Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 124

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 124
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 þýðing samkvæmt íðorðasafninu gæti verið dausgarnar- og bakraufarpoki eða dausgarnar- og endaþarmsopspoki. Orðið kvos merkir dœld, dalverpi eða bolli og kemur því ekki til greina í þessu sambandi. Samkvæmt frásögn Tryggva getur verið um nokkrar mismunandi útlitstegundir tenginga að ræða (J-pouch, S-pouch, H-pouch) og því mjög erfitt að finna eitt heiti sem lýsir útliti fyrirbærisins nákvæmlega. Hægðageymir er hins vegar heiti sem lýsir vel hinu starfræna hlutverki. A sænsku mun heitið vera backen reservoir. Bácken merkir mjaðmagrind og reservoir er geymir, þró, hylki, ílát, birgðir eða forði. Ásgeir Blöndal, læknir á Húsavík, tók saman bókina Líkams- og heilsufræði og gaf út árið 1924. Þar segir meðal annars: „Vjelindið gengur neðst úr kokinu, aftan barkans, niður með hryggnum, gegnum þindina og niður í efra magaop." „Maginn er allstór poki, sem liggur fyrir neðan þindina undir vinslra síðubarði, gengur þaðan niður á við til hægri, er víðastur ofan til, en mjókkar, er dregur niður að neðra magaopi." „Skeifugörnin tekur við neðan magans, og er hún stutlur skeifuboginn garnarspotti, sem liggur utan um hægri enda briskirtilsins." „Blágirnið er mestur hluti garnanna (um 5 metra langt), sem liggja í mörgum bugðum og fylla kviðarholið, — “ „Langinn. Hann er miklu gildari og liggur í stórri lykkju, fyrst upp með hægri síðu, upp að lil'ur, síðan þvert yfir kviðinn, neðan bringspala, út að vinstri síðu; þaðan niður vinstra megin, niður að mjaðmagrind. Þar sem langinn byrjar, er nokkur hæll niður á við - langabotninn. Út úr honum gengur lítill, blindur garnastúfur - botnlanginn.“ „Endagörnin tekur við af langanum.“ Meta-analysis Það er skoðun undirritaðs að lausnin felist í því að sætta sig við þýðingu íðorðasafnsins, pouch = poki, og nota það í ofangreindum samsetningum, en að eiga einnig á takteinum heitið hægðageymir þegar lýsa þarf starfsemi eða hlutverki. Vera má að orðið posi geti einnig komið til greina, vegna hljóðlíkingar við pouch, en það er notað í vefja- og líffæraheitunum um sacculus á sama hátt og poki er notað um saccus. Annað mál er svo sú staðreynd að heitin ásgörn = jcjunum og dausgörn = ileum hafa átt mjög erfitl uppdráttar hjá íslenskum læknum. Lbl 2000; 86:465 124 Miklar kröfur eru gerðar til fræðilegra staðreynda á sviði læknis- fræðinnar, meðal annars þær að hvert þekk- ingaratriði sé þrautkannað og margstaðfest áður en það fær vist í hinum „viðurkennda" þekkingarforða. Fjöldi kannana og rannsókna liggur því á bak við flestar læknisfræðilegar staðreyndir, en slíkar athuganir eru þó ekki endilega þannig gerðar að auðvelt sé að ná fram sameiginlegri niðurstöðu. Þeirri aðferð er þá oft beitt að nota sérstakar tölfræðilegar aðferðir til að gera samantekt á niðurstöðunum. Slík greining er nefnd meta-analysis. Upplýsingar um þetta fyrirbæri er ekki að finna í Iðorðasafni lækna, en læknisfræðiorðabók Stedmans lýsir svo: Sá ferill að nota tölfrœðilegar aðferðir til að sameina niðurstöður i'tr mismunandi athugunum; markvisst, skipulegt og formgert mat á viðfangsefni, framkvœmt með því að nota upplýsingar úr mörgum mismunandi könnunum á viðfangsefninu. Gerð var leit í greinasafni Medline og fannst fljótt fjöldi greina (sjá kassa) sem tengdust fyrirbærinu meta-analysis (metaanalysis). Skilgreining leitarorðsins er þessi: Magnbundin aðferð til að sameina niðurstöður óháðra kannana (sem oft eru fundnar í útgefnu greinasafni) og byggja upp samantektir og niðurstöður sem nota má til að meta virkni meðferðar, skipuleggja nýjar kannanir —. Augljóst er að gerðar eru miklar kröfur til þeirra aðferða sem beita þarf til að gefa megi fræðilegri samantekt þetta virðulega heiti, meta-analysis. Haldnir hafa verið markvissir vinnufundir og settir saman starfshópar sérfræð- inga til að lýsa aðferðafræðinni og útlista skilmerki hennar. Tölfræðin er í lykilhlutverki og nálgunin á að vera skipuleg og gagnrýnin, en fyrirfram hlutlaus og strangvísindaleg. Greining Heitið meta-analysis er komið úr grísku. Fyrsti orðliðurinn meta- er útskýrður þannig í íðorðasafni lækna: Merkir: a) aftan við, handan við, fjarlœgur, b) á milli, á meðal, c) breyting, ummyndun, d) eftir, 124 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.