Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 129

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 129
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Esophagus SlGURBJÖRN BlRGISSON, MELTINGARSÉR- fræðingur, hringdi og spurði hvert væri íslenska heitið á esophagus. Undirrituðum þótti sem meltingarsérfræðingnum væri farið að förlast illilega og svaraði án mikillar umhugsunar að það væri vclinda. Sigurbirni var greinilega brugðið við svarið þó hann tæki því af sinni alkunnu stillingu. Hrossahlátur heyrðist hljóma á bak við Sigurbjörn og síðan fylgdi upphrópunin: „Vissi ég ekki!“. Þar var þá að verki annar meltingarsérfræðingur, Asgeir Böðvarsson, og undirritaður fann að meira bjó undir en í ljós hafði komið við sakleysislega spurninguna. I skyndingu var komið á þriggja manna símtali og málið reifað og rætt. Sigurbjörn var að sjálfsögðu búinn að fletta upp í íðorðasafni lækna, en þar stendur skírum stöfum að íslenska heitið sé vélindi. Petta hafði Sigurbjörn viljað staðfesta með símtali við sérfróðan orðanefndarmanninn, sem nú brást honum illilega. Til þess að bjarga heiðri sínum myndaði undirritaður, fæddur Siglfirðingur, fljótt bandalag með Þingeyingnum Asgeiri til að sannfæra Sigurbjörn, borinn og barnfæddan Reykvíkinginn, að hér gæti verið um að ræða norðlensku annars vegar og sunnlensku hins vegar. Sigurbirni þótti greinilega ekki mikið til koma um Norðlendingabandalagið og vildi einfaldlega fá að vita hvort réttara væri vélinda eða vélindi. I fyrirhuguðu fræðsluátaki um bakflæði yrði annað hvort talað um vélindisbakflæði eða vélindabakflæði og vildi Sigurbjörn nota það sem réttara reyndist. Símtalinu lauk í bróðerni eftir að undirritaður hafði lofað að rannsaka læknisfræði- legar heimildir og hinir málvenju í hópi starfsbræðra sinna. Vélindi Undirritaður kannaði fjölmörg læknisfræðileg rit sem gefin höfðu verið út á Islandi á árunum 1884 til 1969. í öllum var notuð orðmyndin vélindi (vjelindi í þeim elstu). Sama gerðu íslensk læknisfræðiheiti frá 1954, íslensk líffæraheiti frá 1956 og íðorðasafn lækna, E-heftið frá 1991. Hjá Orðabók Háskólans fengust þær upplýsingar að sú orðmynd væri frá fyrri hluta sautjándu aldar og því upprunalegri og „réttari" en vélinda. sem væri frá síðari hluta nítjándu aldar. Með þessa vitneskju að vopni hafði hann aftur samband við meltingarsérfræðingana og tjáði þeim að réttara væri að nota heitið vélindi. Lokasetningin í röksemdafærslunni var þessi: „Við verðum víst að láta íðorðasafnið ráða!“ Vélinda Nú var komið að Ásgeiri Böðvarssyni að gefa sig ekki. Hann hafði á fundi með öðrum meltingar- sérfræðingum spurt hvora orðmyndina þeir notuðu og sögðust þeir allir nota heitið vélinda. Ásgeir bætti því við að ólíkt liprara væri að tala um vélindabakflæði heldur en vélindisbakflæði. Undir- ritaður var í hjarta sínu sammála en vildi láta fræðilegar röksemdir ráða. Aftur var leitað ráða og enn var farið í bækur. Hjá íslenskri málstöð fékkst það álit að orð- myndirnar væru jafngildar, báðar „réttar“. í Orð- sifjabókinni frá 1989 má finna orðmyndirnar vélinda, vélindi, vélendi, vœlindi, vœlinda og vœlimda. Þrátt fyrir að bent sé á tengsl við ákveðin orð í skyldum málum er orðfræðilegur uppruni talinn óviss. Hjá Orðabók Háskólans var viðruð sú skýring að breytingin frá vélindi í vélinda hefði sennilega orðið vegna áhrifa frá öðrum líffæraheitum sem enduðu á -a, aiiga, eista, hjarta, lunga, nýra. Sama má líklega segja um breytinguna frá milti í milta. Eftir að hafa einnig skoðað orðabækur þóttist undirritaður geta sett fram þá kenningu að orðmyndin vélinda ætti vaxandi fylgi að fagna og væri orðin ráðandi. Því til stuðnings má benda á að íslenska alfræði- orðabókin frá 1990 og Ensk-íslensk orðabók frá 1991 (báðar reyndar frá Erni og Örlygi) birta eingöngu heitið vélinda og að Islensk orðabók Máls og menningar birtir það sem aðalheiti þó báðar orðmyndirnar séu tilgreindar. Niðurstaðan varð að lokum sú að orðmyndin vélinda skyldi notuð í fræðsluátakinu Vitundar- vakning um vélindabakflœði. Lbl 2000; 86: 893 Dægradvölin Dægradvölin í síðasta pislli var úr ritlingi eftir Helga Skúlason, augnlækni á Akureyri. Hann ber heitið: UM GLAUKOMBLINDU. Leiðbeiningar fyrir almenning, og var gefinn út árið 1933. Úr síðustu setningunni var sleppt tveimur orðum: „- - að ekki sje allt með felldu hvað sjón þeirra .vnertir - Dægradvöl III er enn eldri. Spurt er um höfundinn og viðfangsefnið. Dægradvöl III. „Opt hef jeg haft með þann bannsettan kvilla að gjöra, en aldrei gjört neitt að gagni við hann fyr en nú nýlega á einum sjúkl. Þetta er einn af þeim sjúkd. sem er algjörl. kirur- giskur, en meðöl eru allajafna brúkuð við, þó þau vissulega sjeu með öllu bráðónýt. Jeg hef sagt sjúkl. mínum það afdráttarlaust, en af því operat. er nokkuð hættuleg og hefur ekki tíðkast hjer, svo jeg viti, þá hafa sjúkl. veigrað sjer við henni.“ 128 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 41 2001/87 129
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.