starfi, námi, list eða íþrótt (sbr. námstækni, tækni list- málara, tækni spjótkastara) og hins vegar til að lýsa útbúnaði, tækjum eða vélum sem beitt er í starfi eða við úrlausn hagnýtra verkefna. Tæknimenn eru þá allir þeir sem nota, fást við eða beita útbúnaði, tækjum eða vélum á hagnýtan hátt, og má þá einu gilda hversu flókin eða háþróuð tól þeirra eru. Vís- indamenn verða þeir ekki nema þeir noti búnað- inn til að afla nýrrar þekkingar með hinni kerfis- bundnu, óhlutdrægu, vísindalegu aðferð. Loks má benda á að enska orðið scientist er oft notað um sérfræðing á tilteknu fræðasviði, hvort sem hann er tæknimaður eða vísindamaður. Umbrotsefni I 78. pislli var fjallað lítillega um efnaskipti í fram- haldi af fyrirspurn um íslenskt heiti á antimetabolite, Læknablaðid / FYLGIRIT 41 2001/87 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.