Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 92

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 92
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 því aö frálag er hér þýðing á enska heitinu output, en það nefnir íðorðasafn lækna einungis afköst, og að ílag er þýðing á heitinu input, sem íðorðasafnið nefnir einungis ívarp. Meðal hjartalækna hafa output og input fengið snilldarheitin útfall og aðfall til samræmis við heiti sjávarfalla, en það er líklega útúrdúr frá megin- efninu. Orðaskrá úr uppeldis- og sálarfræði gefur þýð- inguna viðgjöf og útskýrir: ferli, sem veitir einstak- lingi vitneskju um ástand sitt og áhrif gerða sinna, svo sem mistök sem leiðrétta þyrfti. Vafalítið hefur þetta nýyrði, viðgjöf, orðið til á grundvelli þeirrar hugsunar að viðbragð annarra sé sú gjöf sem ein- staklingur fær til vitneskju um ástand eða gerðir sínar. Afturboð, endurboö A íslensku eru fyrirmæli og orðsendingar oft nefnd boð. svo sem í samsetningunum boðorð, heimboð, skilaboð, tilboð og þingboð. Nafnorðið boð kemur einnig fyrir í líf- og læknisfræðilegum samsetningum, svo sem boðefni og taugaboð. Undirrituðum kom því í hug að smíða mætti nýtt samsett heiti sem nota mætti um boð sem berast til baka. Að sinni komu ekki fram aðrar hugmyndir en afturboð og endur- boð. Gaman væri að heyra tillögur eða aðrar skoð- anir lesenda. Andverki, mótverki í SÍÐASTA PISTLI VAR RÆTT UM NÝTT ÍSLENSKT heiti á agonist, efni sem getur tengst frumuviðtaka og framkallað svörun. Stungið var upp á karlkynsnafnorðinu verki í stað heitisins gerandefni sem birt er í Iðorðasafni lækna. Viðbrögð hafa enn engin orðið, enda sá pistill varla kominn á náttborð lækna áður en þessi var skrifaður. Ekki var minnst á antagonist, efni sem verkar gegn áhrifum annars. Forskeytið ant- er komið úr grísku, stytting á anti- sem samkvæmt læknisfræði- orðabók Stedmans merkir: á móti, andstœtt, í stað- inn fyrir. Sé um lyf að ræða má nefna það mótlyf. Heitið niótefni er hins vegar þegar frálekið og notað í ónæmisfræði um það sem á ensku nefnist antibody. Sömuleiðis er heitið andefni frátekið, notað í kjarneðlisfræði um efni samsett úr and- eindum venjulegra róteinda. Þá liggur beint við að stinga upp á heitunum andverki eða mótverki til að nota um antagonist. Samvöðvi, mótvöðvi Heitin agonist og antagonist eru einnig notuð um vöðva sem hreyfa eins eða andstætt hver öðrum. Iðorðasafnið nefnir þá gerandvöðva og mótvöðva. Verki Magnús Snædal, málfræðingur, ritstjóri íðorðasafns lækna, var beðinn um íslenskt heiti á agonist, efni sem getur tengst frumuviðtaka og framkallað dæmi- gerða svörun. Iðorðasafnið birtir þýðinguna gerand- efni, en það þótti nú full stirðlegt. Erlenda heitið er komið úr grísku, af nafnorðinu agon, sem merkir barátta eða samkeppni. Agonist er því efni sem verkar eins og annað tiltekið efni, og keppir þá um leið við það um að bindast tilteknum frumuviðtök- um. Agonist er einnig notað um vöðva sem stuðlar að sömu eða svipaðri hreyfingu líkamshluta og einhver annar vöðvi. Upphaflegt verkefni Magnúsar var reyndar að finna viðráðanlegt heiti á íslensku í stað samsetn- ingarinnar: beta-adrenoceptor agonist, sem eftir beinni orðabókarþýðingu yrði beta-nýrilviðtaka- gerandefni. Eftir talsverða umhugsun og tölvu- boðskipti kom okkur saman um að kasta fram hugmyndinni beta-nýrilverki, sem er karlkyns- nafnorð og má nota um efni sem verka á beta- viðtaka í nýrnahettum. Verki er gamalt heiti á úlfi Oðins og merkir hinn gráðugi. E.S. I síðasta pistli var gert ráð fyrir áframhaldandi umfjöllun um orð tengd flogaveiki. Það verður að bíða betri tíma. Lbl 1997;83: 340 Aftur vill undirritaður leggjast gegn orðhlutanum gerand- þegar verið er að flokka vöðva í hópa sem samherja eða mótherja. Gerandi er sá sem gerir eða framkvæmir eitthvað, en það heiti getur átt við um alla starfhæfa vöðva. Án þess að kafa nokkuð dýpra í málið má stinga upp á því að samverkandi vöðvar nefnist samvöðvar og að andstætt verkandi vöðvar nefnist áfram mótvöðvar. Gerandvöðvi get- ur hins vegar átt vel við þegar verið er, án saman- burðar við aðra vöðva, að vísa til vöðva sem veldur tiltekinni hreyfingu, en heitið er þó óneitanlega stirðlegt. Vera má einnig að oft megi fara aðra leið í íslenskri umræðu en gert er í formlega erlenda fræðimálinu. I stað „helsti gerandvöðvi olnboga- beygju (aðalagónisti kúbítusflexsjónar!) er tví- höfði upparms“ má til dæmis segja: „helsti beygi- vöðvi í olnboga er tvíhöfði upparms". Gaman væri að heyra um það hvort og hvernig þessi heiti, agonist og antagonist, eru notuð í daglegu lækna- máli. Epldural Jón Sigurðsson, svæfingalæknir, sendi nýverið stutta hugleiðingu um svonefndar mænudeyfingar. Tilefnið 90 92 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.