Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 87

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 87
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 um þá líkamsþyngd sem talin er æskilegust fyrir til- tekinn mann. Blóðstorkusótt Fyrirbærið disscminated intravascular coagulation er skráð í íðorðasafninu með því stirðlega íslenska heiti dreifð blóðstorknun. Stungið er upp á því, án rökstuðnings að sinni, að það verði nefnt blóðstorku- sótt. Lbl 1996; 82: 804 Blóðstorkusótt í SÍÐASTA PISTLI VAR STUNGIÐ UPP Á ÞVÍ AÐ FYRiRbærið disseminated intravascular coagulation fengi íslenska heitið blóð- storkusótt. Um er að ræða blæðingaheilkenni, sem stafar af ótímabærri og útbreiddri storknun blóðs víðs vegar um líkamann, oft í tengslum við sýkingu af völdum Gram-neikvæðra baktería. Fíbrín fellur út og myndar litla storkutappa sem festast í smáæðum, stffla þær og koma af stað vefjaskemmdum. Blóðflögur og storkuþættir í blóðrás eyðast upp og blæðingar í húð, meltingarvegi og heila geta orðið lífshættulegar. Astandið er þó ekki bundið við sýkingar, það getur komið fram við vefjaskemmdir af ýmsu tagi, svo sem bruna, útbreidd illkynja æxli, alvarlega ofþornun, blóðsýringu og fylgjulos. Orðið sótt hefur einkum verið notað um sjúkdóma af völd- um sýkinga og getur því að nokkru leyti átt vel við hér. Gaman væri að heyra viðbrögð lækna við hug- myndinni. Fibrosis Lengi hefur staðið til að taka latneska heitið fibrosis til skoðunar. Pað er þó hægar sagt en gert að taka til í eigin ranni, en fibrosis er meðal þeirra erlendu fræði- orða sem oftast er slett í vefjameinafræði. Iðorða- safnið gefur upp íslensku þýðinguna netjuhersli, sem undirrituðum sýnist afleit, því að annars staðar kemur fram að netja er omentum og hersli er sclerosis. Sú skýring er þó látin fylgja að fibrosis sé „bandvefs- aukning". Læknisfræðiorðabók Stedmans gefur þá skýr- ingu að fibrosis sé bandvefsmyndun sem kemur fyrir við viðgerð og önnur vefjaviðbrögð, andstœtt við myndun þess bandvefjar sem er eðlilegur hluti líffœris eða vefjar. Þetta er í samræmi við útskýr- ingu Guðmundar Flannessonar í Islenskum líf- færaheitum: óeðlilegur bandvefsvöxtur í líffœri. Orðhlutaskoðun leiðir í ljós að latneska heitið fibra var notað um þræði eða trefjar og að gríska viðskeytið -osis táknar ástand eða ferli. Til gamans má geta þess að íslensk orðabók Máls og menn- ingar segir að þráður sé band, taug eða strengur og að trefja sé trosnaður þráður. Trefjun Við nýja þýðingu á Alþjóðlegu sjúkdómaskránni var tekin sú ákvörðun að fibrosis skyldi nefnast trefjun. Þetta hefur það í för með sér að orðhlutinn Ðbro- verður í flestum samsetningum trefja-. Fibrocartilage (brjósk sem inniheldur trefjar) verður trefjabrjósk, fibrocyte (fruma sem myndar trefjar) verður trefja- fruma, fibroma (æxli sem inniheldur trefjar) verður trefjaæxli, lýsingarorðið fibrosing verður trefjandi eða trefjamyndandi og sá vefur sem á ensku nefnist fibrous connective tissue (trefjaður bandvefur) verður trefjabandvefur. Trefjablöðrusjúkdómur Meðan á þessum hugleiðingum stendur rifjast upp heitið fibrocystic disease, sem annars vegar er notað um algengt sjúkdómsfyrirbæri í brjóstum kvenna og hins vegar um meðfæddan efnaskiptasjúkdóm, sem kemur fram í útseytikirtlum (glandulae exocrinae) og hét áður fibrosis cystica eða mucoviscidosis (ástand með seigu eða límkenndu slími). Fyrir síðamefnda sjúkdóminn valdi Orðanefnd læknafélaganna á sínum tíma heitið slímseigjuvanþrif, sem ekki hefur náð neinum teljandi vinsældum, og heitið slímseigjusjúk- dómur, sem sett var í Alþjóðlegu sjúkdómaskrána, virðist lítið skárra. Gríska heitið cystis er notað um afbrigðileg þekjuklædd holrými í vefjum og líffærum, sem ýmist hafa verið nefnd blöðrur eða belgir á ís- lensku. Undirritaður hefur einnig notað heitið belg- mein þar sem því verður við komið. Með þetta í huga má búa til heitin trefjablöðrusjúkdómur, sem nota má um meðfædda sjúkdóminn, og blöörutrefjun, sem nota má um brjóstasjúkdóminn. Fíbrín Þegar litið er í Iðorðasafnið, hefti F-G, kemur í ljós að á nokkrum stöðum hefur ekki verið nægilega vel greint á milli orðhlutanna fibro- og fibrino-. Fíbrín er trefjaefni sem myndast við storknun blóðs. Ákveðið var að efninu skyldi ekki gefið nýtt íslenskt heiti heldur skyldi latneska heitið umritað til samræmis við íslenskan framburð. Til samræmis við það ættu eftirtalin heiti að breytast: fibrino- cellular verði fíbrín- og frumu-, fibrinohemor- rhagic verði fíbrín- og blóð-, fibrinous adhesion verði fíbrínsamvöxtur, fibrinous calculus verði fíbrínsteinn og fibrinous cataract verði fíbríndrer. Rétt er síðan að breyta einnig íslenska heitinu fibrous adhesion, sem verði þá trefjasamvöxtur. Lbl 1996; 82:876 Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.