Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 119

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 119
IÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 atopy og lýsingarorðinu atopic, fylgja einungis spurningarmerki (?). Engin íslensk heiti hafa því fundist meðan ritsafnið var í smíðum. Síðan hefur að vísu verið skráð heitið bráðaofnæmishneigð. „Bráðaofnæmi“ á við um ofnæmi af tegund I og „hneigð“ vísar í þá tilhneigingu þessara einstak- linga til að sýna ofnæmisviðbragð. Óskað er eftir aðstoð við að finna íslenskt heiti sem nálgast það að vera eins lipurt og það latneska. Veira Undirritaður telur sig í vaxandi mæli verða varan við það að ákafir fréttamenn gleymi því ágæta heiti veira í stað latneska heitisins virus. Einn heyrðist meira að segja tala um „víru“ í beljandi lýsingu á skelfilegum sjúkdómsfaraldri sem yfir okkur gæti dunið á næstu vikum. Það er sorglegt ef þetta góða heiti, veira, tapast í flumbrugangi síbyljunnar. Læknisfræðiorðabók Stedmans skilgreinir veirur þannig: flokkur smitvera sem komast í gegnum síur sem stöðva bakteríur, sjást venjulega ekki í Ijóssmásjá, skortir óháð efnaskipti og geta ekki vaxið eða fjölgað sér utan lifandi frumna. Til gamans má geta þess að ein latneska orðabókin birtir orðin slím, eitur, sterk lykt og selta til að þýða orðið virus. Söguna um tilurð heitisins veira má lesa í ritsafni Vilmundar Jónssonar, fyrrum landlæknis, Með hug og orði, í grein sem hann nefnir Vörn fyrir veiru, sjá ramma. Lbl 2000; 86:139 Sigurður Pétursson, gerlafræðingur, hafði þetta að segja um nýyrði Vilmundar: „Nafnið veira hefur líka verið notað á þennan lífveruflokk í íslensku niáli, en hefur ekkert fram yfir orðið vírus nema tilgerðina. Orðið vírus fer vel í málinu og beygist eins og prímus.“ Um tillögugerð sína sagði Vilmundur: „Þótti mér nú sem valið stæði á rnilli orðanna væra og veira. Svo mjög sem ég hefði kosið hið fyrrnefnda orð vegna miklu nánari hljóðlíkingar, hafnaði ég því þó vegna lifandi sjúkdómsmerkingar þess, sem ég óttaðist að gæti valdi ruglingi.“ Vilmundur tók þó heitið veira í notkun en varð síðar fyrir sárum vonbrigðum þegar hann bar tillögu sína undir aldavin sinn Halldór Halldórsson, dósent, og fékk svar málræktarmannsins og nýyrðasafnarans: „Við ætlum að kalla það víru.“ Ofnæmishneigð Þorgeir Þorgeirsson, yfirlæknir á FSA, sendi bréf með hugleiðingu í tilefni af umræðu um heitið atopia í síðasta pistli. Honum er mikið niðri fyrir þegar hann segir: „Svo er að sjá sem fyrirbœrið eða réttara sagt heitið ofnœmi sé enn að velkjast fyrir lœknislœrðum mönnum. Atopia heitir til að mynda ekki lengur ofnœmis- hneigð, heldur „bráðaofnœmislmeigð". Hvað ber til? Málið œtti raunar löngu að vera útrœtt. “ Atopia, allergia Hvað sem um það má segja, þá er ljóst að mörg heitin sem notuð eru í ónæmis- og ofnæmisfræðum hafa löngum vafist fyrir bestu mönnum. Á það ekki síður við um erlendu heitin en þau íslensku. Flest þau erlendu urðu til löngu áður en fræðimenn vissu nákvæmlega hvað lá að baki fyrirbærunum sem þeir voru að gefa heiti. Mörg heitin voru því almenn og gáfu ekkert sértækt til kynna. Skýringin í síðasta pistli á upprunalegri merkingu atopia sýnir það vel, fyrirbæri sem er undarlegt, framandi, skrýtið eða ókunnuglegt. Svipað má segja um heitið allergia. Það er komið úr grísku þar sem allos merkir annar eða annars konar og ergon merkir vinna eða starfsemi. Það gefur afar lítið til kynna að segja að allergia sé fyrirbæri með annars konar starfsemi í vef eða h'ffæri. Sagan segir þó að það heiti hafi verið sett fram árið 1906 af austuríska barnalækninum Clemens von Pirquet til að lýsa þeim sértæku viðbrögðum sem fram komu í húð hjá túberkúlín-(of)næmum einstak- lingum. Með vaxandi þekkingu koma fram nýjar og oftast nákvæmari skilgreiningar á hugtökunum. Heiti, sem upprunalega voru mjög almenn og ógagnsæ, geta þannig að lokum fengið mjög þröngt og sértækt merkingarsvið. Ofnæmi, ofurnæmi Af þessu tilefni er sennilega ástæða til að ræða frekar um ofnæmi. Um forskeytið of- segir íslensk orðabók Máls og menningar: meir(a) en hœfilegt er, úr hófi og um nafnorðið næmi er sagt: 1. námshœfileikar, það að vera nœmur. 2. viðkvœmni gagnvart áhrifum. 3. í Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87 119
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.