Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 117
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130
inn með þessari skurðaðgerð. Nú má hins vegar lesa
þá skýringu í læknisfræðiorðabók Stedmans að að-
gerðin sé kennd við keisara af því að hún hafi verði
tilgreind í rómversku lögbókinni Lex cesarea frá því
715 f.Kr. og sé þannig miklu eldri en Gajus Júlíus.
Hafa ber það sem sannara reynist.
Enska lýsingarorðið elecfive má þýða með ís-
lensku orðunum kjörinn, valfrjáls eða með for-
skeytinu val-. Elective cesarean section verður þá
valfrjáls eða valinn keisaraskurður, andstætt keis-
araskurði sem ekki er hægt að komast hjá að gera,
til dæmis við bráðatilvik. íðorðasafn lækna birtir
eingöngu spurningarmerki „?“ með flettunni elec-
tive operation. Slíka aðgerð má nefna valaðgerð,
en heitið valkeisaraskurður og styttingin valkeisari
eru ekki eins lipurleg og undirritaður vildi. Því er
óskað eftir tillögum lesenda.
Lbl 1999; 85:1005
Lobus, krabbameinsheiti
Lafpi er eitt af þeim orðum, sem sumir
læknar vilja nota sem líffærafræðiheiti, en
undirritaður hefur aldrei getað vanist.
íslensk orðabók Máls og menningar gefur val á
nokkrum almennum merkingum: 1. bót. 2. hundur
(köttur) með hvítar tœr. 3. eins konar hoppdans. 4.
líttunnin kópía afljósmynd. Líffærafræðiheitin frá
1995 nota íslenska heitið blað um lobus og bleðill
um lobulus, en heitið lappi finnst þar ekki.
Alþjóðleg líffæraheiti Jóns Steffensen frá 1956
birta heitin blað (deild) fyrir lobus og snepill eða
bleðil (hverfi) fyrir lobulus. Vera má að finna megi
betri heiti en blað og bleðill, en lappi er ekki meðal
þeirra. Hjákátlegt þótti undirrituðum til dæmis að
heyra heitið framlappaflogaveiki notað í virðu-
legum fyrirlestri um þá flogaveiki sem talin er eiga
uppruna í lobus anterior. Fyrirlesarinn var reyndar
með glettniblik í auga þegar hann lét þetta flakka
og hefur sjálfsagt viljað ögra áheyrendum sínum
eitthvað, hugsanlega til að finna betra heiti.
Erlenda heitið nefndi hann ekki, en vafalítið hefur
það verið frontal lobe epilepsy, og orðrétt þýðing
Iðorðasafnsins á því mun vera ennisblaðsfloga-
veiki.
Krabbameinsheiti
Hrafn Tulinius, yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu,
hafði samband til að koma á framfæri tveimur
krabbameinsheitum og fá umræðu um þau. Bjarni
Bjamason, læknir og fyrrum formaður Krabbameins-
félags íslands, bjó á sínum tíma til íslensku heitin
huldukrabbaniein fyrir það krabbamein sem á
ensku nefnist occult carcinonia og levnikrabbamein
fyrir það sem nefnist latent carcinoma.
Krabbi, krabbamein
Áður en lengra er haldið vill undirritaður benda á að
heitið krabbi er mikið notað til að tákna illkynja æxli
og hefur náð góðri festu í talmálinu sem samheiti fyrir
illkynja æxli. Allur almenningur skilur nú hvað við er
átt þegar minnst er á brjóstakrabba, lungnakrabba,
magakrabba eða ristilkrabba. íslensk orðabók Máls
og menningar tilgreinir að krabbi sé: 1. krabbadýr;
skjaldkrabbi, 2. krabbamein. 3. sérstakt stjörnu-
merki, krabbamerki. íslenskaorðsifjabókinbendirá
skyldleika við orð í málum nálægra þjóða, krabbe
(danska), krabba (sænska), crabba (fornenska) og
krabbe (miðlágþýska). íslenska sögnin að krabba
merkir að skrifa illa; káfa, róta í, slá illa, óvandlega.
Krabbamein er formlegra heiti og er sennilega meira
notað í ritmáli. Upphaflega var gerð tilraun til þess að
takamarka notkun þess við illkynja æxli af
þekjuuppruna (sjá kassa), en það hefur ekki gengið
eftir.
Talið er að það að líkja meininu við krabbadýr
sé mjög gamalt og byggist á því að læknar
fornaldar hafi skoðað illkynja æxli í vefjum eða
líffærum og séð þau teygja frá sér ífarandi
æxlistotur eins og krabbadýrin teygja út limi sína.
Krabbameini má einnig líkja við krabbadýr á þann
hátt að bæði séu þekkt að því að grípa fast með
griplimum sínum og sleppa síðan ekki takinu.
Latneska orðið cancer merkir krabbadýr, en það
hefur verið tekið óbreytt upp í ensku til að tákna
krabbamein. Heitið carcinoma er komið úr grísku
þar sem karkinos merkir krabbi. í færeysku er
notaö heitið krabbamein. í dönsku er heitið kræft
og í þýsku Krebs.
Occult carcinoma
Það fyrirbæri, sem Bjarni Bjarnason vildi nefna
liuldukrabbamein, skilgreinir Læknisfræðiorðabók
Stedmans svo: klínískt ógreint frumœxli, með
greindum meinvörpum. Iðorðasafn lækna tilgreinir
carcinoma occulta, leynikrabbamein, Krabbamein
sem ekki er grunur um fyrr en meinvörp gera vart
við sig. Latneska lýsingarorðið occultus merkir
falinn, dulinn, leynilegur, óskynjanlegur, frátekinn
eða lokaður, en er í læknisfræði notað um það sem er
falið, dulið, ekki komið fram eða hefur ekki gefið sig
til kynna.
Latent carcinoma
Hitt fyrirbærið, sem Bjarni vildi nefna leyni-
krabbamein. er ekki sérstaklega skilgreint í Læknis-
fræðiorðabók Stedmans, en þar er lýsingarorðið
Læknablaðið / fylgirit 41 2001/87 117