Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 130

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 130
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Dægradvöl IV „Yfirleitt á að haga klæðnaði í hverju landi eptir landshátt- um, en ekki eptir útlendri tízku.“ „Klæði geta ekki sjálf hitað iíkamann. Þau gjöra einungis að hindra líkamshitann að rjúka burt. Þau fataefni eru því hlýjust, sem leiða illa hita.“ „Ullarnærföt ættu allir að nota hér á landi bæði vetur og sumar.“ „í stórhríðum á veturnar er áríðandi að klæða sig svo, að ekki næði eða snjói inn á mann beran.“ „Sérstaklega þarf að vanda útbúnað um háls, hendur og fætur, því þar næðir mann helst.“ „Ef kvennfólk fer út í stórhríð og ætlar sér lengri leið, er sjálf- sagt að það klæði sig í öllum aðalatriðum eins og karlmenn. Góðar brækur eru á við mörg pils.“ Ymislegt smálegt I PETTA SINNIÐ ER ÆTLUNIN AÐ SEGJA FRÁ ýmsum minni háttar verkefnum sem borist hafa á undanförnum vikum, ýmist í tölvu- pósti, símleiðis eða munnlega á fömum vegi. Flest hafa verið leyst með því að fletta upp í Iðorðasafninu og fyrirspyrjendur hafa fengið svörin jafnóðum. Sjálfnæmi Spurt var um íslenskt heiti á autoinimune disorder og autoimmune disease. Fyrirspyrjanda var ljóst að Iðorðasafn lækna notar heitið sjálfsnœmi um autoimmunity en fannst heitið sjálfsnœmissjúk- dómur nokkuð stirðlegt. Undirritaður sagðist sammála og sjálfur sleppa einu „s“-i. Vísað var í þýðingu Orðanefndar á alþjóðlegu sjúkdóma- heitunum, ICD-10, frá 1996, sjálfnæmissjúkdómur. Þar er þýðingin á disorder einnig samræmd svo autoimmune disorder verður sjálfnæmisröskun. Hér á röskun vel við þó ekki sé það jafn ásættanlegt í ýmsum öðrum heitum, svo sem þunglyndisröskun og kvíðaröskun (sjá pistil 115, Lbl 1999;85:835). Vöðvabólga I tölvuskeyti var spurt um enskt heiti á því fyrirbæri sem vöðvabólga nefnist á íslensku. Nánari skýring fylgdi ekki og undirritaður varð að skálda í eyðurnar. Beint lá við að benda fyrirspyrjanda á gríska heilið myositis (mys: vöðvi, og -itis: bólga) sem tekið hefur verið óbreytt upp í ensku. íðorðasafnið birtir reyndar íslenska heitið vöðvaþroti með flettiorðinu myositis, þó vöðvabólga sé oftast notuð í samsetningum. I svarinu var þess einnig getið að í daglegu tali væri oft ekki gerður greinarmunur á ósértækum vöðva- verkjum, myalgia, og vefjafræðilegri bólgu, myositis. Tvíblind rannsókn I öðrum tölvupósti var spurt um íslenskt heiti á ensku samsetningunni double-blind. Hún er oftast notuð til að lýsa klínískum rannsóknum, sem þannig eru skipulagðar að hvorki rannsakandi né sjúklingur fær að vita hver fær virka meðferð og hver fær óvirka meðferð, til dæmis lyfleysu. Hefð er komin á meðal lækna að nefna slíka rannsókn tvíblinda. íðorða- safnið birtir þetta heiti, en getur þess einnig að slíka tilraunaaðferð megi nefna ókynnisaðferð. Vafasamt er að það heiti muni ná vinsældum. Multicenter Sami aðili spurði um íslenskt heiti á multicenter og var þá að vísa í rannsókn þar sem margar læknis- fræði- eða vísindastofnanir tækju þátt. Undirritaður stakk upp á fjöl- fyrir multi- og stofnun fyrir center. Multicenter study yrði þá fjölstofnanarannsókn eða -athugun. Upp rifjaðist reyndar að Asbjörn Jónsson, 130 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 yfirlæknir, hafði fengið úrlausnina tilvísunarmiðstöð til að leysa verkefnið referral center (sjá pistil 95, Lbl 1997;83:852). Gaman væri að vísbendingum um aðrar hugmyndir. Launkrabbamein Pedro Riba, læknir á Akureyri, sendi tölvupóst snemma í haust og setti fram tillögu að íslensku heiti á latent carcinoma, fullmynduðu krabbameini sem ekki hefur gefið sig til kynna á neinn hátt og ekki gert neinn óskunda (sjá pistil 118, Lbl 2000;86:64). Um heitið launkrabbamein er ekki nema gott eitt að segja, en tillaga Bjarna Bjarnasonar, sem kynnt var í umræddum pistli, var leynikrabbamein. Sinarbólga Þýðandi nokkur var að fást við þýðingu af íslensku yfir á ensku og sendi tvö heiti úr lista yfir sjúkdóma, sem tillekið lyf ætti að lækna, sinabólga og sinaskeiöabólga. Hafði þýðandinn fengið þær upp- lýsingar hjá lækni að sinar gætu ekki bólgnað og því væri ekki um tvö aðskilin fyrirbæri að ræða. Vildi þýðandinn samkvæmt því nota einungis eitt heiti á enskunni. Því var fljótsvarað að íðorðasafn lækna geymdi bæði heitin, sinarbólga og sinaskeiðabólga (sinaslíðursbólga). Hið fyrra væri nefnt tendinitis eða tendonitis á fræðimálinu og hið síðara tenosynovitis eða tendovaginitis. Háræöastjarna Þá barst loks fyrirspurn frá tryggingarfélagi um hvernig þýða ætli spider naevi. Því var einnig fljótsvarað að spider naevus (ft. naevi) væri lítil háræðameinsemd í húð, greinótt eða stjörnulaga, sem líktist svolítið kónguló (e. spider). Meinsemdin getur fundist í tengslum við lifrarsjúkdóm, sérstak- lega skorpulifur. íðorðasafn lækna nefnir hana hárœðastjörnu. Dægradvölin Dægradvölin í síðasta pistli var úr Læknablaði Guðmundar Hannessonar, prófessors, frá árunum 1902-04. Blaðið handskrifaði hann og „hekto- graferaði“ og sendi síðan læknum á Norður- og Austurlandi, en Guðmundur var þá starfandi á Akureyri. í nóvemberblaði sínu árið 1903 fjallar hann um „hæmaturi“ með fyrrgreindum hætti. Dægradvöl IV er heldur yngri. Spurt er um höfund hnitmiðaðra athugasemda um klæðnað manna. Lbl 2001; 87: 77 *
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.