Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 126

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 126
IÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Aðalsteinn Jens Loftsson lyfjafræð- ingur segir: Sem sagt frekar óljós flokkun sem að mínu viti œtti helst ekki að beita. Frá faglegum sjónar- hóli tel ég miklu nœr að halda sig við vel skilgreinda flokkun, s.s. ATC, áhrif og aukaverkanir. Einkjörnungasótt í Lyfjatíðindum, 3. tölublaði, 7. ár- gangi, árið 2000, er meðal annars fjallað um sjúkdóm sem á fræðimálinu nefnist niononudcosis infcctiosa. Svo illa er þar farið með íslenskt heiti sjúkdómsins að ekki verður við unað athugasemdalaust. I efnisyfirliti greina blaðsins á bls. 7 er hann fyrst nefndur „einkirnigssótC en í fyrirsögn á bls. 54 „einkyrningssótt". Viðmælandi blaðamanns- ins getur að vísu um heitin eitlasótt og kossasótt, en síðan er sjúkdómurinn ætíð nefndur cinkyrningssótt. Að auki er ekki farið rétt með hið erlenda heiti í inngangi viðtalsins, en þar birtist það sem „mononoclosis“. Ekki skal amast við nýjum hugmyndum, en gera verður þá kröfu að rétt sé farið með fyrirliggjandi fræðiheiti og að stafsetning þeirra sé ætíð rétt. Að minnsta kosti þrjú íslensk fræðiheiti liggja þegar fyrir. íslensk læknisfræðiheiti Guðmundar Hannessonar birta heitið einkirningasótt (bls. 65) og íðorðasafn lækna bætir við eitlasótt (bls. 300), en Alþjóðleg tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála (ICD-10) breytir íslenska heitinu í cinkjörnungasótt (bls. 86). Einkjörnungar Hið latneska heiti sjúkdómsins byggðist á því að afbrigðilegar einkjarna frumur sáust við smásjár- skoðun á blóði. Þær nefnir íðorðasafnið einkjörn- unga en Islensku læknisfræðiheitin stórkirninga (bls. 65). Kjörnungur og kirningur eru bæði rétt mynduð íslensk heiti sem vísa til kjarna. Frumur með marga kjama mætti ýmist nefna margkjörnunga eða niargkirninga. Heitið kyrningur er hins vegar dregið af „korn“ og vísar þess vegna í frumur sem innihalda korn. Frumur með mörg korn í frymi sínu mætti nefna margkyrninga. Oft verður mönnum hált á því hvort rita á „i“ eða „y“ í sjaldgæfum orðum. Það var einmitt til þess að koma í veg fyrir slíkan rugling, að Orðanefnd læknafélaganna valdi heitið kjörnungur, en ekki kirningur, til að vísa í kjarna frumnanna. Hitt er svo annað mál að cinkjörnungur er ekki sérlega gegnsætt heiti til að nota um eina tiltekna frumutegund (L. monocytus), því að langflestar frumur í vefjum mannsins hafa aðeins einn kjarna. „Óheföbundin" geöklofalyf í síðasta- pistli (Lbl 2000;86:533) var sagt frá fyrir- spum vegna aðgreiningar tveggja hópa geðklofalyfja, conventional og atypical. Þó litlar upplýsingar lægju fyrir, var málið afgreitt að bragði með tilvísun í venjulegar merkingar þessara orða, annars vegar hefðbundinn, venjulegur og hins vegar óhefðbund- inn, óvenjulegur. Bent var einnig á að læknar nota lýsingarorðið atypical gjarnan um það sem er talið afbrigðilegt, frábrigðilegt. Auðvelt er því að láta sér 125 detta í hug að í síðari hópnum séu óvenjuleg lyf eða afbrigðileg á einhvem hátt, en vandamálið við að finna nothæfa íslenska þýðingu snýst um það að gera sér grein fyrir því hvers vegna annar lyfjahópurinn er nefndur „atypicaF. Aðalsteinn Jens Loftsson, lyfjafræðingur, sendi tölvubréf með stuttri athugasemd. Hann taldi þessa flokkun geðklofalyíja hafa komið fram eftir að farið var að nota lyf eins og klósapín, sem virtust síður valda tilteknum aukaverkunum. Undirrituð- um fannst þetta furðuleg þversögn, ný lyf með minni aukaverkanir em nefnd atypical, en eftir þessa ábendingu mátti hefja upplýsingaleit. Um lyfið Leponex (clozapinum) segir meðal annars í Sérlyfjaskrá frá 1998: Verkunarmáti er ekki full- komlega Ijós, en lyfið hamlar adrenvirk, kólínvirk og histamínvirk viðtœki. Hefur auk þess vœg andserótónínvirk og anddópamínvirk áhrif. Um ábendingar til notkunar þessa lyfs segir síðan: Geðklofi, sem ekki hefur svarað hefðbundinni meðferð með a.m.k. tveimur öðrum lyfjum. Með þessu er skilningur sennilega fenginn, lyfin má nefna óhefðbundin meðan verkunarmáti er ekki ljós og meðan hefðin kallar fyrst á notkun annarra lyfja. Undirritaður gaf í skyn í fyrri pistli að þessi flokkun væri tímabundin og Aðalsteinn Jens tekur undir það (sjá kassa). Viðtaki Framangreind tilvísun í Sérlyfjaskrána gefur tilefni til að rifja upp umfjöllun um heitið reccptor í 77. pistli (Lbl 1996;82:406). Þar er bent á að íðorðasafn lækna birti tvö íslensk heiti á hinu fræðilega fyrirbæri receptor, 1. nemi, 2. viðtaki, og þeirri skoðun undirritaðs var lýst í pistlinum að síðara heitið, viðtaki, hafi náð yfirhöndinni. Að tala um viðtæki byggist hins vegar á misskilningi og nokkurri vanþekkingu. Samkvæmt íslenskri orðabók Máls og menningar er orðhlutinn -taki notaður í sam- setningum um þann sem tekur við e-u eða tekur e-ð að sér: arftaki, verktaki. Tæki er hins vegar notað um verkfæri, smíðatól, áhöld og vélar. Viðtæki var á árum áður oft notað sem almennt heiti á því sem nú nefnist útvarpstæki, tæki til að taka við útvarpsbylgjum og breyta þeim í hljóð. Rétt er að minna á að án loftnets gátu tækin þó ekki tekið á móti neinum bylgjum. Læknisfræðilega merkingu heitisins viðtaki er ekki að finna í Islensku orðabókinni og þar er eingöngu tilgreind merkingin loftnet. Undirrituðum finnst það augljóst að frumuviðtaki, sem tekur við líffræðilegum sameindum á yfirborði frumna, er ágæt hliðstæða við útvarpsloftnet, ytri viðtakann sem tekur við útvarpsbylgjunum og sendir þær inn til útvarps- tækisins, sem að lokum breytir bylgjunum í hljóð. Lbl 2000; 86: 618 126 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.